Vilja sitja við borðið er ákvarðanir eru teknar í norðurskautsráðinu Sveinn Arnarsson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Sveitarstjórar á heimskautssvæðum hafa ákveðið að sækja um aðild að norðurskautsráðinu og ef af verður mun hópurinn, sem saman stendur af um 400 sveitarstjórum á heimskautssvæðinu, vera með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar innan ráðsins. Þetta var ákveðið á fundi sveitarstjóra á norðurheimskautssvæðinu sem fór fram í Tromsö sunnudaginn 20. janúar síðastliðinn. Norðurskautsráðið er samstarfsvettvangur ríkisstjórna þeirra landa sem liggja á eða að norðurslóðum. Aðildarríkin eru Bandaríkin, Danmörk fyrir Færeyjar og Grænland, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Að auki eiga sex samtök frumbyggja aðild að ráðinu. „Við höfum verið í óformlegu sambandi, sveitarstjórar á svæðinu, í um tvö ár þar sem við höfum rætt okkar málefni. Okkur þykir það mikilvægt að þróa þessi samskipti áfram og skoðum því nú að fá aðild að norðurskautsráðinu svo við getum setið við borðið þegar ákvarðanir eru teknar,“ segir Kristin Roymo, borgarstjóri Tromsö. Fundur sveitarstjóranna var haldinn í tengslum við ráðstefnuna Arctic Frontiers sem fór fram í borginni 20. til 24. janúar. Þar ræddu vísindamenn, stjórnmálamenn og aðrir unnendur norðurskautsins um þau erfiðu verkefni sem fram undan eru á næstu áratugum til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og byggð á svæðinu. „Okkur þykir miklu máli skipta að rödd okkar heyrist. Sveitarstjórnir vítt og breitt um norðurskautið framfylgja og framkvæma oft á tíðum þær ákvarðanir sem teknar eru innan ráðsins. Því teljum við eðlilegt að við höfum aðild og að ríkisstjórnir ráðsins heyri okkar afstöðu,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hugmynd sveitarstjórnarstigsins um að verða aðili að norðurskautsráðinu verður unnin áfram af Roymo, Ásthildi og Madeleine Redfern, bæjar stjóra í borginni Iqaluit í Norðaustur-Kanada Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Sjá meira
Sveitarstjórar á heimskautssvæðum hafa ákveðið að sækja um aðild að norðurskautsráðinu og ef af verður mun hópurinn, sem saman stendur af um 400 sveitarstjórum á heimskautssvæðinu, vera með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar innan ráðsins. Þetta var ákveðið á fundi sveitarstjóra á norðurheimskautssvæðinu sem fór fram í Tromsö sunnudaginn 20. janúar síðastliðinn. Norðurskautsráðið er samstarfsvettvangur ríkisstjórna þeirra landa sem liggja á eða að norðurslóðum. Aðildarríkin eru Bandaríkin, Danmörk fyrir Færeyjar og Grænland, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Að auki eiga sex samtök frumbyggja aðild að ráðinu. „Við höfum verið í óformlegu sambandi, sveitarstjórar á svæðinu, í um tvö ár þar sem við höfum rætt okkar málefni. Okkur þykir það mikilvægt að þróa þessi samskipti áfram og skoðum því nú að fá aðild að norðurskautsráðinu svo við getum setið við borðið þegar ákvarðanir eru teknar,“ segir Kristin Roymo, borgarstjóri Tromsö. Fundur sveitarstjóranna var haldinn í tengslum við ráðstefnuna Arctic Frontiers sem fór fram í borginni 20. til 24. janúar. Þar ræddu vísindamenn, stjórnmálamenn og aðrir unnendur norðurskautsins um þau erfiðu verkefni sem fram undan eru á næstu áratugum til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og byggð á svæðinu. „Okkur þykir miklu máli skipta að rödd okkar heyrist. Sveitarstjórnir vítt og breitt um norðurskautið framfylgja og framkvæma oft á tíðum þær ákvarðanir sem teknar eru innan ráðsins. Því teljum við eðlilegt að við höfum aðild og að ríkisstjórnir ráðsins heyri okkar afstöðu,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hugmynd sveitarstjórnarstigsins um að verða aðili að norðurskautsráðinu verður unnin áfram af Roymo, Ásthildi og Madeleine Redfern, bæjar stjóra í borginni Iqaluit í Norðaustur-Kanada
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent