„Finninn fljúgandi“ er látinn Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2019 08:26 Matti Nykänen á Ólympíuleikunum í Calgary í Kanada árið 1988. Getty Matti Nykänen, einn fremsti íþróttamaður í sögu Finnlands, er látinn, 55 ára að aldri. Finnskir fjölmiðlar greina frá því að Nykänen, sem vann til fjölda verðlauna í skíðastökki á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum, hafi andast í nótt. Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferlinum lauk, en hann glímdi við alkóhólisma og afplánaði nokkra fangelsisdóma, meðal annars fyrir hnífstunguárásir. „Finninn fljúgandi“ vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikum og sex á heimsmeistaramótum. Á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 varð hann fyrsti skíðastökkvarinn til að vinna til þrennra gullverðlauna á sömu leikum. Hann vann fyrstu gullverðlaun sín á heimsmeistaramóti árið 1982, þá átján ára gamall, auk þess að hann vann fjórum sinnum heimsbikarinn í skíðastökki – met sem hann deilir einungis með Pólverjanum Adam Małysz. Nykänen lagði skíðin á hilluna árið 1991.Vann mót ölvaður Að ferlinum loknum voru oft sagðar fréttir í finnskum fjölmiðlum af ósæmilegri og glæpsamlegri hegðun þessarar þjóðhetju Finnlands. Glíma Nykänen við áfengi hófst þegar hann var enn að keppa í skíðastökki og ágerðist eftir að ferlinum lauk. Í kvikmynd um manninn frá árinu 2006 sagði fyrrverandi landsliðsþjálfari Finnlands, Matti Pulli, frá keppni á þeim tíma þegar ferill Nykänen stóð sem hæst. „Ég man eitt sinn í Holmenkollen [í Noregi], þá fundum við Matti Nykänen ölvaðan og sofandi klukkan fjögur um nótt. Við héldum á honum upp í rúm og héldum að hann myndi ekki keppa daginn eftir. Vegna þoku var keppni frestað um tvær klukkustundir. Það gaf honum auka tvo tíma til að jafna sig. Hann var ekki allsgáður þegar keppnin stóð yfir, en hann stökk tíu metrum lengra en nokkur annar. Slíkir voru yfirburðirnir,“ segir Pulli.Matti Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferli hans lauk.GettyStakk eiginkonu sína Árið 2004 var Nykänen dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa stungið nágranna sinn með hnífi. Sex árum síðar hlaut hann annan dóm fyrir að stinga þáverandi eiginkonu sína, Mervi Tapola, einnig með hnífi. Nykänen gekk alls fimm sinnum í hjónaband og eignaðist þrjú börn. Andlát Finnland Skíðasvæði Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira
Matti Nykänen, einn fremsti íþróttamaður í sögu Finnlands, er látinn, 55 ára að aldri. Finnskir fjölmiðlar greina frá því að Nykänen, sem vann til fjölda verðlauna í skíðastökki á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum, hafi andast í nótt. Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferlinum lauk, en hann glímdi við alkóhólisma og afplánaði nokkra fangelsisdóma, meðal annars fyrir hnífstunguárásir. „Finninn fljúgandi“ vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikum og sex á heimsmeistaramótum. Á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 varð hann fyrsti skíðastökkvarinn til að vinna til þrennra gullverðlauna á sömu leikum. Hann vann fyrstu gullverðlaun sín á heimsmeistaramóti árið 1982, þá átján ára gamall, auk þess að hann vann fjórum sinnum heimsbikarinn í skíðastökki – met sem hann deilir einungis með Pólverjanum Adam Małysz. Nykänen lagði skíðin á hilluna árið 1991.Vann mót ölvaður Að ferlinum loknum voru oft sagðar fréttir í finnskum fjölmiðlum af ósæmilegri og glæpsamlegri hegðun þessarar þjóðhetju Finnlands. Glíma Nykänen við áfengi hófst þegar hann var enn að keppa í skíðastökki og ágerðist eftir að ferlinum lauk. Í kvikmynd um manninn frá árinu 2006 sagði fyrrverandi landsliðsþjálfari Finnlands, Matti Pulli, frá keppni á þeim tíma þegar ferill Nykänen stóð sem hæst. „Ég man eitt sinn í Holmenkollen [í Noregi], þá fundum við Matti Nykänen ölvaðan og sofandi klukkan fjögur um nótt. Við héldum á honum upp í rúm og héldum að hann myndi ekki keppa daginn eftir. Vegna þoku var keppni frestað um tvær klukkustundir. Það gaf honum auka tvo tíma til að jafna sig. Hann var ekki allsgáður þegar keppnin stóð yfir, en hann stökk tíu metrum lengra en nokkur annar. Slíkir voru yfirburðirnir,“ segir Pulli.Matti Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferli hans lauk.GettyStakk eiginkonu sína Árið 2004 var Nykänen dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa stungið nágranna sinn með hnífi. Sex árum síðar hlaut hann annan dóm fyrir að stinga þáverandi eiginkonu sína, Mervi Tapola, einnig með hnífi. Nykänen gekk alls fimm sinnum í hjónaband og eignaðist þrjú börn.
Andlát Finnland Skíðasvæði Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira