Woody Allen krefur Amazon um átta milljarða vegna A Rainy Day in New York Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2019 22:10 Woody Allen hefur ítrekað hafnað ásökunum um að hafa brotið gegn dóttur sinni. Getty Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen hefur stefnt Amazon Studios og krafið kvikmyndaverið um háar fjárhæðir vegna ákvörðunar þess að hætta við dreifingu á nýjustu kvikmynd leikstjórans. Hinn 83 ára Allen sakar Amazon Studios um samningsbrot og fer fram á greiðslu 68 milljóna dala í skaðabætur, um 8,2 milljarða króna. Segir hann Amazon Studios hafa brotið gegn gerðum samningi án nokkurrar ástæðu. Í frétt BBC segir að Amazon hafi áður dreift tveimur af kvikmyndum Allen og sjónvarpsþáttum leikstjórans, Crisis in Six Scenes. Kvikmyndaverið hafi hins vegar hætt við dreifingu á nýjustu mynd Woody Allen, A Rainy Day in New York. Allen segir Amazon hafa brotið gegn samningnum í júní síðastliðinn vegna ásakana um að leikstjórinn hafi brotið kynferðislega gegn dóttur sinni, Dylan Farrow, árið 1992. Amazon ekki í neinum rétti Í gögnum lögmanna Allen segir að Amazon hafi verið vel kunnugt um 25 ára gamlar „tilhæfulausar“ ásakanir þegar gengið var til samninga um kvikmyndina A Rainy Day in New York. Amazon hafi ekki verið í neinum rétti að rifta samningnum. Tökur á myndinni A Rainy Day in New York fóru fram árið 2017, en Jude Law, Rebecca Hall, Selena Gomez og Timothée Chalamet voru í hópi leikara myndarinnar. Chalamet greindi frá því í janúar á síðasta ári að hann myndi gefa öll laun sín vegna hlutverks í myndinni til Time‘s Up hreyfingarinnar sem berst gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni og annarra góðgerðarmála. Bíó og sjónvarp MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Sextán ára þegar leynilegt ástarsamband við Woody Allen hófst Engelhardt var sextán ára þegar sambandið hófst en segist ekki sjá eftir neinu. 18. desember 2018 13:15 Laun fyrir leik í Woody Allen mynd renna til góðgerðarmála Leikarinn Timothée Chalamet er nýjasti leikarinn til að afneita Woody Allen. 16. janúar 2018 12:12 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen hefur stefnt Amazon Studios og krafið kvikmyndaverið um háar fjárhæðir vegna ákvörðunar þess að hætta við dreifingu á nýjustu kvikmynd leikstjórans. Hinn 83 ára Allen sakar Amazon Studios um samningsbrot og fer fram á greiðslu 68 milljóna dala í skaðabætur, um 8,2 milljarða króna. Segir hann Amazon Studios hafa brotið gegn gerðum samningi án nokkurrar ástæðu. Í frétt BBC segir að Amazon hafi áður dreift tveimur af kvikmyndum Allen og sjónvarpsþáttum leikstjórans, Crisis in Six Scenes. Kvikmyndaverið hafi hins vegar hætt við dreifingu á nýjustu mynd Woody Allen, A Rainy Day in New York. Allen segir Amazon hafa brotið gegn samningnum í júní síðastliðinn vegna ásakana um að leikstjórinn hafi brotið kynferðislega gegn dóttur sinni, Dylan Farrow, árið 1992. Amazon ekki í neinum rétti Í gögnum lögmanna Allen segir að Amazon hafi verið vel kunnugt um 25 ára gamlar „tilhæfulausar“ ásakanir þegar gengið var til samninga um kvikmyndina A Rainy Day in New York. Amazon hafi ekki verið í neinum rétti að rifta samningnum. Tökur á myndinni A Rainy Day in New York fóru fram árið 2017, en Jude Law, Rebecca Hall, Selena Gomez og Timothée Chalamet voru í hópi leikara myndarinnar. Chalamet greindi frá því í janúar á síðasta ári að hann myndi gefa öll laun sín vegna hlutverks í myndinni til Time‘s Up hreyfingarinnar sem berst gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni og annarra góðgerðarmála.
Bíó og sjónvarp MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Sextán ára þegar leynilegt ástarsamband við Woody Allen hófst Engelhardt var sextán ára þegar sambandið hófst en segist ekki sjá eftir neinu. 18. desember 2018 13:15 Laun fyrir leik í Woody Allen mynd renna til góðgerðarmála Leikarinn Timothée Chalamet er nýjasti leikarinn til að afneita Woody Allen. 16. janúar 2018 12:12 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Sextán ára þegar leynilegt ástarsamband við Woody Allen hófst Engelhardt var sextán ára þegar sambandið hófst en segist ekki sjá eftir neinu. 18. desember 2018 13:15
Laun fyrir leik í Woody Allen mynd renna til góðgerðarmála Leikarinn Timothée Chalamet er nýjasti leikarinn til að afneita Woody Allen. 16. janúar 2018 12:12