Far Cry New Dawn: Sama formúlan sem heldur þó enn Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2019 09:00 Leikurinn er mjög litríkur. Ef til vill væri hægt að lýsa honum sem einhversskonar blöndu af Mad Max og Avatar. Ubisoft Það er nokkuð langt um liðið síðan heimurinn (Spennuspillir) fuðraði upp í kjarnorkueldi í lok Far Cry 5. Íbúar Hope-sýslu í Montana eru komnir upp úr neðanjarðarbyrgjum sínum og allt gekk þeim í haginn í fyrstu. Þá komu The Highwaymen og fóru að valda usla. Íbúar sýslunnar þurfa nú nýja hetju til að berjast gegn þeim og leiðtogum þeirra, Tvíburunum.Spilarar Far Cry New Dawn setja sig í spor enn einnar nafnlausrar og mállausrar hetjunnar og murka lífið úr öllum sem í vegi þeirra standa. Það gera þeir með skemmtilegum vopnum, farartækjum og öðrum græjum sem einkennast af heimsendi. Vondu karlar leiksins, The Higwaymen, eru leiddir af tvíburunum Mickey og Lou. Það sem þið þurfið að vita er að þær eru vondar. Þær eru voða lítið meira en það. Vondar. Það eru fáir leikjaframleiðendur sem skapa hressari opna heima en Ubisoft, eins og þeir hafa gert með Far Cry leikina, Assassins Creed, Ghost Recon Wildlands og fleiri. Heimar þessir eru sjaldan mjög djúpir þó þar sé iðulega mikið líf og mikill hasar. Að mínu viti er New Dawn heimurinn með þeim skemmtilegri. Hann er í stuttu máli sagt; skemmtilega klikkaður. Hann er þó lítill. Minni en Far Cry 5, þó að þetta sé í raun sami heimurinn, bara verr farinn, þar sem sautján ár eru liðin frá enda FC5. Gallinn er að það er ekki mikið um nýjungar í þessum leik. Þær eru nokkrar og að miklu leyti eru þær góðar. Haldið er í nýja fyrirkomulagiFlokkakerfi fyrir peninga Ein breytingin sem hefur verið gerð er sú að vondir karlar og vopn leiksins eru sett í fjóra mismunandi flokka. Ef þú ert með drasl byssu er nánast ómögulegt að ráða við fjórða flokks vondan karl. Ef satt skal segja þá er ég ekki alveg viss um hvað mér finnst um þetta fyrirkomulag. Það gerði Ubisoft kleift að draga aðeins meira úr FCND með því að láta spilara takast á við sömu verkefnin aftur. Til að byggja betri byssur, betri bíla og betra allt þurfa spilarar að uppfæra virkið sitt og ráða sérfræðinga. Til að gera það þurfa þeir að safna etanóli, sem er notað sem eldsneyti, og til þess að safna því þurfa spilarar að taka sérstakar stöðvar óvinanna, eins og í svo til gott sem öllum Far Cry leikjunum hingað til. Til að fá meira etanól, geta spilarar yfirgefið þessar stöðvar svo vondu karlarnir taka þær aftur með öflugri óvinum. Spilarar þurfa þá að taka stöðvarnar aftur og fá enn meira etanól. Þetta er í raun grundvöllur leiksins. Endurtekning og grind spila stóran sess í FCND. Nema spilarar verji alvöru peningum til að uppfæra vopnin sín eins fljótt og þeir geta. Það er í boði og manni finnst eins og þessar endurtekningar séu hannaðar til að fá mann til að draga fram veskið. Sem er, eins og alltaf, pirrandi. Ég er svo sem ekkert á móti því að framleiðendur bjóði spilurum að stytta sér leið með að eyða eigin peningum en það er verra þegar stór hluti leikja virðist hannaður til þess að fá mann til að gera það. Þó að maður þurfi að endurtaka hlutina er ég það mikill aðdáandi Far Cry leikjanna að það fer skringilega lítið í taugarnar á mér. Mér finnst gaman að finna nýjar og frumlegar leiðir til að leysa sífellt erfiðari verkefni gegn sífellt erfiðari óvinum.Tvíburarnir og Joseph Seed.UbisoftSaga FCND er framhald af FC5. Joseph Seed og söguhetja þess leiks lifðu af í neðanjarðarbyrgi og við fáum meira að segja að hitta söguhetjuna sjálfa. Fylgjendur Joshep Seed eru saklausari en þeir voru áður. Í FC5 slátruðu þeir íbúum Hope-sýslu og heilaþvoðu þá. Nú eiga þeir að vera óttalegir sakleysingjar sem hafa hafnað allri tækni en þeir eru einstaklega góðir með boga og örvar. Íbúarnir sem Seed og félagar kvöldu á árum áður þurfa að leita hjálpar hjá þeim til að berjast gegn vondu körlunum. Stór hluti sögunnar snýst um Joseph Seed og leyndarmál hans. Varðandi sögu FCND, þá er hún stutt, enda er leikurinn ekki í fullri stærð, ef svo má að orði komast. FCND er einhvers staðar á milli aukapakka og leiks. Helstu verkefni leiksins eru þó tiltölulega fjölbreytt og nokkur skara úr. Sérstaklega eitt sem gerist í tilteknu fangelsi og maður þarf að laumast um, drepa fangelsisstjórann, stela af honum og flýja. Hliðarverkefnin eru ekki svo góð einhvern veginn. Þau snúast flest um að finna fjársjóði eða sérfræðinga í virkið og eru frekar einsleit. Eins og í síðasta Far Cry leik er hægt að vera með fylgjendur, tölvustýrðar persónur sem eiga að hjálpa manni. Þær eru þó meira fyrir manni en annað. Það er þó einnig hægt að spila með vini sínum, sem er án efa mun skemmtilegra en ég hafði ekki tök á að prófa það.Samantekt-ish Mér finnst ég vera búinn að skrifa þessa næstu línu, eða eitthvað á þá leið, ansi oft. Far Cry New Dawn er þrusu skemmtilegur þó hann sé alls ekki gallalaus. Ubisoft gerir skemmtilega heima sem einkennast af usla og hasar. Það er það sem Far Cry leikirnir gera best, að skapa óreiðu og vera eitt stórt leiksvæði. Það er gert mjög vel í þessu tilfelli og það sakar varla þó sagan sé ekki svo áhugaverð. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Það er nokkuð langt um liðið síðan heimurinn (Spennuspillir) fuðraði upp í kjarnorkueldi í lok Far Cry 5. Íbúar Hope-sýslu í Montana eru komnir upp úr neðanjarðarbyrgjum sínum og allt gekk þeim í haginn í fyrstu. Þá komu The Highwaymen og fóru að valda usla. Íbúar sýslunnar þurfa nú nýja hetju til að berjast gegn þeim og leiðtogum þeirra, Tvíburunum.Spilarar Far Cry New Dawn setja sig í spor enn einnar nafnlausrar og mállausrar hetjunnar og murka lífið úr öllum sem í vegi þeirra standa. Það gera þeir með skemmtilegum vopnum, farartækjum og öðrum græjum sem einkennast af heimsendi. Vondu karlar leiksins, The Higwaymen, eru leiddir af tvíburunum Mickey og Lou. Það sem þið þurfið að vita er að þær eru vondar. Þær eru voða lítið meira en það. Vondar. Það eru fáir leikjaframleiðendur sem skapa hressari opna heima en Ubisoft, eins og þeir hafa gert með Far Cry leikina, Assassins Creed, Ghost Recon Wildlands og fleiri. Heimar þessir eru sjaldan mjög djúpir þó þar sé iðulega mikið líf og mikill hasar. Að mínu viti er New Dawn heimurinn með þeim skemmtilegri. Hann er í stuttu máli sagt; skemmtilega klikkaður. Hann er þó lítill. Minni en Far Cry 5, þó að þetta sé í raun sami heimurinn, bara verr farinn, þar sem sautján ár eru liðin frá enda FC5. Gallinn er að það er ekki mikið um nýjungar í þessum leik. Þær eru nokkrar og að miklu leyti eru þær góðar. Haldið er í nýja fyrirkomulagiFlokkakerfi fyrir peninga Ein breytingin sem hefur verið gerð er sú að vondir karlar og vopn leiksins eru sett í fjóra mismunandi flokka. Ef þú ert með drasl byssu er nánast ómögulegt að ráða við fjórða flokks vondan karl. Ef satt skal segja þá er ég ekki alveg viss um hvað mér finnst um þetta fyrirkomulag. Það gerði Ubisoft kleift að draga aðeins meira úr FCND með því að láta spilara takast á við sömu verkefnin aftur. Til að byggja betri byssur, betri bíla og betra allt þurfa spilarar að uppfæra virkið sitt og ráða sérfræðinga. Til að gera það þurfa þeir að safna etanóli, sem er notað sem eldsneyti, og til þess að safna því þurfa spilarar að taka sérstakar stöðvar óvinanna, eins og í svo til gott sem öllum Far Cry leikjunum hingað til. Til að fá meira etanól, geta spilarar yfirgefið þessar stöðvar svo vondu karlarnir taka þær aftur með öflugri óvinum. Spilarar þurfa þá að taka stöðvarnar aftur og fá enn meira etanól. Þetta er í raun grundvöllur leiksins. Endurtekning og grind spila stóran sess í FCND. Nema spilarar verji alvöru peningum til að uppfæra vopnin sín eins fljótt og þeir geta. Það er í boði og manni finnst eins og þessar endurtekningar séu hannaðar til að fá mann til að draga fram veskið. Sem er, eins og alltaf, pirrandi. Ég er svo sem ekkert á móti því að framleiðendur bjóði spilurum að stytta sér leið með að eyða eigin peningum en það er verra þegar stór hluti leikja virðist hannaður til þess að fá mann til að gera það. Þó að maður þurfi að endurtaka hlutina er ég það mikill aðdáandi Far Cry leikjanna að það fer skringilega lítið í taugarnar á mér. Mér finnst gaman að finna nýjar og frumlegar leiðir til að leysa sífellt erfiðari verkefni gegn sífellt erfiðari óvinum.Tvíburarnir og Joseph Seed.UbisoftSaga FCND er framhald af FC5. Joseph Seed og söguhetja þess leiks lifðu af í neðanjarðarbyrgi og við fáum meira að segja að hitta söguhetjuna sjálfa. Fylgjendur Joshep Seed eru saklausari en þeir voru áður. Í FC5 slátruðu þeir íbúum Hope-sýslu og heilaþvoðu þá. Nú eiga þeir að vera óttalegir sakleysingjar sem hafa hafnað allri tækni en þeir eru einstaklega góðir með boga og örvar. Íbúarnir sem Seed og félagar kvöldu á árum áður þurfa að leita hjálpar hjá þeim til að berjast gegn vondu körlunum. Stór hluti sögunnar snýst um Joseph Seed og leyndarmál hans. Varðandi sögu FCND, þá er hún stutt, enda er leikurinn ekki í fullri stærð, ef svo má að orði komast. FCND er einhvers staðar á milli aukapakka og leiks. Helstu verkefni leiksins eru þó tiltölulega fjölbreytt og nokkur skara úr. Sérstaklega eitt sem gerist í tilteknu fangelsi og maður þarf að laumast um, drepa fangelsisstjórann, stela af honum og flýja. Hliðarverkefnin eru ekki svo góð einhvern veginn. Þau snúast flest um að finna fjársjóði eða sérfræðinga í virkið og eru frekar einsleit. Eins og í síðasta Far Cry leik er hægt að vera með fylgjendur, tölvustýrðar persónur sem eiga að hjálpa manni. Þær eru þó meira fyrir manni en annað. Það er þó einnig hægt að spila með vini sínum, sem er án efa mun skemmtilegra en ég hafði ekki tök á að prófa það.Samantekt-ish Mér finnst ég vera búinn að skrifa þessa næstu línu, eða eitthvað á þá leið, ansi oft. Far Cry New Dawn er þrusu skemmtilegur þó hann sé alls ekki gallalaus. Ubisoft gerir skemmtilega heima sem einkennast af usla og hasar. Það er það sem Far Cry leikirnir gera best, að skapa óreiðu og vera eitt stórt leiksvæði. Það er gert mjög vel í þessu tilfelli og það sakar varla þó sagan sé ekki svo áhugaverð.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira