Jón eða séra Jóna Haukur Örn Birgisson skrifar 19. febrúar 2019 07:00 „Kynbundinn launamunur reyndist hins vegar vera 4,3% þegar greining var gerð á öllu úrtakinu,“ segir í glænýju svari forsætisráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar þingmanns um stöðuna á kynbundnum launamun innan stjórnarráðsins, þ.e. á meðal starfsmanna ráðuneytanna. Oftar en ekki rata upplýsingar um svona gróft og ástæðulaust kynjamisrétti í fjölmiðla og er haldið á lofti með háværum kröfum verkalýðsforystunnar, femínista og stjórnmálamanna um tafarlausar úrbætur. Að þessu sinni kvað við annan tón. Það voru engin mótmæli og enginn sá ástæðu til að senda frá sér ályktun eða tjá sig við fjölmiðla, a.m.k. ekki svo ég hafi orðið þess var. Ætli ástæða þess hafi verið sú að launamunurinn var starfskonum ráðuneytanna í hag? Þær voru nefnilega með hærri laun en karlarnir. Kannski felst minna óréttlæti í því. Ég leyfi mér reyndar að efast um að nokkurt einasta fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag ákveði viljandi að greiða konu lægri laun heldur en karlmanni fyrir sömu vinnuna – nú eða öfugt. Enginn hefur slíkan ásetning og ég hef aldrei heyrt nokkra manneskju nafngreinda í því samhengi. Næg ættu samt dæmin að vera, miðað við umræðuna. Á launamuninum eru nefnilega aðrar skýringar en kynferði en í vandaðri skýrslu velferðarráðuneytisins „Launamunur karla og kvenna“, frá því í maí 2015, sögðu skýrsluhöfundar að þeir gætu „ekki með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis“. Hverju sem þessu líður þá treysti ég því að karlkyns starfsmönnum stjórnarráðsins verði sýndur skilningur þegar þeir ákveða að leggja niður störf í dag kl. 15:39 til að vekja athygli á þessu gargandi óréttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Jafnréttismál Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
„Kynbundinn launamunur reyndist hins vegar vera 4,3% þegar greining var gerð á öllu úrtakinu,“ segir í glænýju svari forsætisráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar þingmanns um stöðuna á kynbundnum launamun innan stjórnarráðsins, þ.e. á meðal starfsmanna ráðuneytanna. Oftar en ekki rata upplýsingar um svona gróft og ástæðulaust kynjamisrétti í fjölmiðla og er haldið á lofti með háværum kröfum verkalýðsforystunnar, femínista og stjórnmálamanna um tafarlausar úrbætur. Að þessu sinni kvað við annan tón. Það voru engin mótmæli og enginn sá ástæðu til að senda frá sér ályktun eða tjá sig við fjölmiðla, a.m.k. ekki svo ég hafi orðið þess var. Ætli ástæða þess hafi verið sú að launamunurinn var starfskonum ráðuneytanna í hag? Þær voru nefnilega með hærri laun en karlarnir. Kannski felst minna óréttlæti í því. Ég leyfi mér reyndar að efast um að nokkurt einasta fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag ákveði viljandi að greiða konu lægri laun heldur en karlmanni fyrir sömu vinnuna – nú eða öfugt. Enginn hefur slíkan ásetning og ég hef aldrei heyrt nokkra manneskju nafngreinda í því samhengi. Næg ættu samt dæmin að vera, miðað við umræðuna. Á launamuninum eru nefnilega aðrar skýringar en kynferði en í vandaðri skýrslu velferðarráðuneytisins „Launamunur karla og kvenna“, frá því í maí 2015, sögðu skýrsluhöfundar að þeir gætu „ekki með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis“. Hverju sem þessu líður þá treysti ég því að karlkyns starfsmönnum stjórnarráðsins verði sýndur skilningur þegar þeir ákveða að leggja niður störf í dag kl. 15:39 til að vekja athygli á þessu gargandi óréttlæti.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun