Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2019 17:53 Áttu atvik sem deilt er um sér stað í heimahúsi á Akranesi í nóvember síðastliðnum. Vísir/Egill Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið tengdason sinn með hnífi í heimahúsi á Akranesi aðfaranótt 10. nóvember síðastliðinn. Konan hefur neitað sök við yfirheyrslu hjá lögreglu og heldur því fram að tengdasonurinn hafi jafnvel sjálfur gengið á hnífinn á meðan hún var við þrif í eldhúsinu.Maðurinn sagði við yfirheyrslu hjá lögreglu að konan hefði verið honum afar reið vegna þess að hringt var á lögreglu vegna ölvunar hennar á meðan hún gætti barnabarns síns, sem er dóttir mannsins. Hafi hann vaknað við það að konan stóð í herbergi hans og öskrað á hann. Þegar hann ætlaði að færa hana úr herberginu hafi hún stungið hann. Tekinn var fyrir krafa embættis héraðssaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni í Landsrétti í gær í ljósi þess að búið er að ákæra hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu saksóknara um að konan sæti gæsluvarðhaldi á meðan mál hennar er til meðferðar fyrir dómstólum, en þó eigi lengur en til fimmtudagsins 28. febrúar næstkomandi. Var sá úrskurður kærður til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn í gær. Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur var sammála áliti saksóknara að konan væri undir sterkum grun um tilraun til manndráps sem getur varðað fangelsisvist ekki skemur en fimm ár eða ævilangt. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að konan neiti sök en hún sagðist hafa verið inni í eldhúsi umrætt kvöld að þrífa þegar hún hafi tekið eftir tengdasyni sínum fyrir aftan sig. Konan hélt því fram við yfirheyrslu að hún hefði snúið sér við með stóran hníf í hendinni. Hún hafi ekki munað eftir því hvernig hún hélt á hnífnum en talið það hafa verið í hæð við vaskinn. Hún hafi þá tekið eftir því að tengdasyninum blæddi og hún hafi jafnvel talið að hann hefði sjálfur labbað að sér og farið á hnífinn. Lögreglan segir að konunni og tengdasyninum beri ekki saman um atvik máls, en framburður tengdasonarins eigi sér að mörgu leyti stoð í gögnum málsins.Áður hafði Vísir greint frá fyrir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir konunni en þar kom fram að konan væri grunuð um að hafa fjarlægt bæði síma og spjaldtölvu mannsins á meðan hann svaf ásamt því að hafa stungið á hjólbarða bíls hans. Lögreglan taldi sterkan grun um að konan hafi ætlað sér að hindra manninn í að komast af vettvangi og að hún hafi verið byrjuð að hreinsa vettvanginn eða koma sönnunargögnum undan en í bifreiðinni fyrir utan húsið fannst hnífur og blóðug föt. Akranes Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið tengdason sinn með hnífi í heimahúsi á Akranesi aðfaranótt 10. nóvember síðastliðinn. Konan hefur neitað sök við yfirheyrslu hjá lögreglu og heldur því fram að tengdasonurinn hafi jafnvel sjálfur gengið á hnífinn á meðan hún var við þrif í eldhúsinu.Maðurinn sagði við yfirheyrslu hjá lögreglu að konan hefði verið honum afar reið vegna þess að hringt var á lögreglu vegna ölvunar hennar á meðan hún gætti barnabarns síns, sem er dóttir mannsins. Hafi hann vaknað við það að konan stóð í herbergi hans og öskrað á hann. Þegar hann ætlaði að færa hana úr herberginu hafi hún stungið hann. Tekinn var fyrir krafa embættis héraðssaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni í Landsrétti í gær í ljósi þess að búið er að ákæra hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu saksóknara um að konan sæti gæsluvarðhaldi á meðan mál hennar er til meðferðar fyrir dómstólum, en þó eigi lengur en til fimmtudagsins 28. febrúar næstkomandi. Var sá úrskurður kærður til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn í gær. Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur var sammála áliti saksóknara að konan væri undir sterkum grun um tilraun til manndráps sem getur varðað fangelsisvist ekki skemur en fimm ár eða ævilangt. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að konan neiti sök en hún sagðist hafa verið inni í eldhúsi umrætt kvöld að þrífa þegar hún hafi tekið eftir tengdasyni sínum fyrir aftan sig. Konan hélt því fram við yfirheyrslu að hún hefði snúið sér við með stóran hníf í hendinni. Hún hafi ekki munað eftir því hvernig hún hélt á hnífnum en talið það hafa verið í hæð við vaskinn. Hún hafi þá tekið eftir því að tengdasyninum blæddi og hún hafi jafnvel talið að hann hefði sjálfur labbað að sér og farið á hnífinn. Lögreglan segir að konunni og tengdasyninum beri ekki saman um atvik máls, en framburður tengdasonarins eigi sér að mörgu leyti stoð í gögnum málsins.Áður hafði Vísir greint frá fyrir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir konunni en þar kom fram að konan væri grunuð um að hafa fjarlægt bæði síma og spjaldtölvu mannsins á meðan hann svaf ásamt því að hafa stungið á hjólbarða bíls hans. Lögreglan taldi sterkan grun um að konan hafi ætlað sér að hindra manninn í að komast af vettvangi og að hún hafi verið byrjuð að hreinsa vettvanginn eða koma sönnunargögnum undan en í bifreiðinni fyrir utan húsið fannst hnífur og blóðug föt.
Akranes Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34