Þetta staðfestir Rúnar Freyr Gíslason sem er í framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar.
Á úrslitakvöldinu keppa fimm lög í fyrri umferð en aðeins tvö lög komast í hið svokallaða einvígi. Í staðinn fyrir að atkvæðin „núllist út“ fyrir einvígið taka lögin tvö með sér í úrslit þau atkvæði sem þau fengu úr símakosningu og frá dómnefnd úr fyrri umferð lokakvöldsins.

Rúnar Freyr segir að breytingin sé einn liður í sífelldri þróun söngvakeppninnar og að framkvæmdastjórnin sé vakandi fyrir nýjum leiðum til að bæta fyrirkomulag hennar.
Rúnar Freyr segir að þegar nær dregur úrslitum verði greint frá því hvaða fólk það sé sem skipar dómnefndina.