Plastpokabann – mikilvægt skref Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Plast er efni sem endist afar lengi og er því hentugt til ýmissa nota. Einmitt þessi eiginleiki þess gerir það hins vegar einstaklega óhentugt sem einnota efni. Vörur úr plasti sem hent er eftir örskamma notkun geta enst í tugi og hundruð ára sem úrgangur. Burðarplastpokar hafa verið bannaðir í fjölda ríkja og í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi sem felur í sér að frá og með 1. janúar 2021 verði óheimilt að afhenda burðarpoka úr plasti á sölustöðum vara. Með þessu tökumst við á við það mikla magn plastpoka sem er í umferð en höfum auk þess víðtækari áhrif. Aðgerðin snertir daglegan veruleika heimilanna í landinu og virkjar okkur til að hugsa á annan hátt en áður um plast og eigin neyslu. Með frumvarpinu fylgi ég eftir tillögum frá samráðsvettvangi um aðgerðir í plastmálefnum sem í sátu fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfisverndarsamtaka, opinberra stofnana, Alþingis, ráðuneyta og fleiri. Tillaga þeirra um aðstoð við neytendur sem mæta með margnota umbúðir undir keypta matvöru hefur þegar komið til framkvæmda og undirbúningur stendur yfir varðandi viðurkenningar fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir. Verið er að vinna úr öðrum tillögum auk þess sem fyrir liggur að tilskipun ESB til að takast á við plastmengun verður innleidd en þar er t.d. lagt til að ríkjum verði gert skylt að draga úr notkun matarumbúða og drykkjarbolla úr einnota plasti. Bannið við afhendingu burðarplastpoka er þannig ein aðgerð af mörgum sem gripið verður til. Heyrst hefur að plastpokarnir séu aðeins hluti af plastvandanum og ekki ætti að horfa til þeirra heldur gera þess í stað eitthvað annað. Ég segi: Gerum margt. Verkefnið fram undan er umfangsmikið og við þurfum margs konar lausnir. Plastvandinn er stór og við verðum að taka hann alvarlega. Hvernig borðar maður fíl? Einn bita í einu. Frumvarpið um plastpokana er einn slíkur biti – aðgerð sem virkjar okkur með beinum hætti við að hugsa um lausnir án plasts. Saman getum við lyft grettistaki. Bann við burðarplastpokum virkjar okkur til að hugsa á annan hátt en áður um plast og eigin neyslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Plast er efni sem endist afar lengi og er því hentugt til ýmissa nota. Einmitt þessi eiginleiki þess gerir það hins vegar einstaklega óhentugt sem einnota efni. Vörur úr plasti sem hent er eftir örskamma notkun geta enst í tugi og hundruð ára sem úrgangur. Burðarplastpokar hafa verið bannaðir í fjölda ríkja og í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi sem felur í sér að frá og með 1. janúar 2021 verði óheimilt að afhenda burðarpoka úr plasti á sölustöðum vara. Með þessu tökumst við á við það mikla magn plastpoka sem er í umferð en höfum auk þess víðtækari áhrif. Aðgerðin snertir daglegan veruleika heimilanna í landinu og virkjar okkur til að hugsa á annan hátt en áður um plast og eigin neyslu. Með frumvarpinu fylgi ég eftir tillögum frá samráðsvettvangi um aðgerðir í plastmálefnum sem í sátu fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfisverndarsamtaka, opinberra stofnana, Alþingis, ráðuneyta og fleiri. Tillaga þeirra um aðstoð við neytendur sem mæta með margnota umbúðir undir keypta matvöru hefur þegar komið til framkvæmda og undirbúningur stendur yfir varðandi viðurkenningar fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir. Verið er að vinna úr öðrum tillögum auk þess sem fyrir liggur að tilskipun ESB til að takast á við plastmengun verður innleidd en þar er t.d. lagt til að ríkjum verði gert skylt að draga úr notkun matarumbúða og drykkjarbolla úr einnota plasti. Bannið við afhendingu burðarplastpoka er þannig ein aðgerð af mörgum sem gripið verður til. Heyrst hefur að plastpokarnir séu aðeins hluti af plastvandanum og ekki ætti að horfa til þeirra heldur gera þess í stað eitthvað annað. Ég segi: Gerum margt. Verkefnið fram undan er umfangsmikið og við þurfum margs konar lausnir. Plastvandinn er stór og við verðum að taka hann alvarlega. Hvernig borðar maður fíl? Einn bita í einu. Frumvarpið um plastpokana er einn slíkur biti – aðgerð sem virkjar okkur með beinum hætti við að hugsa um lausnir án plasts. Saman getum við lyft grettistaki. Bann við burðarplastpokum virkjar okkur til að hugsa á annan hátt en áður um plast og eigin neyslu.
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun