Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2019 13:15 Katrín Jakobsdóttir tók við formennsku í Vinstrihreyfingunni grænu framboði árið 2013. vísir/vilhelm Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. Hún hræðist hins vegar ekki dóm sögunnar. Vinstri hreyfingin grænt grænt framboð heldur upp á það um helgina að tuttugu ár eru liðin frá stofnun hennar. Tveggja daga flokksráðsfundur Vinstri grænna hefst á Grand hóteli klukkan 17 í dag með setningarræðu Katrínar Jakobsdótur formanns flokksins og forsætisráðherra en síðast liðinn miðvikudag voru tuttugu ár liðin frá stofnun hreyfingarinnar. „Ég held að þegar saga VG er skoðuð undanfarin tuttugu ár megi lesa þann rauðan þráð að mörg þau mál sem við höfum sett á oddinn hafa þróast frá því að vera mál sem voru álitin mjög róttæk og úti á jaðrinum, yfir í það að vera hluti af meginstraums stjórnmálum,” segir Katrín. Segir Katrín og nefnir í því samhengi kynjafnréttismál, kvenfrelsismál, umhverfismál og mikla áherslu á jöfnuð. „Ég myndi segja að á þessum tuttugu árum hafi okkar málflutningur færst miklu nær, getum við sagt, meginstraumnum í stjórnmálum. Eða meginstraumurinn færst nær okkur. En við getum séð að við höfum átt marga frumkvöðla á þessu sviði,” segir formaðurinn. Katrín segir það auðvitað hafa verið ákveðna sögulega ákvörðun að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum sem skilgreindur hafi verið helsti andstæðingur flokksins í stjórnmálum. „Síðan á auðvitað sagan eftir að dæma okkar árangur í þessu stjórnarsamstarfi. Ég óttast ekki þann dóm þegar fram í sækir. En auðvitað er þetta líka pólitísk áhætta. Maður veit aldrei hvernig svona mál fara en það er auðvitað ekkert gaman í pólitík nema maður taki áhættu,” segir Katrín. Einn af gestum Vinstri grænna á afmælisfundinum á morgun er Ed Milliband formaður breska Verkamannaflokksins á árunum 2010 til 2015 og ráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown þegar hryðjuverkalögin voru sett á Ísland í Bretlandi. „Við erum auðvitað ekki bara að bjóða fólki sem er algerlega sammála okkur. Hann er gestur á málþingi á morgun ásamt fleiri gestum og ætlunin er að ræða vinstrið út frá breiðum grunni. Það verða ekki eingöngu okkar nánustu kollegar á þessu málþingi heldur vinstrimenn á öllu litrófinu,” segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 VG fær grátbroslegar afmæliskveðjur frá Össuri Össur Skarphéðinsson dregur VG sundur og saman í nöpru háði. 7. febrúar 2019 14:19 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. Hún hræðist hins vegar ekki dóm sögunnar. Vinstri hreyfingin grænt grænt framboð heldur upp á það um helgina að tuttugu ár eru liðin frá stofnun hennar. Tveggja daga flokksráðsfundur Vinstri grænna hefst á Grand hóteli klukkan 17 í dag með setningarræðu Katrínar Jakobsdótur formanns flokksins og forsætisráðherra en síðast liðinn miðvikudag voru tuttugu ár liðin frá stofnun hreyfingarinnar. „Ég held að þegar saga VG er skoðuð undanfarin tuttugu ár megi lesa þann rauðan þráð að mörg þau mál sem við höfum sett á oddinn hafa þróast frá því að vera mál sem voru álitin mjög róttæk og úti á jaðrinum, yfir í það að vera hluti af meginstraums stjórnmálum,” segir Katrín. Segir Katrín og nefnir í því samhengi kynjafnréttismál, kvenfrelsismál, umhverfismál og mikla áherslu á jöfnuð. „Ég myndi segja að á þessum tuttugu árum hafi okkar málflutningur færst miklu nær, getum við sagt, meginstraumnum í stjórnmálum. Eða meginstraumurinn færst nær okkur. En við getum séð að við höfum átt marga frumkvöðla á þessu sviði,” segir formaðurinn. Katrín segir það auðvitað hafa verið ákveðna sögulega ákvörðun að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum sem skilgreindur hafi verið helsti andstæðingur flokksins í stjórnmálum. „Síðan á auðvitað sagan eftir að dæma okkar árangur í þessu stjórnarsamstarfi. Ég óttast ekki þann dóm þegar fram í sækir. En auðvitað er þetta líka pólitísk áhætta. Maður veit aldrei hvernig svona mál fara en það er auðvitað ekkert gaman í pólitík nema maður taki áhættu,” segir Katrín. Einn af gestum Vinstri grænna á afmælisfundinum á morgun er Ed Milliband formaður breska Verkamannaflokksins á árunum 2010 til 2015 og ráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown þegar hryðjuverkalögin voru sett á Ísland í Bretlandi. „Við erum auðvitað ekki bara að bjóða fólki sem er algerlega sammála okkur. Hann er gestur á málþingi á morgun ásamt fleiri gestum og ætlunin er að ræða vinstrið út frá breiðum grunni. Það verða ekki eingöngu okkar nánustu kollegar á þessu málþingi heldur vinstrimenn á öllu litrófinu,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 VG fær grátbroslegar afmæliskveðjur frá Össuri Össur Skarphéðinsson dregur VG sundur og saman í nöpru háði. 7. febrúar 2019 14:19 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30
VG fær grátbroslegar afmæliskveðjur frá Össuri Össur Skarphéðinsson dregur VG sundur og saman í nöpru háði. 7. febrúar 2019 14:19