Stærsti fentanýlfundur sögunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 07:15 Efnin voru falin meðal mexíkóskra matvæla. Ap/Mamta Popat Landamæraverðir á suðurlandamærum Bandaríkjanna greindu frá því í gærkvöldi að þeir hafi lagt hald á 114 kíló af lyfinu fentanýl en aldrei hefur verið lagt hald á meira magn lyfsins í einu lagi. Fyrra met hljóðaði upp á um 66 kíló. Fentanýl er ein útbreiddasta tegundin af slíkum ópíóðalyfjum sem ollið hafa faraldri í Bandaríkjunum og víðar um heim síðustu ár. Talið er að um 16 þúsund manns hafi orðið fentanýl að bráð í Bandaríkjunum árið 2016. Landamæraverðir lýstu því á blaðamannafundi í gær að styrkleiki fentanýlsins sem fannst í gær hafi verið slíkur að það hefði hæglega geta orðið einhverjum að bana. Söluandvirði efnanna sem haldlögð voru er þrjár og hálf milljón dollara. Í sömu smyglsendingu var einnig verið að smygla tæpum 180 kílóum af metamfetamíni. Mexíkóskir smyglhringir eru einna helst sagðir flytja fíkniefnin til Bandaríkjanna í fólksbílum eða í kerrum. Fentanýlkílóin 114 sem fundust í gær voru þannig falin í leynilegu hólfi bifreiðar sem ætlað var að flytja mexíkósk matvæli yfir landamærin. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkaði landamæravörðum fyrir vel unnin störf á Twitter-síðu sinni í gærkvöld.Our great U.S. Border Patrol Agents made the biggest Fentanyl bust in our Country's history. Thanks, as always, for a job well done!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 1, 2019 Bandaríkin Lyf Mexíkó Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Landamæraverðir á suðurlandamærum Bandaríkjanna greindu frá því í gærkvöldi að þeir hafi lagt hald á 114 kíló af lyfinu fentanýl en aldrei hefur verið lagt hald á meira magn lyfsins í einu lagi. Fyrra met hljóðaði upp á um 66 kíló. Fentanýl er ein útbreiddasta tegundin af slíkum ópíóðalyfjum sem ollið hafa faraldri í Bandaríkjunum og víðar um heim síðustu ár. Talið er að um 16 þúsund manns hafi orðið fentanýl að bráð í Bandaríkjunum árið 2016. Landamæraverðir lýstu því á blaðamannafundi í gær að styrkleiki fentanýlsins sem fannst í gær hafi verið slíkur að það hefði hæglega geta orðið einhverjum að bana. Söluandvirði efnanna sem haldlögð voru er þrjár og hálf milljón dollara. Í sömu smyglsendingu var einnig verið að smygla tæpum 180 kílóum af metamfetamíni. Mexíkóskir smyglhringir eru einna helst sagðir flytja fíkniefnin til Bandaríkjanna í fólksbílum eða í kerrum. Fentanýlkílóin 114 sem fundust í gær voru þannig falin í leynilegu hólfi bifreiðar sem ætlað var að flytja mexíkósk matvæli yfir landamærin. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkaði landamæravörðum fyrir vel unnin störf á Twitter-síðu sinni í gærkvöld.Our great U.S. Border Patrol Agents made the biggest Fentanyl bust in our Country's history. Thanks, as always, for a job well done!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 1, 2019
Bandaríkin Lyf Mexíkó Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira