Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson bítast um formannstólinn hjá KSÍ og þeir sátu fyrir svörum í beinni á Vísi í kvöld.
Geir sat í tíu ár sem formaður KSÍ eftir að hafa verið framkvæmdastjóri sambandsins í tíu ár þar á undan.
Hann dró sig aftur á móti úr formannsslagnum fyrir tveimur árum síðan er Guðni var kjörinn formaður. Guðni hafði þá betur gegn Birni Einarssyni.
Geir er mættur aftur og vill formannsstólinn á nýjan leik en umræðurnar í kvöld voru nokkuð fjörugar og koma á Vísi í heild sinni á föstudagsmorgun.
