Möguleiki er á að hér myndist fituhlunkar Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 11:00 Þessi fituhlunkur var fjarlægður úr holræsakerfi í Lundúnum árið 2014. AFP/Adrian Dennis Svokallaðir fituklumpar eða fituhlunkar (e. fatbergs) hafa verið að finnast í holræsa- og fráveitukerfum víða um heim. Fituhlunkar myndast þegar aðskotahlutir líkt og blautþurrkur, smokkar, tannþræðir og fleira blandast saman við olíu og fitu sem hefur verið sturtað niður í klósett eða hellt ofan í niðurföll vaska. Þessi efni blandast svo saman, harðna og hlaða utan á sig. Allra stærstu fituhlunkarnir sem fundist hafa eru tugir metra á lengd og hafa fundist meðal annars í holræsakerfum í London, New York, Denver, Valencia og Melbourne. Fituhlunkur sem fannst í Shepherd’s Bush í London árið 2014 var á stærð við Boeing 747 flugvél en sá stærsti sem fundist hefur hingað til var árið 2017 í Whitechapel, austur af London. Sá var 250 metrar á lengd, næstum jafn langur og sjálft Titanic. Fyrirbærið hefur einnig verið kallað „skrímsli“. Í fráveitukerfi Veitna hafa myndast stíflur vegna fituhlunka sem hafa valdið tjóni. Þeir fituhlunkar hafa ekki verið af þeirri stærðargráðu sem við fáum fréttir af frá útlöndum, en engu að síður nógu stórir til að valda vandræðum. „Því miður höfum við verið að sjá mikla aukningu í notkun blautklúta á síðustu árum og einnig er algengt að fitu sé hellt í fráveitukerfið. En það er ekki bara hjá okkur sem lagnir stíflast af þessum sökum því lagnir heimila gera það líka en enginn vill lenda í því að stífla hjá sér klósettið. A.m.k. tvær sögur hafa borist Veitum um heimlagnir í leikskólum sem hafa stíflast og komið hefur í ljós að þær hafa verið stútfullar af blautklútum,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. „Það er alveg hugsanlegt að við getum lent í svipuðu og önnur lönd hafa þurft að kljást við.“ Ljóst er að blautklútar valda vandræðum og miklum kostnaði í fráveitukerfinu og kostnaður Veitna vegna aðgerða sem ráðast þarf í vegna blautklúta hefur verið metinn á yfir tug milljóna króna á ári. Þá er ótalinn kostnaður annarra fráveitna, en Veitur reka fráveitukerfi fyrir tæplega 40% landsmanna og hreinsa skólp frá 60% þeirra.Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna„Sem dæmi má nefna að í einni dælustöð Veitna þurfti að meðaltali að fara tvisvar í viku að losa stíflur úr dælum, sem oftast mátti tengja vöndlum af blautklútum. Þar sem þetta var ekki ásættanlegt voru keyptar nýjar dælur í stöðina en slíkur búnaður kostar sitt. Eins þarf að greiða fyrir urðun á því rusli sem endar í síum hreinsistöðva og er það gjald hærra fyrir sóttmengaðan úrgang, eins og þann sem kemur úr fráveitunni, en annað rusl. Ótalinn er svo kostnaðurinn fyrir umhverfið,“ segir Ólöf. „Mörg sveitarfélög á landinu eru ekki með skólphreinsistöðvar og þá enda blautklútarnir sem hent er í klósettið út í sjó. Hið sama á við þegar stöðva þarf starfsemi í einhverri af dælu- eða hreinsistöðvum Veitna vegna bilana eða viðhalds. Blautklútarnir eru oft úr fínum plasttrefjum og leysast ekki upp og má því búast við að þeir séu í sjónum í mörg ár eða fljóti upp í fjörur.“ Að sögn Ólafar eru stíflur í lagnakerfum vegna fitu sem betur fer ekki algengar, en þó þurfi að losa slíkar nokkrum sinnum á ári. Stíflur vegna blautklúta og annarra óæskilegra efna í dælustöðvum eru algengari. „Við höfum verið í átaki við að upplýsa þjóðina en margir hafa haldið að í lagi sé að henda blautklútum í klósett. Það er ekkert undarlegt þar sem fjöldi framleiðenda merkir þær sem „flushable“ sem þýðir að þeim má sturta niður. Sem er ekki tilfellið,“ segir Ólöf. „Veitur hafa verið að benda sérstaklega á blautklúta og fitu/olíu, sem stærsta stífluvaldinn. Það er allt of mikið magn af bæði fitu og blautþurrkum í kerfinu. Það er samt sem áður vert að benda á að ekkert rusl á heima í fráveitukerfinu, bara líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Við segjum stundum að ekkert eigi að fara í klósettið nema það hafi verið borðað áður. Dæmi um hluti sem stundum enda í klósettinu en eiga ekki heima þar eru dömubindi, tíðatappar, bómull, smokkar, eyrnapinnar, tannþráður og hár.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Svokallaðir fituklumpar eða fituhlunkar (e. fatbergs) hafa verið að finnast í holræsa- og fráveitukerfum víða um heim. Fituhlunkar myndast þegar aðskotahlutir líkt og blautþurrkur, smokkar, tannþræðir og fleira blandast saman við olíu og fitu sem hefur verið sturtað niður í klósett eða hellt ofan í niðurföll vaska. Þessi efni blandast svo saman, harðna og hlaða utan á sig. Allra stærstu fituhlunkarnir sem fundist hafa eru tugir metra á lengd og hafa fundist meðal annars í holræsakerfum í London, New York, Denver, Valencia og Melbourne. Fituhlunkur sem fannst í Shepherd’s Bush í London árið 2014 var á stærð við Boeing 747 flugvél en sá stærsti sem fundist hefur hingað til var árið 2017 í Whitechapel, austur af London. Sá var 250 metrar á lengd, næstum jafn langur og sjálft Titanic. Fyrirbærið hefur einnig verið kallað „skrímsli“. Í fráveitukerfi Veitna hafa myndast stíflur vegna fituhlunka sem hafa valdið tjóni. Þeir fituhlunkar hafa ekki verið af þeirri stærðargráðu sem við fáum fréttir af frá útlöndum, en engu að síður nógu stórir til að valda vandræðum. „Því miður höfum við verið að sjá mikla aukningu í notkun blautklúta á síðustu árum og einnig er algengt að fitu sé hellt í fráveitukerfið. En það er ekki bara hjá okkur sem lagnir stíflast af þessum sökum því lagnir heimila gera það líka en enginn vill lenda í því að stífla hjá sér klósettið. A.m.k. tvær sögur hafa borist Veitum um heimlagnir í leikskólum sem hafa stíflast og komið hefur í ljós að þær hafa verið stútfullar af blautklútum,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. „Það er alveg hugsanlegt að við getum lent í svipuðu og önnur lönd hafa þurft að kljást við.“ Ljóst er að blautklútar valda vandræðum og miklum kostnaði í fráveitukerfinu og kostnaður Veitna vegna aðgerða sem ráðast þarf í vegna blautklúta hefur verið metinn á yfir tug milljóna króna á ári. Þá er ótalinn kostnaður annarra fráveitna, en Veitur reka fráveitukerfi fyrir tæplega 40% landsmanna og hreinsa skólp frá 60% þeirra.Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna„Sem dæmi má nefna að í einni dælustöð Veitna þurfti að meðaltali að fara tvisvar í viku að losa stíflur úr dælum, sem oftast mátti tengja vöndlum af blautklútum. Þar sem þetta var ekki ásættanlegt voru keyptar nýjar dælur í stöðina en slíkur búnaður kostar sitt. Eins þarf að greiða fyrir urðun á því rusli sem endar í síum hreinsistöðva og er það gjald hærra fyrir sóttmengaðan úrgang, eins og þann sem kemur úr fráveitunni, en annað rusl. Ótalinn er svo kostnaðurinn fyrir umhverfið,“ segir Ólöf. „Mörg sveitarfélög á landinu eru ekki með skólphreinsistöðvar og þá enda blautklútarnir sem hent er í klósettið út í sjó. Hið sama á við þegar stöðva þarf starfsemi í einhverri af dælu- eða hreinsistöðvum Veitna vegna bilana eða viðhalds. Blautklútarnir eru oft úr fínum plasttrefjum og leysast ekki upp og má því búast við að þeir séu í sjónum í mörg ár eða fljóti upp í fjörur.“ Að sögn Ólafar eru stíflur í lagnakerfum vegna fitu sem betur fer ekki algengar, en þó þurfi að losa slíkar nokkrum sinnum á ári. Stíflur vegna blautklúta og annarra óæskilegra efna í dælustöðvum eru algengari. „Við höfum verið í átaki við að upplýsa þjóðina en margir hafa haldið að í lagi sé að henda blautklútum í klósett. Það er ekkert undarlegt þar sem fjöldi framleiðenda merkir þær sem „flushable“ sem þýðir að þeim má sturta niður. Sem er ekki tilfellið,“ segir Ólöf. „Veitur hafa verið að benda sérstaklega á blautklúta og fitu/olíu, sem stærsta stífluvaldinn. Það er allt of mikið magn af bæði fitu og blautþurrkum í kerfinu. Það er samt sem áður vert að benda á að ekkert rusl á heima í fráveitukerfinu, bara líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Við segjum stundum að ekkert eigi að fara í klósettið nema það hafi verið borðað áður. Dæmi um hluti sem stundum enda í klósettinu en eiga ekki heima þar eru dömubindi, tíðatappar, bómull, smokkar, eyrnapinnar, tannþráður og hár.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira