Þingmaður Pírata segir algert valdamisvægi milli miðflokksmanna og Báru Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 08:04 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Fréttablaðið/Ernir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir algert valdamisvægi ríkja á milli þingmanna Miðflokksins og Báru Halldórsdóttur sem tók upp samtal þeirra á barnum Klaustri í nóvember. Þingmennirnir hafa kært hana til Persónuverndar og undirbúið málsókn. Í færslu á Facebook-síðu sinni fullyrðir Þórhildur Sunna að fjórir þingmenn, sem séu handhafar löggjafarvalds og njóti þinghelgi, beiti nú fyrir sig dómskerfinu og framkvæmdarvaldinu til þess að koma höggi á uppljóstrara sem „upplýsti almenning um spillingargort og haturstal þingmannanna“. Vísar hún til kæru miðflokksmanna til Persónuverndar og málaferli sem þeir hafi lagt drög að vegna upptakanna sem hún gerði. Á sama tíma neiti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson að sitja fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og ekkert fréttist frá ríkissaksóknara um rannsókn á því sem Þórhildur Sunna kallar „spillingargort“ þingmannanna. Á upptökunum heyrðust þingmennirnir meðal annars ræða um einhvers konar samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um sendiherrastól fyrir Gunnar Braga og virðist Þórhildur Sunna vísa til þess.Varar við „meðvirkniskasti“ dóms- og framkvæmdavalds Telur Þórhildur Sunna að þó að dómsvaldið hafi í fyrstu atrennu neitað að beita sér gegn Báru sé ekki vitað hvað gerist höfði þingmennirnir mál gegn henni. Þá megi tíðinda líklega fara að vænta af meðferð Persónuverndar á kæru þingmannanna. Í þessu ljósi segir Þórhildur Sunna að valdamisvægið á milli þingmannanna annars vegar og Báru hins vegar algert. „Þingmenn varðir þinghelgi og góðum efnum beita fyrir sig báðum hinum öngum ríkisvaldsins gegn konu sem ríkið skammtar lúsarlaun,“ skrifar þingkonan sem segist vona að íslensk lög séu nægilega sterk til að verja uppljóstrara eins og Báru. Miklu skipti hvort að framkvæmda- og dómsvaldið kjósi að standa með rétti almennings til upplýsinga og gegn spillingu og valdníðslu eða „velji meðvirkniskast með þessum ábyrgðarlausu og tuddalegu þingmönnum“. „Því þrátt fyrir valdastöðu sína þá eru þingmennirnir ekki ósnertanlegir ef kerfið ákveður að standa með almenningi frekar en þeim sem valdið hafa,“ skrifar Þórhildur Sunna. Alþingi Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir algert valdamisvægi ríkja á milli þingmanna Miðflokksins og Báru Halldórsdóttur sem tók upp samtal þeirra á barnum Klaustri í nóvember. Þingmennirnir hafa kært hana til Persónuverndar og undirbúið málsókn. Í færslu á Facebook-síðu sinni fullyrðir Þórhildur Sunna að fjórir þingmenn, sem séu handhafar löggjafarvalds og njóti þinghelgi, beiti nú fyrir sig dómskerfinu og framkvæmdarvaldinu til þess að koma höggi á uppljóstrara sem „upplýsti almenning um spillingargort og haturstal þingmannanna“. Vísar hún til kæru miðflokksmanna til Persónuverndar og málaferli sem þeir hafi lagt drög að vegna upptakanna sem hún gerði. Á sama tíma neiti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson að sitja fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og ekkert fréttist frá ríkissaksóknara um rannsókn á því sem Þórhildur Sunna kallar „spillingargort“ þingmannanna. Á upptökunum heyrðust þingmennirnir meðal annars ræða um einhvers konar samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um sendiherrastól fyrir Gunnar Braga og virðist Þórhildur Sunna vísa til þess.Varar við „meðvirkniskasti“ dóms- og framkvæmdavalds Telur Þórhildur Sunna að þó að dómsvaldið hafi í fyrstu atrennu neitað að beita sér gegn Báru sé ekki vitað hvað gerist höfði þingmennirnir mál gegn henni. Þá megi tíðinda líklega fara að vænta af meðferð Persónuverndar á kæru þingmannanna. Í þessu ljósi segir Þórhildur Sunna að valdamisvægið á milli þingmannanna annars vegar og Báru hins vegar algert. „Þingmenn varðir þinghelgi og góðum efnum beita fyrir sig báðum hinum öngum ríkisvaldsins gegn konu sem ríkið skammtar lúsarlaun,“ skrifar þingkonan sem segist vona að íslensk lög séu nægilega sterk til að verja uppljóstrara eins og Báru. Miklu skipti hvort að framkvæmda- og dómsvaldið kjósi að standa með rétti almennings til upplýsinga og gegn spillingu og valdníðslu eða „velji meðvirkniskast með þessum ábyrgðarlausu og tuddalegu þingmönnum“. „Því þrátt fyrir valdastöðu sína þá eru þingmennirnir ekki ósnertanlegir ef kerfið ákveður að standa með almenningi frekar en þeim sem valdið hafa,“ skrifar Þórhildur Sunna.
Alþingi Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent