Innlent

Lög­reglan varar við ýtnum og tungu­liprum svika­hröppum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í Facebook-færslu lögreglunnar segir að henni séu að berast ábendingar um mál af þessu tagi en mennirnir sem hringja tala iðulega ensku og segjast starfa fyrir Microsoft Windows eða álíka aðila.
Í Facebook-færslu lögreglunnar segir að henni séu að berast ábendingar um mál af þessu tagi en mennirnir sem hringja tala iðulega ensku og segjast starfa fyrir Microsoft Windows eða álíka aðila. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við ýtnum og tunguliprum svikahröppum sem hringja og bjóða fram aðstoð vegna vandamála sem eiga að hafa komið upp í tölvum og þeir hafa fengið tilkynningar um.

Í Facebook-færslu lögreglunnar segir að henni séu að berast ábendingar um mál af þessu tagi en mennirnir sem hringja tala iðulega ensku og segjast starfa fyrir Microsoft Windows eða álíka aðila.

„Hér er um að ræða ýtna og tungulipra svikahrappa sem eru að reyna að komast yfir viðkvæmar upplýsingar í þeim tilgangi að hafa fé af fólki og því rétt að hafa það hugfast,“ segir í færslu lögreglunnar sem sjá má hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×