Innlent

Bóndi á Vestfjörðum 22 milljónum krónum ríkari

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bóndinn skellti sér til Þingeyrar.
Bóndinn skellti sér til Þingeyrar. vísir/pjetur
Bóndi nokkur á Vestfjörðum lagði leið sína á N1 á Þingeyri á dögunum af því hann vantaði mjólk út í kaffið. Ákvað hann að kaupa sér tíu raða sjálfvalsmiða í Víkingalottóinu í leiðinni sem reyndist hinn mesti happafengur, að því er segir í dramatískri tilkynningu frá Íslenskri Getspá.

Bóndinn og kona hans hlutu annan vinning í Lottóinu sem gerði þau 22 milljónum krónum ríkari.

„Það má því með sanni segja að það hafi verið heppilegt að heimilið hafi verið mjólkurlaust. Vinningurinn kemur sér aldeilis vel því hjónin voru einmitt farin að huga að endurbótum á heimilinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×