Margir mögulega bótaskyldir vegna United Silicon Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. febrúar 2019 07:15 Kísilveri United Silicon var lokað í september 2017. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það er ljóst að höfuðábyrgðin virðist liggja í höndum framkvæmdastjóra United Silicon. Síðan brestur margt bæði hjá opinberum aðilum og ráðgjöfum í verkefninu,“ segir Stefán Árni Auðólfsson lögmaður sem unnið hefur skýrslu fyrir fimm lífeyrissjóði sem fjárfestu í United Silicon. „Þá kemur bara til skoðunar hvort þessir aðilar gætu hafa bakað sér bótaskyldu með atferli sínu eða jafnvel athafnaleysi,“ heldur Stefán Árni áfram. Félagið sem rak kísilverksmiðju í Helguvík var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar í fyrra. Stjórnir lífeyrissjóðanna fimm kærðu síðan Magnús Garðarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra United Silicon, fyrir sinn þátt en einnig lýstu sjóðirnir kröfum í þrotabú félagsins. Í skýrslunni leggur Stefán Árni til að frekari gagna verði aflað til að hægt verði að leggja skýrara mat á mögulega bótaskyldu verkfræðistofa, sem fengnar voru til að leggja mat á áætlanir, og endurskoðenda félagsins. Segir að ákvarðanir um fjárfestingar hafi að hluta til verið teknar á grundvelli vinnu og gagna þessara aðila. Þá verði ekki hjá því komist að virtum athugasemdum Ríkisendurskoðunar að skoða frekar þá þætti sem snúa að opinberum aðilum. Er þar vísað til vinnu við mat á umhverfisáhrifum, útgáfu starfsleyfa og gerð fjárfestingarsamninga um ríkisaðstoð og ívilnanir. Eðlilegt sé að lífeyrissjóðirnir kanni rétt sinn gagnvart þessum opinberu aðilum enda hafi umrædd atriði verið meðal lykilforsendna fjárfestinganna. Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabúsins, segir tvö skaðabótamál í gangi gegn Magnúsi Garðarssyni. „Svo hefur verið höfðað mál á hendur endurskoðendum fyrirtækisins vegna hlutafjárhækkana en það eru líka önnur máli í gangi hjá þrotabúinu. Ég tel að það sé töluvert eftir af þessu ferli.“ Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
„Það er ljóst að höfuðábyrgðin virðist liggja í höndum framkvæmdastjóra United Silicon. Síðan brestur margt bæði hjá opinberum aðilum og ráðgjöfum í verkefninu,“ segir Stefán Árni Auðólfsson lögmaður sem unnið hefur skýrslu fyrir fimm lífeyrissjóði sem fjárfestu í United Silicon. „Þá kemur bara til skoðunar hvort þessir aðilar gætu hafa bakað sér bótaskyldu með atferli sínu eða jafnvel athafnaleysi,“ heldur Stefán Árni áfram. Félagið sem rak kísilverksmiðju í Helguvík var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar í fyrra. Stjórnir lífeyrissjóðanna fimm kærðu síðan Magnús Garðarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra United Silicon, fyrir sinn þátt en einnig lýstu sjóðirnir kröfum í þrotabú félagsins. Í skýrslunni leggur Stefán Árni til að frekari gagna verði aflað til að hægt verði að leggja skýrara mat á mögulega bótaskyldu verkfræðistofa, sem fengnar voru til að leggja mat á áætlanir, og endurskoðenda félagsins. Segir að ákvarðanir um fjárfestingar hafi að hluta til verið teknar á grundvelli vinnu og gagna þessara aðila. Þá verði ekki hjá því komist að virtum athugasemdum Ríkisendurskoðunar að skoða frekar þá þætti sem snúa að opinberum aðilum. Er þar vísað til vinnu við mat á umhverfisáhrifum, útgáfu starfsleyfa og gerð fjárfestingarsamninga um ríkisaðstoð og ívilnanir. Eðlilegt sé að lífeyrissjóðirnir kanni rétt sinn gagnvart þessum opinberu aðilum enda hafi umrædd atriði verið meðal lykilforsendna fjárfestinganna. Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabúsins, segir tvö skaðabótamál í gangi gegn Magnúsi Garðarssyni. „Svo hefur verið höfðað mál á hendur endurskoðendum fyrirtækisins vegna hlutafjárhækkana en það eru líka önnur máli í gangi hjá þrotabúinu. Ég tel að það sé töluvert eftir af þessu ferli.“
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira