
Leitin að hamingjunni
En 11 ára gamalt barn sem hefur verið með foreldrum sínum alla tíð sér framtíðina líka með foreldrum sínum. Hamingjustundirnar á þessum aldri eru margar hverjar með foreldrunum og þeim sem standa manni næst, hvort sem það eru ferðalög eða bara kósýkvöld heima með nammi og skemmtilegri mynd. Þegar þetta breytist svo allt í einu að þá eðlilega breytist það sem maður sá fyrir sér. Þess vegna segi ég að leitin að hamingjunni hafi hafist. Leitin að nýju hamingjunni.
Árin liðu og ég var þess fullviss að leitin gengi vel. Að ég væri að nálgast það að finna hamingjuna og þar með verða hamingjusamur að eilífu. Ég var í íþróttum og gekk vel, átti góða vini, gekk vel í skólanum, átti mér drauma og setti mér markmið. Ég horfði á þessa leit þannig að þegar ég myndi finna hamingjuna þá gæti ég ekki týnt henni. En alltaf voru þessar erfiðu tilfinningar að skjóta upp kollinum. Tilfinningar sem ég leit á sem vondar tilfinningar á þessum tíma. Óvelkomnar tilfinningar. Söknuður, sorg, leiði, reiði, samviskubit og fleira. Af hverju í ósköpunum? Hvernig gat það verið þegar mér fannst ég vera á hárréttri leið með að finna hamingjuna að mér gæti samt liðið svona illa? Ég skildi þetta ekki. Það benti allt til þess að ég ætti að vera búinn að finna hamingjuna eða allavega á réttri leið með að finna hana. Ég fór að efast um að ég myndi nokkurn tímann finna hamingjuna.
Undanfarið hefur þetta orðið eins konar tískufyrirbæri, að finna hamingjuna. Það er komin svo mikil pressa á að allir séu hamingjusamir, alltaf, og við setjum líka sjálf þessa pressu á okkur. Nú er ég ekki að segja að það sé ekki gott að hafa það markmið að verða hamingjusamur, það er eitthvað sem allir ættu auðvitað að stefna að og flestir ef ekki allir sem vilja vera hamingjusamir. En ég hafði fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hamingjuna, og eftir 15 ára leit að henni áttaði ég mig á því að ég var með ranghugmyndir. Við höfum mörg hver þessar fyrirfram ákveðnu hugmyndir um hamingjuna, að maður þurfi að tikka í ákveðin box og þegar búið er að tikka í þau öll, eða flest, þá ætti hamingjunni að vera náð. Þá ætti maður að hafa fundið hamingjuna. Rækta fjölskyldu og vini, mennta sig, ná sér í góða vinnu, eignast fjölskyldu, hreyfa sig og hugsa vel um sig.
Þetta er ekki tæmandi listi, en dæmi um það sem margir telja sig þurfa að gera til þess að uppfylla skilyrði hamingjunnar. Ég taldi mig tikka í ansi mörg box, allt að því öll boxin sem skiptu mig máli. Ég sagði líka sjálfum mér að ég væri hamingjusamur. Af því að ég tikkaði í öll þessi box. En ég var það ekki. Og ég skildi það ekki. Ég skildi ekki af hverju í ósköpunum ég væri ekki hamingjusamur. Af því að ég tikkaði í öll þessi box. Það leiddi til þess að ég ímyndaði mér að það hlyti hreinlega eitthvað að vera að mér. Þetta væri nú bara eitthvað væl. Vanþakklæti. En það lagaði það samt ekkert. Það eina sem gerðist var að vanlíðanin óx. Ég átti að vera hamingjusamur, samkvæmt vel tikkuðum tékklista, en ég var það ekki og það var erfitt að kyngja þeirri staðreynd Hamingjan er ekki eitthvað sem maður leitar að, finnur og týnir aldrei aftur. Hamingjan er ekki vel tikkaður tékklisti.
Tékklistar eru oft tæmandi. Þú veist hvað þú þarft að kaupa til þess að búa til kvöldmatinn. En þegar kemur að lífinu þá er tékklistinn ekki tæmandi. Stressið, kvíðinn, vanlíðanin og fleira eiga ekki endilega rætur sínar að rekja til þess sem þú ert að gera, heldur eru ræturnar oftast innra með okkur sjálfum. Eitthvað sem við höfum lent í og unnið illa úr eða alls ekki. Í flestum tilfellum breytir það engu máli þó að þú hættir að gera eitthvað sem þú heldur að sé að valda stressinu og kvíðanum. Ástandið getur skánað í stutta stund, en áður en þú veist af er allt orðið eins og það var. Af því að við höfum ekkert unnið í því sem raunverulega veldur vanlíðaninni. Við erum alltaf að fikta rétt í yfirborðinu, en þorum ekki að grafa niður á botninn.
Auðvitað hjálpar það til að hugsa vel um sig, vera í góðri vinnu og í góðu sambandi við fjölskyldu og vini og allt hitt sem skiptir mann máli. En á endanum er það þannig að hamingjan kemur að innan. Hún kemur ekki nema við séum sjálf tilbúin í að vera hamingjusöm. Að innra með okkur sé friður til þess að takast á við það að vera hamingjusöm. Af því að það að vera hamingjusamur tekur á. Það tekur á af því að við þurfum að vinna fyrir því, af því að hamingjan er ekki bara bundin við veraldlega hluti eða tikkuð box á tékklistanum. Hún er bundin við okkur sjálf. Þannig hættum að einblína á tékklistann. Setjum fókusinn á það hvernig okkur líður, en ekki hvernig eitthvað á að láta okkur líða. Leiðum hugann að og einblínum á það sem er að gerast innra með okkur. Einbeitum okkur að vinnunni sem þarf til þess að vera hamingjusöm. Tékklistinn má vera þarna. Höfum hann endilega til staðar en gleymum því ekki að hann er ekki tæmandi.
Skoðun

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar