Með allt niður um sig en 2.600 milljarða hagnað Björn Berg Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur varla haft tíma fyrir margt annað á síðasta ári en að slökkva elda og biðjast afsökunar. Hvert hneykslismálið rak annað og verðmæti fyrirtækisins lækkaði um fjórðung. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif versnandi ímynd fyrirtækisins mun hafa á tekjumöguleika þess í framtíðinni en þrátt fyrir allt sem gekk á hefur reksturinn aldrei verið betri en á liðnu ári. Notendum fjölgaði og á síðasta ársfjórðungi skilaði hvert og eitt okkar fyrirtækinu fimmtungi hærri tekjum en ári áður. Fjárfestar tóku tíðindunum vel og eftir skarpar hækkanir það sem af er ári eru Zuckerberg og félagar langt komnir með að rétta úr kútnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar MMR síðastliðið sumar nota 93% Íslendinga Facebook reglulega og 45% Instagram, sem er í eigu þess fyrrnefnda. Þetta er fjöldinn þrátt fyrir háværar raddir um að það séu allir að hætta á Facebook. En hvað þarf til að við tökum það skref? Hvenær vega gagnalekar, falsfréttir, sala persónuupplýsinga og pólitísk misnotkun þyngra en þægindin og skemmtunin sem fylgir því að hlaða upp rafrænni útgáfu af sjálfum sér á miðil sem allir nota? Það virðist eitthvað langt í það og á meðan er myljandi hagnaður af rekstrinum. Auglýsingatekjur skila 98% tekna en hagnaður síðasta árs nam um 2.600 milljörðum íslenskra króna, sem jafngildir þreföldum heildartekjum íslenska ríkisins. Svona eru persónuupplýsingar okkar og viðvera á miðlinum nú mikils virði. Á árinu sem halda mætti að endanlega hefði verið gengið frá orðspori Facebook jókst hagnaðurinn um 40%. Á meðan svo er má spyrja hvort raunverulegur vilji sé til að gera þær breytingar á vinnubrögðum fyrirtækisins sem krafist er af löggjafanum og almenningi. En batnandi fyrirtækjum er best að lifa og hver veit nema Zuckerberg meini það næst þegar hann biðst afsökunar á stærðarinnar skandal.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur varla haft tíma fyrir margt annað á síðasta ári en að slökkva elda og biðjast afsökunar. Hvert hneykslismálið rak annað og verðmæti fyrirtækisins lækkaði um fjórðung. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif versnandi ímynd fyrirtækisins mun hafa á tekjumöguleika þess í framtíðinni en þrátt fyrir allt sem gekk á hefur reksturinn aldrei verið betri en á liðnu ári. Notendum fjölgaði og á síðasta ársfjórðungi skilaði hvert og eitt okkar fyrirtækinu fimmtungi hærri tekjum en ári áður. Fjárfestar tóku tíðindunum vel og eftir skarpar hækkanir það sem af er ári eru Zuckerberg og félagar langt komnir með að rétta úr kútnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar MMR síðastliðið sumar nota 93% Íslendinga Facebook reglulega og 45% Instagram, sem er í eigu þess fyrrnefnda. Þetta er fjöldinn þrátt fyrir háværar raddir um að það séu allir að hætta á Facebook. En hvað þarf til að við tökum það skref? Hvenær vega gagnalekar, falsfréttir, sala persónuupplýsinga og pólitísk misnotkun þyngra en þægindin og skemmtunin sem fylgir því að hlaða upp rafrænni útgáfu af sjálfum sér á miðil sem allir nota? Það virðist eitthvað langt í það og á meðan er myljandi hagnaður af rekstrinum. Auglýsingatekjur skila 98% tekna en hagnaður síðasta árs nam um 2.600 milljörðum íslenskra króna, sem jafngildir þreföldum heildartekjum íslenska ríkisins. Svona eru persónuupplýsingar okkar og viðvera á miðlinum nú mikils virði. Á árinu sem halda mætti að endanlega hefði verið gengið frá orðspori Facebook jókst hagnaðurinn um 40%. Á meðan svo er má spyrja hvort raunverulegur vilji sé til að gera þær breytingar á vinnubrögðum fyrirtækisins sem krafist er af löggjafanum og almenningi. En batnandi fyrirtækjum er best að lifa og hver veit nema Zuckerberg meini það næst þegar hann biðst afsökunar á stærðarinnar skandal.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun