Kosningasvindl í Reykjavík? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 09:00 Pínleg uppákoma varð á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær. Á neðri hluta síðunnar var frétt með mynd af blaðamannafundi Dags B. um að breyta ætti skrifstofum í svið, eða sviðum í skrifstofur (man ekki alveg hvort var). Á efri hluta síðunnar er síðan frétt um að Reykjavíkurborg hafi með ólögmætum hætti reynt að hafa áhrif á hegðun ákveðins hóps kjósenda í síðustu kosningum. Þar svaraði fyrir málið „í fjarveru“ borgarstjóra, borgarritarinn. Hann benti í allar áttir nema í þá einu þar sem ábyrgðin liggur. Fyrsta viðbragð er eins og vanalega að tefla fram embættismönnum þegar erfið mál koma upp. Vitanlega mun Dagur þurfa að tjá sig um málið, en ferlið er alltaf það sama, fyrst er reynt að dreifa ábyrgðinni, embættismenn látnir tjá sig, og síðan kemur Dagur fram, án ábyrgðar. Þetta mál er grafalvarlegt. Samfylkingin, Píratar og VG notuðu sameiginlega sjóði borgarbúa til að reyna að hafa áhrif á kosningahegðun. Persónuvernd bendir til dæmis á að skilaboðin sem send voru til ungra kjósenda hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosningunum. Ótrúlegt og siðlaust. Ég get varla beðið eftir því að sjá hvernig hinir siðvöndu Píratar ætla að bregðast við, væntanlega leggja þeir til að ferlar verði skoðaðir og skrifstofum breytt í svið, eða öfugt. Braggamál koma og fara. En tilraun til að hafa óeðlileg áhrif á kosningar er gríðarlega alvarlegt mál og ábyrgðin liggur kirfilega hjá Degi, Pírötum og VG. Hvernig getum við treyst þessu fólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Pínleg uppákoma varð á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær. Á neðri hluta síðunnar var frétt með mynd af blaðamannafundi Dags B. um að breyta ætti skrifstofum í svið, eða sviðum í skrifstofur (man ekki alveg hvort var). Á efri hluta síðunnar er síðan frétt um að Reykjavíkurborg hafi með ólögmætum hætti reynt að hafa áhrif á hegðun ákveðins hóps kjósenda í síðustu kosningum. Þar svaraði fyrir málið „í fjarveru“ borgarstjóra, borgarritarinn. Hann benti í allar áttir nema í þá einu þar sem ábyrgðin liggur. Fyrsta viðbragð er eins og vanalega að tefla fram embættismönnum þegar erfið mál koma upp. Vitanlega mun Dagur þurfa að tjá sig um málið, en ferlið er alltaf það sama, fyrst er reynt að dreifa ábyrgðinni, embættismenn látnir tjá sig, og síðan kemur Dagur fram, án ábyrgðar. Þetta mál er grafalvarlegt. Samfylkingin, Píratar og VG notuðu sameiginlega sjóði borgarbúa til að reyna að hafa áhrif á kosningahegðun. Persónuvernd bendir til dæmis á að skilaboðin sem send voru til ungra kjósenda hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosningunum. Ótrúlegt og siðlaust. Ég get varla beðið eftir því að sjá hvernig hinir siðvöndu Píratar ætla að bregðast við, væntanlega leggja þeir til að ferlar verði skoðaðir og skrifstofum breytt í svið, eða öfugt. Braggamál koma og fara. En tilraun til að hafa óeðlileg áhrif á kosningar er gríðarlega alvarlegt mál og ábyrgðin liggur kirfilega hjá Degi, Pírötum og VG. Hvernig getum við treyst þessu fólki?
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar