Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. febrúar 2019 19:00 Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem eru sviptir starfsleyfi vegna fíknivandans. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknisEmbætti landlæknis fer með reglubundið eftirlit með læknum og ávísunum ávanabindandi lyfja en það eru t.d. sterk verkjalyf á borð við morfín eða róandi og kvíðastillandi lyf. Þá er fylgst grannt með sjálfsávísunum en í fyrra voru 564 læknar sem ávísuðu ávanabinandi lyfjum á sjálfa sig. Verkefnastjóri lyfjamála hjá embættinu er gagnrýninn á slíkar ávísanir. „Við ætlumst til þess að þeir fái lyfin og meðhöndlun frá kollegum og að þeir séu ekki að ávísa lyfjunum sjálfir,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis og bætir við að læknar megi þó ávísa lyfjunum til eigin nota. Ólafur telur það vera óheppilegt ef það er í einhverju mæli. Hann tekur fram að af þeim 564 læknum sem ávísuðu á sjálfa sig hafi langflestir ávísað lyfjunum í litlu magni.Fimm læknar án starfsleyfis Þá getur embættið svipt lækna starfsleyfi sínu eða leyfis til að ávísa ávanabindandi lyfjum sé eitthvað í ólagi. „Núna í dag eru fimm læknar sem hafa ekki rétt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Það eru fjórir af þeim sem hafa ekki leyfi til að starfa sem læknar,“ segir Ólafur. Í tilfellum allra læknanna voru þeir sviptir leyfinu vegna eigin veikinda. Í einhverju tilfellanna vegna eigin fíknivanda og eru þeir þá grunaðir um að hafa ávísað óhóflega á sjálfa sig.Fíknivandi þekktur atvinnusjúkdómur meðal lækna„Það eru þekkt dæmi meðal heilbrigðistarfsmanna að þeir eigi oft í slíkum vanda að stríða sem er nokkurs konar atvinnusjúkdómur,“ segir Ólafur en einhver læknanna sem er án leyfis í dag var einnig grunaður um að ávísa of miklu á sjúklinga sína. Ólafur segir að í dag séu þrjú til fjögur hundruð læknar mjög virkir í ávísunum ávanabindandi lyfja til sjúklinga. í fyrra voru stofnuð 45 ný mál vegna eftirlits með ávísunum lækna sem voru til viðbótar viðönnur eldri mál. Í janúar brá embættið á það ráð að senda fimmtíu hæstu læknunum bréf. „Með upplýsingum um þeirra stöðu og upplýsingum um það að þeir séu að skera sig úr í okkar gæðavísum,“ segir Ólafur. Ólafur segir að læknarnir eigi þess kost að fá leyfið á ný hafi þeir sýnt fram á að mál þeirra hafi lagast. Leyfið sé þá háð skilyrðum. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem eru sviptir starfsleyfi vegna fíknivandans. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknisEmbætti landlæknis fer með reglubundið eftirlit með læknum og ávísunum ávanabindandi lyfja en það eru t.d. sterk verkjalyf á borð við morfín eða róandi og kvíðastillandi lyf. Þá er fylgst grannt með sjálfsávísunum en í fyrra voru 564 læknar sem ávísuðu ávanabinandi lyfjum á sjálfa sig. Verkefnastjóri lyfjamála hjá embættinu er gagnrýninn á slíkar ávísanir. „Við ætlumst til þess að þeir fái lyfin og meðhöndlun frá kollegum og að þeir séu ekki að ávísa lyfjunum sjálfir,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis og bætir við að læknar megi þó ávísa lyfjunum til eigin nota. Ólafur telur það vera óheppilegt ef það er í einhverju mæli. Hann tekur fram að af þeim 564 læknum sem ávísuðu á sjálfa sig hafi langflestir ávísað lyfjunum í litlu magni.Fimm læknar án starfsleyfis Þá getur embættið svipt lækna starfsleyfi sínu eða leyfis til að ávísa ávanabindandi lyfjum sé eitthvað í ólagi. „Núna í dag eru fimm læknar sem hafa ekki rétt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Það eru fjórir af þeim sem hafa ekki leyfi til að starfa sem læknar,“ segir Ólafur. Í tilfellum allra læknanna voru þeir sviptir leyfinu vegna eigin veikinda. Í einhverju tilfellanna vegna eigin fíknivanda og eru þeir þá grunaðir um að hafa ávísað óhóflega á sjálfa sig.Fíknivandi þekktur atvinnusjúkdómur meðal lækna„Það eru þekkt dæmi meðal heilbrigðistarfsmanna að þeir eigi oft í slíkum vanda að stríða sem er nokkurs konar atvinnusjúkdómur,“ segir Ólafur en einhver læknanna sem er án leyfis í dag var einnig grunaður um að ávísa of miklu á sjúklinga sína. Ólafur segir að í dag séu þrjú til fjögur hundruð læknar mjög virkir í ávísunum ávanabindandi lyfja til sjúklinga. í fyrra voru stofnuð 45 ný mál vegna eftirlits með ávísunum lækna sem voru til viðbótar viðönnur eldri mál. Í janúar brá embættið á það ráð að senda fimmtíu hæstu læknunum bréf. „Með upplýsingum um þeirra stöðu og upplýsingum um það að þeir séu að skera sig úr í okkar gæðavísum,“ segir Ólafur. Ólafur segir að læknarnir eigi þess kost að fá leyfið á ný hafi þeir sýnt fram á að mál þeirra hafi lagast. Leyfið sé þá háð skilyrðum.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira