Ofsaveður og vegalokanir á Suðurlandi í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 08:47 Búist er við því að veðrið nái hámarki um klukkan 19. Hér má sjá vindaspá Veðurstofunnar fyrir þann tíma. Skjáskot/veðurstofan Gert er ráð fyrir vonskuveðri á sunnanverðu landinu í dag en appelsínugul viðvörun Veðurstofu er í gildi fyrir Suðurland frá því klukkan 15. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað upp úr hádegi. Hlánað hefur það sem af er morgni og eru því minni líkur á skafrenningi sunnantil. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag hvessi jafnt og þétt á landinu þar til seinnipartinn. Almennt verður vindur um 15-23 m/s en staðbundinn 20-28 m/s og hviður við fjöll yfir 40 m/s um landið sunnanvert. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu í gildi á Suðurlandi og gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðausturlandi og Miðhálendi.Bleytan berst við vindinn Snjór þekur meira og minna allt landið og er hann frekar léttur svo ekki þarf mikið til þess að mynda skafrenning. Þó er farið að blotna í efsta laginu á láglendi sunnantil. „[…] og því er ekki útséð hvort blotinn nær að binda snjóinn nægilega til að draga úr eða hindra skafrenning eða hvort vindurinn hafi vinninginn. Oft er þetta bara örfárra sentimetra blotalag efst og undir lúrir frosinn og léttur snjórinn og ef vindurinn nær í hann getur orðið verulega blint. Á heiðum hins vegar verður hlýnunin það lítil að þar mun skafa hressilega,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá getur orðið verulega hált þar sem yfirborð vega og stíga hlánar og því er vert að gæta fóta sinna. Vegalokanir í kortunum Á vef Vegagerðarinnar segir að veðrið nái hámarki um klukkan 19 en lægi um miðnætti. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað eða þeir ófærir í dag og jafnvel fram á morgundaginn. Gert er ráð fyrir því að veginum á milli Hvolsvallar og Víkur verði lokað frá klukkan 12 á hádegi og fram á morgundaginn. Þá má einnig gera ráð fyrir því að veginum um Skeiðarársand og Öræfi verði lokað frá klukkan 16 og einnig lokað þangað til á morgun. Þó ber að athuga að ofantaldar lokanir eru aðeins áætlun og mun allt ráðast af því hvernig veðrið þróast, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veður Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir vonskuveðri á sunnanverðu landinu í dag en appelsínugul viðvörun Veðurstofu er í gildi fyrir Suðurland frá því klukkan 15. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað upp úr hádegi. Hlánað hefur það sem af er morgni og eru því minni líkur á skafrenningi sunnantil. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag hvessi jafnt og þétt á landinu þar til seinnipartinn. Almennt verður vindur um 15-23 m/s en staðbundinn 20-28 m/s og hviður við fjöll yfir 40 m/s um landið sunnanvert. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu í gildi á Suðurlandi og gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðausturlandi og Miðhálendi.Bleytan berst við vindinn Snjór þekur meira og minna allt landið og er hann frekar léttur svo ekki þarf mikið til þess að mynda skafrenning. Þó er farið að blotna í efsta laginu á láglendi sunnantil. „[…] og því er ekki útséð hvort blotinn nær að binda snjóinn nægilega til að draga úr eða hindra skafrenning eða hvort vindurinn hafi vinninginn. Oft er þetta bara örfárra sentimetra blotalag efst og undir lúrir frosinn og léttur snjórinn og ef vindurinn nær í hann getur orðið verulega blint. Á heiðum hins vegar verður hlýnunin það lítil að þar mun skafa hressilega,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá getur orðið verulega hált þar sem yfirborð vega og stíga hlánar og því er vert að gæta fóta sinna. Vegalokanir í kortunum Á vef Vegagerðarinnar segir að veðrið nái hámarki um klukkan 19 en lægi um miðnætti. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað eða þeir ófærir í dag og jafnvel fram á morgundaginn. Gert er ráð fyrir því að veginum á milli Hvolsvallar og Víkur verði lokað frá klukkan 12 á hádegi og fram á morgundaginn. Þá má einnig gera ráð fyrir því að veginum um Skeiðarársand og Öræfi verði lokað frá klukkan 16 og einnig lokað þangað til á morgun. Þó ber að athuga að ofantaldar lokanir eru aðeins áætlun og mun allt ráðast af því hvernig veðrið þróast, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.
Veður Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira