Færð geti spillst í hvassviðrinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 07:54 Ökumenn hafa víða lent í vanda síðastliðinn sólarhring, til að mynda á Þverárfjalli. Skjáskot Það eru horfur á hvassri norðanátt með ofankomu norðan- og austanlands. Veðurstofan telur því útlit fyrir erfið akstursskilyrði og að mögulega spillist færð á þessum slóðum, sérílagi á fjallvegum. Því sé rétt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en land er lagt undir fót.Sem stendur eru Flateyrarvegur og vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokaðir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er verið að athuga með ástand veganna eftir nóttina og verður byrjað að moka um leið og færi gefst. Ökumenn annars staðar á landinu ættu þó að vera vakandi fyrir hálku. „Í fjöllóttu landi eins og Íslandi getur verið breytileiki í vindhraða, því fjöllin ýmist skýla fyrir vindi, eða magna hann upp,“ segir veðurfræðingur til útskýringar og bætir við að á sunnanverðu landinu sé útlit fyrir úrkomulaust veður í dag, en sums staðar megi búast við snörpum vindhviðum, þar sem fjöll ná að magna upp norðanáttina. Til að mynda hafi verið hvasst á Kjalarnesi í morgun, þar sem vindhviður voru um 38 m/s. Gert er ráð fyrir að vindhraði fari að lækka seinni partinn í dag - „en það gerist mjög hægt,“ segir veðurfræðingur. „Raunar þarf til þess allt kvöldið og alla næstu nótt og það er ekki fyrr en á morgun sem norðanáttin hefur gengið almennilega niður.“Spurning um að loka Þverárfjalli @Vegagerdin? pic.twitter.com/TggLJLzZct— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 8, 2019 Frostið verði þó vægt í dag en engu að síður napurt að vera útivið þegar „kælandi áhrif vindnæðingsins bætast við,“ að sögn veðurfræðings. Ætla má að frostið verði á bilinu 1 til 12 stig og að það verði kaldast í innsveitum á Norðurlandi. Það sé hins vegar útlit fyrir hæglætisveður á landinu á morgun og víða „bjart og fallegt um að litast.“ Dálítil él verði viðloðandi norðurströndina og stöku él eru væntanleg syðst á landinu síðdegis. Auk þess er búist við að það kólni enn frekar og að frostið nái tveggja stafa tölu allvíða á norðanlands. Þá má ætla að það gangi í allhvassa suðaustanátt á mánudag, með slyddu eða snjókomu en síðar rigningu á láglendi og að hiti fari vel uppfyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi er útlit fyrir hægari vind og þurrt veður fram eftir degi með minnkandi frosti á þeim slóðum.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða bjart veður, en dálítil él við norðurströndina og einnig stöku él syðst á landinu síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.Á mánudag:Gengur í suðaustan 13-18 m/s með slyddu eða snjókomu, síðar rigningu á láglendi. Hægari vindur og úrkomulaust á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hlýnandi veður, hiti 1 til 5 stig sunnan heiða seinnipartinn og minnkandi frost fyrir norðan og austan.Á þriðjudag:Suðlæg eða breytileg átt 3-10. Rigning eða slydda með köflum um allt land. Hiti 0 til 5 stig.Á miðvikudag:Gengur líklega í suðaustan og sunnan storm með rigningu eða slyddu, talsverð úrkoma á sunnaverðu landinu. Hiti 2 til 6 stig seinnipartinn.Á fimmtudag:Allhvöss suðvestanátt og skúrir eða él, en léttskýjað á austurhelmingi landsins. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á föstudag:Útlit fyrir hæga breytilega átt, þurrt veður og frost um allt land.Fréttin var uppfærð klukkan 8:30 með upplýsingum frá Vegagerðinni. Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Það eru horfur á hvassri norðanátt með ofankomu norðan- og austanlands. Veðurstofan telur því útlit fyrir erfið akstursskilyrði og að mögulega spillist færð á þessum slóðum, sérílagi á fjallvegum. Því sé rétt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en land er lagt undir fót.Sem stendur eru Flateyrarvegur og vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokaðir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er verið að athuga með ástand veganna eftir nóttina og verður byrjað að moka um leið og færi gefst. Ökumenn annars staðar á landinu ættu þó að vera vakandi fyrir hálku. „Í fjöllóttu landi eins og Íslandi getur verið breytileiki í vindhraða, því fjöllin ýmist skýla fyrir vindi, eða magna hann upp,“ segir veðurfræðingur til útskýringar og bætir við að á sunnanverðu landinu sé útlit fyrir úrkomulaust veður í dag, en sums staðar megi búast við snörpum vindhviðum, þar sem fjöll ná að magna upp norðanáttina. Til að mynda hafi verið hvasst á Kjalarnesi í morgun, þar sem vindhviður voru um 38 m/s. Gert er ráð fyrir að vindhraði fari að lækka seinni partinn í dag - „en það gerist mjög hægt,“ segir veðurfræðingur. „Raunar þarf til þess allt kvöldið og alla næstu nótt og það er ekki fyrr en á morgun sem norðanáttin hefur gengið almennilega niður.“Spurning um að loka Þverárfjalli @Vegagerdin? pic.twitter.com/TggLJLzZct— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 8, 2019 Frostið verði þó vægt í dag en engu að síður napurt að vera útivið þegar „kælandi áhrif vindnæðingsins bætast við,“ að sögn veðurfræðings. Ætla má að frostið verði á bilinu 1 til 12 stig og að það verði kaldast í innsveitum á Norðurlandi. Það sé hins vegar útlit fyrir hæglætisveður á landinu á morgun og víða „bjart og fallegt um að litast.“ Dálítil él verði viðloðandi norðurströndina og stöku él eru væntanleg syðst á landinu síðdegis. Auk þess er búist við að það kólni enn frekar og að frostið nái tveggja stafa tölu allvíða á norðanlands. Þá má ætla að það gangi í allhvassa suðaustanátt á mánudag, með slyddu eða snjókomu en síðar rigningu á láglendi og að hiti fari vel uppfyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi er útlit fyrir hægari vind og þurrt veður fram eftir degi með minnkandi frosti á þeim slóðum.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða bjart veður, en dálítil él við norðurströndina og einnig stöku él syðst á landinu síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.Á mánudag:Gengur í suðaustan 13-18 m/s með slyddu eða snjókomu, síðar rigningu á láglendi. Hægari vindur og úrkomulaust á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hlýnandi veður, hiti 1 til 5 stig sunnan heiða seinnipartinn og minnkandi frost fyrir norðan og austan.Á þriðjudag:Suðlæg eða breytileg átt 3-10. Rigning eða slydda með köflum um allt land. Hiti 0 til 5 stig.Á miðvikudag:Gengur líklega í suðaustan og sunnan storm með rigningu eða slyddu, talsverð úrkoma á sunnaverðu landinu. Hiti 2 til 6 stig seinnipartinn.Á fimmtudag:Allhvöss suðvestanátt og skúrir eða él, en léttskýjað á austurhelmingi landsins. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á föstudag:Útlit fyrir hæga breytilega átt, þurrt veður og frost um allt land.Fréttin var uppfærð klukkan 8:30 með upplýsingum frá Vegagerðinni.
Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira