„Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 20:00 Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. Stafrænt kynferðisofbeldi er þegar einhvern birtir, dreifir, geymir eða hótar að dreifa texta og/eða myndefni þar sem manneskja er sýnd nakin eða á kynferðislegan hátt gegn vilja hennar en María hefur framkvæmt rannsókn og greint mál og dóma sem hafa komið á borð Íslenska réttarkerfisins. Á málþingi sem fram fór í dag benti hún á að lagabreytingar séu nauðsynlegar. „Hluti af því sem ég legg til í dag eru bæði úrbætur á löggjöfinni en líka stefnumótandi aðgerðir. í því felst fyrst og fremst fræðsla og forvarnir. Mikilvægt að gæta þess að það sé ekki bara gagnvart börnum eða ungu fólki. Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk,“ segir hún. Hún segir að við séum ekki samanburðarhæf við þau lönd sem við viljum gjarnar miða okkur við, eins og staðan er í dag. „Þegar maður horfir á regluverkið í öðrum löndum, sérstaklega þessum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, þá hefur á síðustu árum verið gripið til lagasetningar til þess að bregðast við svona brotum. Þegar maður ber saman íslensku ákvæðin sem hafa verið notuð og sér að það er líka óskýr dómaframkvæmd, ber það saman við þessi ákvæði sem eru erlendis og hafa verið sett undanfarið þá stöndumst við ekki samanburð,“ bendir hún á.Bæta þarf þjálfun og verkferla Hún leggur til heildstæða nálgun á málaflokkinn og segir ákall eftir því. Hún leggur til nýtt ákvæði um myndrænt kynferðisofbeldi sem er 199. grein almennra hegningarlaga, breytingu á 2. málsgrein 83. Greinar sakamálalaga og að rannsóknar úrræði verði tryggð og endurskoðun á ákvæðum hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Einnig þurfi stefnumótandi aðgerðir á borð við aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, aðstoð við þolendur fari í markvissan farveg og úrbætur á meðferð mála í réttarvörslukerfinu verði skoðað. „Sem hluti af rannsókninni þá hef ég tekið viðtöl við lögreglufólk og ákærendur. Til að fá skynjun á hvernig þetta er að virka í framkvæmd, ekki bara horft á lögfræðina. Það er alveg ljóst að það er ákall innan úr kerfinu að fá betri fræðslu, þjálfun og bæta verkferla. Svo þetta er ekki bara mín tilfinning og ekki bara rannsóknirnar heldur líka raddirnar innan úr kerfinu sem kalla á þetta,“ segir hún. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Sjá meira
Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. Stafrænt kynferðisofbeldi er þegar einhvern birtir, dreifir, geymir eða hótar að dreifa texta og/eða myndefni þar sem manneskja er sýnd nakin eða á kynferðislegan hátt gegn vilja hennar en María hefur framkvæmt rannsókn og greint mál og dóma sem hafa komið á borð Íslenska réttarkerfisins. Á málþingi sem fram fór í dag benti hún á að lagabreytingar séu nauðsynlegar. „Hluti af því sem ég legg til í dag eru bæði úrbætur á löggjöfinni en líka stefnumótandi aðgerðir. í því felst fyrst og fremst fræðsla og forvarnir. Mikilvægt að gæta þess að það sé ekki bara gagnvart börnum eða ungu fólki. Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk,“ segir hún. Hún segir að við séum ekki samanburðarhæf við þau lönd sem við viljum gjarnar miða okkur við, eins og staðan er í dag. „Þegar maður horfir á regluverkið í öðrum löndum, sérstaklega þessum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, þá hefur á síðustu árum verið gripið til lagasetningar til þess að bregðast við svona brotum. Þegar maður ber saman íslensku ákvæðin sem hafa verið notuð og sér að það er líka óskýr dómaframkvæmd, ber það saman við þessi ákvæði sem eru erlendis og hafa verið sett undanfarið þá stöndumst við ekki samanburð,“ bendir hún á.Bæta þarf þjálfun og verkferla Hún leggur til heildstæða nálgun á málaflokkinn og segir ákall eftir því. Hún leggur til nýtt ákvæði um myndrænt kynferðisofbeldi sem er 199. grein almennra hegningarlaga, breytingu á 2. málsgrein 83. Greinar sakamálalaga og að rannsóknar úrræði verði tryggð og endurskoðun á ákvæðum hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Einnig þurfi stefnumótandi aðgerðir á borð við aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, aðstoð við þolendur fari í markvissan farveg og úrbætur á meðferð mála í réttarvörslukerfinu verði skoðað. „Sem hluti af rannsókninni þá hef ég tekið viðtöl við lögreglufólk og ákærendur. Til að fá skynjun á hvernig þetta er að virka í framkvæmd, ekki bara horft á lögfræðina. Það er alveg ljóst að það er ákall innan úr kerfinu að fá betri fræðslu, þjálfun og bæta verkferla. Svo þetta er ekki bara mín tilfinning og ekki bara rannsóknirnar heldur líka raddirnar innan úr kerfinu sem kalla á þetta,“ segir hún.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Sjá meira