Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2019 16:14 Vajiralongkorn tók við konungsembætti í Taílandi 2016, eftir dauða föður síns, Bhumibol. Getty/Bloomberg Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar „óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. Stjórnmálaflokkur á bandi forsætisráðherrans fyrrverandi, Thaksin Shinawatra, hafði tilnefnt prinsessuna Ubolratana Mahidol sem forsætisráðherra flokksins, en þingkosningar fara fram í landinu 24. mars næstkomandi. Segir konungurinn að slíkt myndi brjóta gegn þeirri hefð að taílenska konungsfjölskyldan skipti sér ekki af stjórnmálum í landinu.Sjá einnig: Prinsessa vill verða forsætisráðherra Yfirlýsing Vajiralongkorn konungs var lesin upp á öllum sjónvarpsstöðvum landsins í dag. Sagði hann áformin ganga gegn öllum hefðum landsins, siðum og menningu og séu því talin „sérstaklega óviðeigandi“.Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol.Vísir/APÁður valdið fjaðrafoki Hin 67 ára Ubolratana Mahidol er eldri systir Vajiralongkorn konungs. Hún hefur áður valdið fjaðrafoki, til að mynda þegar hún gekk að eiga Bandaríkjamanninn Peter Jensen árið 1972 og afsalaði sér með því öllum konunglegum titlum. Þau kynntust þegar hún stundaði nám í Massachusetts Institute of Technology (MIT). Bjó hún í Bandaríkjunum í rúman aldarfjórðung, en eftir skilnað sneri hún aftur til Taílands þar sem konungsfjölskyldan tók henni með opnum örmum á nýjan leik. Kóngafólk Taíland Tengdar fréttir Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar „óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. Stjórnmálaflokkur á bandi forsætisráðherrans fyrrverandi, Thaksin Shinawatra, hafði tilnefnt prinsessuna Ubolratana Mahidol sem forsætisráðherra flokksins, en þingkosningar fara fram í landinu 24. mars næstkomandi. Segir konungurinn að slíkt myndi brjóta gegn þeirri hefð að taílenska konungsfjölskyldan skipti sér ekki af stjórnmálum í landinu.Sjá einnig: Prinsessa vill verða forsætisráðherra Yfirlýsing Vajiralongkorn konungs var lesin upp á öllum sjónvarpsstöðvum landsins í dag. Sagði hann áformin ganga gegn öllum hefðum landsins, siðum og menningu og séu því talin „sérstaklega óviðeigandi“.Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol.Vísir/APÁður valdið fjaðrafoki Hin 67 ára Ubolratana Mahidol er eldri systir Vajiralongkorn konungs. Hún hefur áður valdið fjaðrafoki, til að mynda þegar hún gekk að eiga Bandaríkjamanninn Peter Jensen árið 1972 og afsalaði sér með því öllum konunglegum titlum. Þau kynntust þegar hún stundaði nám í Massachusetts Institute of Technology (MIT). Bjó hún í Bandaríkjunum í rúman aldarfjórðung, en eftir skilnað sneri hún aftur til Taílands þar sem konungsfjölskyldan tók henni með opnum örmum á nýjan leik.
Kóngafólk Taíland Tengdar fréttir Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05