Getur Robert Whittaker varið titilinn sinn á heimavelli? Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 13:00 Whittaker í hans síðasta bardaga. Vísir/Getty UFC 234 fer fram um helgina í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætir heimamaðurinn Robert Whittaker Bandaríkjamanninum Kelvin Gastelum. Robert Whittaker hefur farið hamförum á undanförum árum. Niðurskurðurinn í 77 kg veltivigt var of erfiður fyrir Whittaker og ákvað því að fara upp í 84 kg millivigt. Þar hefur hann blómstrað, unnið alla átta bardaga sína og er ríkjandi meistari. Whittaker hefur sýnt að hann er nánast gallalaus. Hann er einn tæknilegasti bardagamaðurinn í UFC í dag, bardagar hans eru mjög skemmtilegir og þá er hann grjótharður eins og hann sýndi í bardögunum tveimur gegn Yoel Romero. Gallinn gæti verið sá að hann tók ansi miklar barsmíðar gegn Romero sem gæti haft áhrif á getu Whittaker til að taka við höggum í dag. Whittaker stóð af sér þung högg Romero og þó ástandið hafi verið slæmt á tímabili tókst honum að vinna Romero eftir dómaraákvörðun. Spurningin er hvort Whittaker sé sami bardagamaður eftir þessar 10 lotur gegn hinum hættulega Yoel Romero. Hann er samt bara 28 ára gamall og ætti að eiga nóg eftir undir öllum eðlilegum kringumstæðum. Hann er líka gott dæmi um bardagamann sem þarf ekki að vera risastór í flokknum sínum en er samt bestur. Utan búrsins er hann fyrirmyndar samborgari. Þriggja barna faðir sem kemur alltaf vel fyrir og er aldrei í neinu veseni utan búrsins. Þrátt fyrir að vera með allan pakkann er hann enn frekar óþekktur utan MMA heimsins á meðan vandræðagemsar eins og Conor McGregor og Jon Jones eigna sér fyrirsagnirnar. Whittaker mætir í nótt Kelvin Gastelum sem var einnig þyngdarflokki neðar en hefur gert það afar gott í millivigtinni. Líkt og Whittaker er Gastelum á besta aldri og ætti þetta því að verða hörku bardagi hjá tveimur frábærum bardagamönnum. UFC 234 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt. MMA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Sjá meira
UFC 234 fer fram um helgina í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætir heimamaðurinn Robert Whittaker Bandaríkjamanninum Kelvin Gastelum. Robert Whittaker hefur farið hamförum á undanförum árum. Niðurskurðurinn í 77 kg veltivigt var of erfiður fyrir Whittaker og ákvað því að fara upp í 84 kg millivigt. Þar hefur hann blómstrað, unnið alla átta bardaga sína og er ríkjandi meistari. Whittaker hefur sýnt að hann er nánast gallalaus. Hann er einn tæknilegasti bardagamaðurinn í UFC í dag, bardagar hans eru mjög skemmtilegir og þá er hann grjótharður eins og hann sýndi í bardögunum tveimur gegn Yoel Romero. Gallinn gæti verið sá að hann tók ansi miklar barsmíðar gegn Romero sem gæti haft áhrif á getu Whittaker til að taka við höggum í dag. Whittaker stóð af sér þung högg Romero og þó ástandið hafi verið slæmt á tímabili tókst honum að vinna Romero eftir dómaraákvörðun. Spurningin er hvort Whittaker sé sami bardagamaður eftir þessar 10 lotur gegn hinum hættulega Yoel Romero. Hann er samt bara 28 ára gamall og ætti að eiga nóg eftir undir öllum eðlilegum kringumstæðum. Hann er líka gott dæmi um bardagamann sem þarf ekki að vera risastór í flokknum sínum en er samt bestur. Utan búrsins er hann fyrirmyndar samborgari. Þriggja barna faðir sem kemur alltaf vel fyrir og er aldrei í neinu veseni utan búrsins. Þrátt fyrir að vera með allan pakkann er hann enn frekar óþekktur utan MMA heimsins á meðan vandræðagemsar eins og Conor McGregor og Jon Jones eigna sér fyrirsagnirnar. Whittaker mætir í nótt Kelvin Gastelum sem var einnig þyngdarflokki neðar en hefur gert það afar gott í millivigtinni. Líkt og Whittaker er Gastelum á besta aldri og ætti þetta því að verða hörku bardagi hjá tveimur frábærum bardagamönnum. UFC 234 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt.
MMA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Sjá meira