Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2019 20:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. Slóveninn Aleksander Ceferin var kjörinn forseti UEFA árið 2016 með miklum yfirburðum. Hann segist stöðu sinnar vegna ekki geta stutt formlega við bakið á neinum frambjóðanda hjá KSÍ en dregur ekki dul á að hann styðji Guðna. „Ég verð þó að segja að ég ber mikla virðingu fyrir Guðna Bergssyni. Ég tel hann vera frábæran leiðtoga og KSÍ hefur aldrei átt í eins góðum samskiptum við UEFA og það gerir í dag með Guðna sem formann,“ sagði Ceferin í samtali við íþróttadeild í morgun.Þekki Geir ekki mikið Þegar Ceferin var kjörinn forseti UEFA var Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og hann kaus mótframbjóðanda Ceferin. Forsetinn vill ekki segja að samband KSÍ og UEFA hafi verið slæmt er Geir réði málum. „Það er erfitt að segja hvort þau voru slæm eða ekki og ég vil ekki dæma Geir því ég þekki hann ekki mikið. Staðreyndin er samt að samskiptin núna eru frábær og ég efast um að þau verði betri með öðrum manni í brúnni.“ Ceferin segir að Guðni sé ákaflega vel liðinn hjá UEFA og það skipti máli fyrir KSÍ.Líkar öllum vel við Guðna „Það líkar öllum vel við Guðna og treystu mér að það skiptir miklu máli varðandi framtíðarþróun íslenska boltans. Ísland er lítið land eins og Slóvenía, þaðan sem ég kem frá, en stórt land hvað varðar fótboltann síðustu ár. Þið ættuð að halda áfram á sömu braut því þannig þróast fótboltinn og Guðni er frábær formaður fyrir KSÍ.“ Ceferin segir að það hafi tekist góður vinskapur með honum og Guðna og segir sinn óformlega stuðning við Guðna ekki tengjast því neitt að Geir hafi ekki kosið hann á sínum tíma. „Þetta er ekkert persónulegt af minni hálfu og fyrir mig er mikilvægt að tjá mig um hvað mér finnst og mér finnst að Guðni Bergsson sé góður formaður. Hann er ungur maður með framtíðarsýn fyrir fótboltann og það hefur ekkert með Geir að gera.“ KSÍ Tengdar fréttir Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00 Guðni: Ekkert sem kallar á að Geir bjóði sig fram Guðni Bergsson, formaður KSÍ, furðar sig á því að Geir Þorsteinsson skuli bjóða sig fram til formanns KSÍ tveimur árum eftir að hann steig frá borði. 9. janúar 2019 12:00 Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58 Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16 Guðni hvatti Geir til að hætta við Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum. 9. janúar 2019 10:45 Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. Slóveninn Aleksander Ceferin var kjörinn forseti UEFA árið 2016 með miklum yfirburðum. Hann segist stöðu sinnar vegna ekki geta stutt formlega við bakið á neinum frambjóðanda hjá KSÍ en dregur ekki dul á að hann styðji Guðna. „Ég verð þó að segja að ég ber mikla virðingu fyrir Guðna Bergssyni. Ég tel hann vera frábæran leiðtoga og KSÍ hefur aldrei átt í eins góðum samskiptum við UEFA og það gerir í dag með Guðna sem formann,“ sagði Ceferin í samtali við íþróttadeild í morgun.Þekki Geir ekki mikið Þegar Ceferin var kjörinn forseti UEFA var Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og hann kaus mótframbjóðanda Ceferin. Forsetinn vill ekki segja að samband KSÍ og UEFA hafi verið slæmt er Geir réði málum. „Það er erfitt að segja hvort þau voru slæm eða ekki og ég vil ekki dæma Geir því ég þekki hann ekki mikið. Staðreyndin er samt að samskiptin núna eru frábær og ég efast um að þau verði betri með öðrum manni í brúnni.“ Ceferin segir að Guðni sé ákaflega vel liðinn hjá UEFA og það skipti máli fyrir KSÍ.Líkar öllum vel við Guðna „Það líkar öllum vel við Guðna og treystu mér að það skiptir miklu máli varðandi framtíðarþróun íslenska boltans. Ísland er lítið land eins og Slóvenía, þaðan sem ég kem frá, en stórt land hvað varðar fótboltann síðustu ár. Þið ættuð að halda áfram á sömu braut því þannig þróast fótboltinn og Guðni er frábær formaður fyrir KSÍ.“ Ceferin segir að það hafi tekist góður vinskapur með honum og Guðna og segir sinn óformlega stuðning við Guðna ekki tengjast því neitt að Geir hafi ekki kosið hann á sínum tíma. „Þetta er ekkert persónulegt af minni hálfu og fyrir mig er mikilvægt að tjá mig um hvað mér finnst og mér finnst að Guðni Bergsson sé góður formaður. Hann er ungur maður með framtíðarsýn fyrir fótboltann og það hefur ekkert með Geir að gera.“
KSÍ Tengdar fréttir Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00 Guðni: Ekkert sem kallar á að Geir bjóði sig fram Guðni Bergsson, formaður KSÍ, furðar sig á því að Geir Þorsteinsson skuli bjóða sig fram til formanns KSÍ tveimur árum eftir að hann steig frá borði. 9. janúar 2019 12:00 Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58 Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16 Guðni hvatti Geir til að hætta við Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum. 9. janúar 2019 10:45 Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Mikil togstreita hefur myndast Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta. 7. janúar 2019 08:00
Guðni: Ekkert sem kallar á að Geir bjóði sig fram Guðni Bergsson, formaður KSÍ, furðar sig á því að Geir Þorsteinsson skuli bjóða sig fram til formanns KSÍ tveimur árum eftir að hann steig frá borði. 9. janúar 2019 12:00
Guðni vonast eftir málefnalegri baráttu um formannsstöðuna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem leitað var viðbragða hans við framboði Geirs Þorsteinssonar. 5. janúar 2019 19:58
Geir: Átök innan hreyfingarinnar sem eru ekki á yfirborðinu Geir Þorsteinsson segir að það þurfi að gera róttækar breytingar á KSÍ og íslenskum fótbolta. 5. janúar 2019 13:16
Guðni hvatti Geir til að hætta við Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum. 9. janúar 2019 10:45
Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31