Tímamót á Seltjarnarnesi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Nýja hjúkrunarheimilið er hið glæsilegasta. Fréttablaðið/Seltjarnarnesbær Fjórum árum og átta mánuðum eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð 1 á Seltjarnarnesi er heimilið nú fullklárað. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær stóðu saman að framkvæmdunum. „Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins,“ segir í fréttatilkynningu frá bænum. Í dag klukkan 13.00 verður vígsluathöfn hjúkrunarheimilisins við Safnatröð þar sem boðið verður upp á sérstaka hátíðardagskrá auk þess sem klippt verður á borða og húsið blessað. Við það tækifæri verður nafn hjúkrunarheimilisins jafnframt kynnt. Samkvæmt upplýsingum frá Seltjarnarnesbæ er hjúkrunarheimilið hið glæsilegasta. Það samanstendur af fjórum heimilum, hvert og eitt með tíu herbergjum. Alls eru þetta því 40 hjúkrunarrými ásamt kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu. „Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu,“ segir í fréttatilkynningunni. „Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum.“ Hjúkrunarheimilið verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu sem felur í sér sameiningu á helstu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hafa upp á að bjóða. „Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu, þar sem starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag.“ Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti, einkahlutafélagi í eigu ríkisins, að annast rekstur hjúkrunarheimilisins og er gert ráð fyrir því að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Fjórum árum og átta mánuðum eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð 1 á Seltjarnarnesi er heimilið nú fullklárað. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær stóðu saman að framkvæmdunum. „Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins,“ segir í fréttatilkynningu frá bænum. Í dag klukkan 13.00 verður vígsluathöfn hjúkrunarheimilisins við Safnatröð þar sem boðið verður upp á sérstaka hátíðardagskrá auk þess sem klippt verður á borða og húsið blessað. Við það tækifæri verður nafn hjúkrunarheimilisins jafnframt kynnt. Samkvæmt upplýsingum frá Seltjarnarnesbæ er hjúkrunarheimilið hið glæsilegasta. Það samanstendur af fjórum heimilum, hvert og eitt með tíu herbergjum. Alls eru þetta því 40 hjúkrunarrými ásamt kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu. „Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu,“ segir í fréttatilkynningunni. „Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum.“ Hjúkrunarheimilið verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu sem felur í sér sameiningu á helstu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hafa upp á að bjóða. „Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu, þar sem starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag.“ Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti, einkahlutafélagi í eigu ríkisins, að annast rekstur hjúkrunarheimilisins og er gert ráð fyrir því að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira