Ánægja með Corbyn hrynur þrátt fyrir veika stöðu May Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2019 14:34 Þrátt fyrir óvinsældir ríkisstjórnar May fer stuðningur við Corbyn þverrandi. Vísir/EPA Aðeins einn af hverjum fimm svarendum í nýrri skoðanakönnun treystir Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, í málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ánægja með störf formannsins er ein sú versta í sögu flokksins. Samkvæmt könnun Ipsos MORI sem Evening Standard birtir í dag hefur hlutfall þeirra sem eru ánægðir með störf Corbyn farið út 27% niður í 17% frá því í desember. Enginn leiðtogi Verkamannaflokksins hefur haft lægra hlutfall frá því á tímum Michael Foot sem galt afhroð í kosningum árið 1983. Þeim sem segjast óánægðir með Corbyn hefur fjölgað úr 59% í 72%. Aðeins einn af hverjum sex telur Corbyn sterkan leiðtoga þegar kemur að útgöngunni úr Evrópusambandinu og innan við fimmtungur svarenda telur hann setja þjóðarhagsmuni ofar öðru í þeim efnum. Traust til þess að Corbyn taki réttar ákvarðanir í Evrópumálum (20%) er enn minna til Theresu May forsætisráðherra sem þó er lágt fyrir (34%). Hart hefur verið sótt að Corbyn, bæði innan flokks hans og utan, fyrir að taka ekki skýrari afstöðu gagnvart Brexit og gera Verkamannaflokkinn að skýrum valkosti við útgöngustefnu Íhaldsflokksins. Corbyn hefur fram að þessu viljað halda áfram með útgönguna og lagst gegn hugmyndum um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær hafa meðal annars komið fram í Verkamannaflokknum.Óvenjulegt í ljósi óvinsælda forsætisráðherrans Niðurstöður könnunarinnar eru ekki síst vandræðalegar í ljósi þess að May forsætisráðherra fær einnig slæma útreið. Raunar er ánægjuhlutfall hennar svo gott sem það sama og Corbyn í könnuninni. Ríkisstjórn hennar hefur ítrekað riðað til falls undanfarna mánuði, ekki síst eftir að afgerandi meirihluta breska þingsins hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. „Oft er leitnin þannig að þegar einn leiðtogi fellur er annar á uppleið en það er ekki tilfellið núna,“ segir Gideon Skinner, forstöðumaður stjórnmálarannsókna hjá Ipsos MORI við breska blaðið. Óvinsældir Corbyn ná einnig til Verkamannaflokksins. Innan við helmingur kjósenda flokksins er ánægður með hann, 44%. Á sama tíma eru enn 34 prósentustigum fleiri kjósendur Íhaldsflokksins ánægðir með Theresa May forsætisráðherra en eru óánægðir með hana. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45 Stórtap hjá May og stjórnin í lífshættu Breska þingið kolfelldi samning ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgöngu. Stærsta tapið í meira en öld. 16. janúar 2019 06:15 Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Aðeins einn af hverjum fimm svarendum í nýrri skoðanakönnun treystir Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, í málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ánægja með störf formannsins er ein sú versta í sögu flokksins. Samkvæmt könnun Ipsos MORI sem Evening Standard birtir í dag hefur hlutfall þeirra sem eru ánægðir með störf Corbyn farið út 27% niður í 17% frá því í desember. Enginn leiðtogi Verkamannaflokksins hefur haft lægra hlutfall frá því á tímum Michael Foot sem galt afhroð í kosningum árið 1983. Þeim sem segjast óánægðir með Corbyn hefur fjölgað úr 59% í 72%. Aðeins einn af hverjum sex telur Corbyn sterkan leiðtoga þegar kemur að útgöngunni úr Evrópusambandinu og innan við fimmtungur svarenda telur hann setja þjóðarhagsmuni ofar öðru í þeim efnum. Traust til þess að Corbyn taki réttar ákvarðanir í Evrópumálum (20%) er enn minna til Theresu May forsætisráðherra sem þó er lágt fyrir (34%). Hart hefur verið sótt að Corbyn, bæði innan flokks hans og utan, fyrir að taka ekki skýrari afstöðu gagnvart Brexit og gera Verkamannaflokkinn að skýrum valkosti við útgöngustefnu Íhaldsflokksins. Corbyn hefur fram að þessu viljað halda áfram með útgönguna og lagst gegn hugmyndum um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær hafa meðal annars komið fram í Verkamannaflokknum.Óvenjulegt í ljósi óvinsælda forsætisráðherrans Niðurstöður könnunarinnar eru ekki síst vandræðalegar í ljósi þess að May forsætisráðherra fær einnig slæma útreið. Raunar er ánægjuhlutfall hennar svo gott sem það sama og Corbyn í könnuninni. Ríkisstjórn hennar hefur ítrekað riðað til falls undanfarna mánuði, ekki síst eftir að afgerandi meirihluta breska þingsins hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. „Oft er leitnin þannig að þegar einn leiðtogi fellur er annar á uppleið en það er ekki tilfellið núna,“ segir Gideon Skinner, forstöðumaður stjórnmálarannsókna hjá Ipsos MORI við breska blaðið. Óvinsældir Corbyn ná einnig til Verkamannaflokksins. Innan við helmingur kjósenda flokksins er ánægður með hann, 44%. Á sama tíma eru enn 34 prósentustigum fleiri kjósendur Íhaldsflokksins ánægðir með Theresa May forsætisráðherra en eru óánægðir með hana.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45 Stórtap hjá May og stjórnin í lífshættu Breska þingið kolfelldi samning ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgöngu. Stærsta tapið í meira en öld. 16. janúar 2019 06:15 Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45
Stórtap hjá May og stjórnin í lífshættu Breska þingið kolfelldi samning ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgöngu. Stærsta tapið í meira en öld. 16. janúar 2019 06:15
Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna