Heilabrot í Hafnarfirði yfir útihátíðarvöskum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. febrúar 2019 11:00 Kristján Ómar Björnsson er heilsustjóri Nú. Fréttablaðið/Valli Framsýn menntun ehf., sem rekur grunnskólann Nú í Hafnarfirði, fær ekki að svo stöddu samþykki fyrir færanlegum handlaugum í skólastofum sínum og þar með starfsleyfi á nýjum stað. Nú flutti sig um áramótin úr Flatahrauni yfir á Reykjavíkurveg 50. Í skólanum eru sextíu nemendur í þremur efstu bekkjardeildum grunnskóla. „Ætlunin er að hafa færanlegar handlaugar sem hvorki verða tengdar neysluvatnslögn né fráveitu húsnæðisins,“ segir í fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um umsókn skólans. Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri Nú, segir vaskana hafða færanlega til þess að skólastofurnar séu sveigjanlegri. Aðrir skólar hafi sýnt þessari lausn mikinn áhuga.Af tólf vöskum hjá Nú eru þrír færanlegir með fótpumpu.Mynd/Nú„Við bara kærum okkur ekki um að sóa plássi í fastan vask á vegg sem hindrar okkur í að gera þá hluti sem við erum að gera,“ segir Kristján. „Þetta eru færanlegar handlaugar sem fyllt er á vatn – og pumpað upp, svipað og í færanlegum salernum sem notuð eru á útisamkomum – og affall fer í tank sem er tæmdur reglulega,“ útskýrir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar. Heilbrigðisnefndin frestaði afgreiðslu málsins. „Að mati Heilbrigðiseftirlitsins orkaði það tvímælis hvort þessi gerð handlauga stæðist ákvæði hollustuháttareglugerða og var ákveðið að fresta málinu milli funda og óska álits Umhverfisstofnunar á því hvort þessi gerð handlauga stæðist reglugerð,“ segir Hörður. „Við erum sem sagt ekki með fasta vaska í kennslustofunum – eins og gömul reglugerð kveður á um: reglugerð sem var sett 1930 og eitthvað þegar komu upp berklar í Vesturbæjarskóla,“ segir Kristján. Skólinn hafi reyndar notað sömu færanlegu vaska á Flatahrauni í tvö og hálft ár. Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið vaskana út áður og skólinn fengið undanþágu. Að sögn Kristjáns hefur enginn kvartað undan þeim færanlegu vöskum sem eru í skólanum. „Þeir eru jafn oft notaðir og í kennslustofum með hálffullorðið fólk; aldrei.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Framsýn menntun ehf., sem rekur grunnskólann Nú í Hafnarfirði, fær ekki að svo stöddu samþykki fyrir færanlegum handlaugum í skólastofum sínum og þar með starfsleyfi á nýjum stað. Nú flutti sig um áramótin úr Flatahrauni yfir á Reykjavíkurveg 50. Í skólanum eru sextíu nemendur í þremur efstu bekkjardeildum grunnskóla. „Ætlunin er að hafa færanlegar handlaugar sem hvorki verða tengdar neysluvatnslögn né fráveitu húsnæðisins,“ segir í fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um umsókn skólans. Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri Nú, segir vaskana hafða færanlega til þess að skólastofurnar séu sveigjanlegri. Aðrir skólar hafi sýnt þessari lausn mikinn áhuga.Af tólf vöskum hjá Nú eru þrír færanlegir með fótpumpu.Mynd/Nú„Við bara kærum okkur ekki um að sóa plássi í fastan vask á vegg sem hindrar okkur í að gera þá hluti sem við erum að gera,“ segir Kristján. „Þetta eru færanlegar handlaugar sem fyllt er á vatn – og pumpað upp, svipað og í færanlegum salernum sem notuð eru á útisamkomum – og affall fer í tank sem er tæmdur reglulega,“ útskýrir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar. Heilbrigðisnefndin frestaði afgreiðslu málsins. „Að mati Heilbrigðiseftirlitsins orkaði það tvímælis hvort þessi gerð handlauga stæðist ákvæði hollustuháttareglugerða og var ákveðið að fresta málinu milli funda og óska álits Umhverfisstofnunar á því hvort þessi gerð handlauga stæðist reglugerð,“ segir Hörður. „Við erum sem sagt ekki með fasta vaska í kennslustofunum – eins og gömul reglugerð kveður á um: reglugerð sem var sett 1930 og eitthvað þegar komu upp berklar í Vesturbæjarskóla,“ segir Kristján. Skólinn hafi reyndar notað sömu færanlegu vaska á Flatahrauni í tvö og hálft ár. Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið vaskana út áður og skólinn fengið undanþágu. Að sögn Kristjáns hefur enginn kvartað undan þeim færanlegu vöskum sem eru í skólanum. „Þeir eru jafn oft notaðir og í kennslustofum með hálffullorðið fólk; aldrei.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira