Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson bítast um formannstólinn hjá KSÍ og þeir sátu fyrir svörum í beinni á Vísi í kvöld.
Geir sat í tíu ár sem formaður KSÍ eftir að hafa verið framkvæmdastjóri sambandsins í tíu ár þar á undan.
Hann dró sig aftur á móti úr formannsslagnum fyrir tveimur árum síðan er Guðni var kjörinn formaður. Guðni hafði þá betur gegn Birni Einarssyni.
Geir er mættur aftur og vill formannsstólinn á nýjan leik en umræðurnar í kvöld voru nokkuð fjörugar og koma á Vísi í heild sinni á föstudagsmorgun.
Guðni og Geir mættust í kappræðum

Tengdar fréttir

Geir og Guðni eru þeir einu sem bjóða sig fram til formanns KSÍ
Knattspyrnusamband Íslands hefur nú staðfest það á heimasíðu sinni hverjir munu bjóða sig fram til formanns og til stjórnar á 73. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem fer fram 9. febrúar næstkomandi.