Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi Sveinn Arnarsson skrifar 19. febrúar 2019 06:00 Skjólstæðingar á biðstofunni í heilsugæslunni í Efstaleiti sem er ein 15 stöðva á höfuðborgarsvæðinu. vísir/gva Skortur er á heilsugæslulæknum á stórum svæðum vítt og breitt um landið og segir formaður Félags heilsugæslulækna stöðuna ekki bjóðandi nútímafólki hér á landi. Hún telur að það þurfi að fjölga nemum í heilsugæslulækningum á næstu árum til að anna eftirspurn. Félag heilsugæslulækna hefur lagt inn umsögn um heilbrigðisáætlun til ársins 2030 sem nú liggur fyrir þinginu. Þar er farið yfir að mönnunarvandi sé nokkuð mikill og úrbóta þörf. „Það er skortur á heilsugæslulæknum á stórum svæðum úti á landi. Hún er brotakennd og það er stóra vandamálið. Það er verið að redda málunum með afleysingum til skamms tíma og er eiginlega ekki nútímafólki bjóðandi,“ segir Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta telur að heilsugæsluna þurfi að efla markvisst á næstu árum og fjölga læknum. Hún bendir á að nú séu um 200 heilsugæslulæknar í landinu en þurfi að vera um 400 til að það standist samanburð við Norðurlöndin. „Það er þannig að víðast hvar er miðað við að heimilislæknar séu þriðjungur lækna. Með því yrði heilsugæslan þessi grunnstoð sem allir tala um í hátíðarræðu. Þá er talað um heilsugæsluna sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins.“ Hún segir reikningsdæmið ekki vera flókið. „Við erum um 200 núna og á sama tíma erum við að útskrifa um átta á ári og helmingur heilsugæslulækna hættir á næsta áratug vegna aldurs,“ segir Salóme Ásta. „Við getum hæglega fjölgað nemum í heilsugæslulækningum en það vantar fjármagn frá hinu opinbera til að það verði að veruleika. Það eru einstaklingar sem vilja vera heimilislæknar en það er bara ekki pláss fyrir fleiri en 40 nema í einu.“ „Heilsugæslan er orðinn fyrsti viðkomustaður sjúklinga úti á landi. Hins vegar höfum við klárlega ekki náð því hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem kerfið er örlítið flóknara en þó ekki mjög,“ segir Salóme Ásta. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Skortur er á heilsugæslulæknum á stórum svæðum vítt og breitt um landið og segir formaður Félags heilsugæslulækna stöðuna ekki bjóðandi nútímafólki hér á landi. Hún telur að það þurfi að fjölga nemum í heilsugæslulækningum á næstu árum til að anna eftirspurn. Félag heilsugæslulækna hefur lagt inn umsögn um heilbrigðisáætlun til ársins 2030 sem nú liggur fyrir þinginu. Þar er farið yfir að mönnunarvandi sé nokkuð mikill og úrbóta þörf. „Það er skortur á heilsugæslulæknum á stórum svæðum úti á landi. Hún er brotakennd og það er stóra vandamálið. Það er verið að redda málunum með afleysingum til skamms tíma og er eiginlega ekki nútímafólki bjóðandi,“ segir Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta telur að heilsugæsluna þurfi að efla markvisst á næstu árum og fjölga læknum. Hún bendir á að nú séu um 200 heilsugæslulæknar í landinu en þurfi að vera um 400 til að það standist samanburð við Norðurlöndin. „Það er þannig að víðast hvar er miðað við að heimilislæknar séu þriðjungur lækna. Með því yrði heilsugæslan þessi grunnstoð sem allir tala um í hátíðarræðu. Þá er talað um heilsugæsluna sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins.“ Hún segir reikningsdæmið ekki vera flókið. „Við erum um 200 núna og á sama tíma erum við að útskrifa um átta á ári og helmingur heilsugæslulækna hættir á næsta áratug vegna aldurs,“ segir Salóme Ásta. „Við getum hæglega fjölgað nemum í heilsugæslulækningum en það vantar fjármagn frá hinu opinbera til að það verði að veruleika. Það eru einstaklingar sem vilja vera heimilislæknar en það er bara ekki pláss fyrir fleiri en 40 nema í einu.“ „Heilsugæslan er orðinn fyrsti viðkomustaður sjúklinga úti á landi. Hins vegar höfum við klárlega ekki náð því hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem kerfið er örlítið flóknara en þó ekki mjög,“ segir Salóme Ásta.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira