Real í annað sætið eftir sigur í borgarslagnum Dagur Lárusson skrifar 9. febrúar 2019 17:15 Sergio Ramos skoraði í dag. vísir/getty Real Madrid komst upp í annað sæti deildarinnar eftir 3-1 sigur á grönnum sínum í Atletico Madrid í dag. Það voru þeir hvítklæddu sem byrjuðu leikinn betur en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 16. mínútu en það var Casemiro sem skoraði markið. Heimamenn voru þó ekki lengi að jafna metin en það gerði Antoine Griezmann á 25. mínútu. Allt stefndi í að liðin færu jöfn í hálfleikinn en þá fengu liðsmenn Real vítaspyrnu og á punktinn steig Sergio Ramos sem skoraði og staðan því 1-2 í hálfleik. Heimamenn reyndu allt hvað þeir gátu að jafna metin í seinni hálfleiknum og sóttu stíft sem skyldi eftir pláss í vörninni. Real Madrid náðu að notfæra sér það þegar leið á og skoraði Gareth Bale þriðja mark Real á 74. mínútu og gerði því útum leikinn. Thomas, varnarmaður Atletcio fékk síðan að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 80. mínútu. Eftir leikinn er Real Madrid í öðru sæti með 45 stig en Atletico er með 44 stig sæti neðar. Spænski boltinn
Real Madrid komst upp í annað sæti deildarinnar eftir 3-1 sigur á grönnum sínum í Atletico Madrid í dag. Það voru þeir hvítklæddu sem byrjuðu leikinn betur en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 16. mínútu en það var Casemiro sem skoraði markið. Heimamenn voru þó ekki lengi að jafna metin en það gerði Antoine Griezmann á 25. mínútu. Allt stefndi í að liðin færu jöfn í hálfleikinn en þá fengu liðsmenn Real vítaspyrnu og á punktinn steig Sergio Ramos sem skoraði og staðan því 1-2 í hálfleik. Heimamenn reyndu allt hvað þeir gátu að jafna metin í seinni hálfleiknum og sóttu stíft sem skyldi eftir pláss í vörninni. Real Madrid náðu að notfæra sér það þegar leið á og skoraði Gareth Bale þriðja mark Real á 74. mínútu og gerði því útum leikinn. Thomas, varnarmaður Atletcio fékk síðan að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 80. mínútu. Eftir leikinn er Real Madrid í öðru sæti með 45 stig en Atletico er með 44 stig sæti neðar.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti