Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 11:13 Nara Walker lýsti sinni hlið á málinu í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Hún segir viðbrögð sín hafa helgast nauðvörn og heldur því fram að hún hafi sætt grófu ofbeldi af hálfu eiginmanns síns um árabil. Fréttablaðið/Anton brink Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. Biðla þeir jafnframt til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, um að veita Nöru sakaruppgjöf. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Nöru í fimmtán mánaða skilborðsbundið fangelsi fyrir að hafa bitið tungu þáverandi eiginmanns síns í sundur í íbúð í miðbænum í nóvember árið 2017. Dómurinn var þyngdur í Landsrétti en þar var Nara dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna.Vilja koma Nöru heim til fjölskyldunnar Ekki var fallist á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn en Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Þessi afstaða Nöru er ítrekuð á vefsíðu undirskriftarsöfnunarinnar sem birt er undir titlinum „Bindum enda á ofbeldi gegn konum – Komum Nöru heim“.Sjá einnig: Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Á vefsíðunni er greint frá því að Nara muni hefja þriggja mánaða afplánun í íslensku fangelsi nú í vikunni. Þá er því haldið fram að hún hafi þurft að þola skelfilegt ofbeldi af hendi fyrrverandi eiginmanns síns svo árum skipti. Síðustu fimmtán mánuði hafi Nöru jafnframt verið haldið á Íslandi gegn vilja sínum, vegabréf hennar gert upptækt og henni neitað um læknisþjónustu. Nara hefur verið í farbanni síðan í nóvember árið 2017.Nær þúsund manns höfðu skrifað undir yfirlýsinguna í morgun.Mynd/SkjáskotBiðla til Guðna Með undirskriftarsöfnuninni er biðlað til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að beita sér í máli Nöru. Í yfirlýsingu þeirra sem skrifa undir er forsetinn beðinn um að „stíga fram og grípa til réttra aðgerða“. „Að veita Nöru Walker fulla og algjöra náðun frá afplánun í hámarksöryggisfangelsi, innikróun hennar á Íslandi og öllum ákærum á hendur henni til fullnustu,“ segir í yfirlýsingunni. Er krafan jafnframt sögð byggð á því að litið hafi verið fram hjá lögum um nauðvörn við meðferð málsins. „Við biðjum þig að leyfa þessari ungu konu að snúa aftur til heimalandsins og fjölskyldu sinnar.“ Þegar þetta er ritað hafa tæp þúsund manns skrifað undir beiðni um sakaruppgjöf, sem forseti Íslands getur vissulega veitt samkvæmt stjórnarskrá að fenginni tillögu frá dómsmálaráðuneytinu. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að allar beiðnir um náðun skuli sendar náðunarnefnd, skipaðri af dómsmálaráðherra. Aðeins er hægt að sækja um náðun á fésektum og fangelsisrefsingu. Ætlar eins langt með málið og unnt er Auk undirskriftarsöfnunarinnar hefur verið hrint af stað GoFundMe-söfnun til að standa straum af málskostnaði Nöru. Henni var gert að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum og konu, sem hún var einnig dæmd fyrir að hafa beitt ofbeldi umrætt kvöld, um 1,6 milljón króna í miskabætur. Markmiðið er að safna um 111 þúsund Bandaríkjadölum, eða um 13 milljónum íslenskra króna. Nara lýsti sinni hlið á málinu í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Þar viðurkenndi hún að hafa bitið tunguna úr þáverandi manni sínum en það hefði verið gert í nauðvörn. Þá sagðist hún hafa verið beitt ranglæti við meðferð málsins og að hún hygðist fara eins langt áfram með málið og hún gæti, einkum í nafni kvenna sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi. Þá greindi Nara frá því að hún hefði ákveðið að óska eftir leyfi til áfrýjunar til Hæstaréttar. Ástralía Dómsmál Forseti Íslands MeToo Reykjavík Tengdar fréttir Fékk þyngri dóm fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina í héraði í mars. 7. desember 2018 19:45 Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. Biðla þeir jafnframt til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, um að veita Nöru sakaruppgjöf. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Nöru í fimmtán mánaða skilborðsbundið fangelsi fyrir að hafa bitið tungu þáverandi eiginmanns síns í sundur í íbúð í miðbænum í nóvember árið 2017. Dómurinn var þyngdur í Landsrétti en þar var Nara dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna.Vilja koma Nöru heim til fjölskyldunnar Ekki var fallist á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn en Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Þessi afstaða Nöru er ítrekuð á vefsíðu undirskriftarsöfnunarinnar sem birt er undir titlinum „Bindum enda á ofbeldi gegn konum – Komum Nöru heim“.Sjá einnig: Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Á vefsíðunni er greint frá því að Nara muni hefja þriggja mánaða afplánun í íslensku fangelsi nú í vikunni. Þá er því haldið fram að hún hafi þurft að þola skelfilegt ofbeldi af hendi fyrrverandi eiginmanns síns svo árum skipti. Síðustu fimmtán mánuði hafi Nöru jafnframt verið haldið á Íslandi gegn vilja sínum, vegabréf hennar gert upptækt og henni neitað um læknisþjónustu. Nara hefur verið í farbanni síðan í nóvember árið 2017.Nær þúsund manns höfðu skrifað undir yfirlýsinguna í morgun.Mynd/SkjáskotBiðla til Guðna Með undirskriftarsöfnuninni er biðlað til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að beita sér í máli Nöru. Í yfirlýsingu þeirra sem skrifa undir er forsetinn beðinn um að „stíga fram og grípa til réttra aðgerða“. „Að veita Nöru Walker fulla og algjöra náðun frá afplánun í hámarksöryggisfangelsi, innikróun hennar á Íslandi og öllum ákærum á hendur henni til fullnustu,“ segir í yfirlýsingunni. Er krafan jafnframt sögð byggð á því að litið hafi verið fram hjá lögum um nauðvörn við meðferð málsins. „Við biðjum þig að leyfa þessari ungu konu að snúa aftur til heimalandsins og fjölskyldu sinnar.“ Þegar þetta er ritað hafa tæp þúsund manns skrifað undir beiðni um sakaruppgjöf, sem forseti Íslands getur vissulega veitt samkvæmt stjórnarskrá að fenginni tillögu frá dómsmálaráðuneytinu. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að allar beiðnir um náðun skuli sendar náðunarnefnd, skipaðri af dómsmálaráðherra. Aðeins er hægt að sækja um náðun á fésektum og fangelsisrefsingu. Ætlar eins langt með málið og unnt er Auk undirskriftarsöfnunarinnar hefur verið hrint af stað GoFundMe-söfnun til að standa straum af málskostnaði Nöru. Henni var gert að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum og konu, sem hún var einnig dæmd fyrir að hafa beitt ofbeldi umrætt kvöld, um 1,6 milljón króna í miskabætur. Markmiðið er að safna um 111 þúsund Bandaríkjadölum, eða um 13 milljónum íslenskra króna. Nara lýsti sinni hlið á málinu í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Þar viðurkenndi hún að hafa bitið tunguna úr þáverandi manni sínum en það hefði verið gert í nauðvörn. Þá sagðist hún hafa verið beitt ranglæti við meðferð málsins og að hún hygðist fara eins langt áfram með málið og hún gæti, einkum í nafni kvenna sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi. Þá greindi Nara frá því að hún hefði ákveðið að óska eftir leyfi til áfrýjunar til Hæstaréttar.
Ástralía Dómsmál Forseti Íslands MeToo Reykjavík Tengdar fréttir Fékk þyngri dóm fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina í héraði í mars. 7. desember 2018 19:45 Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Fékk þyngri dóm fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina í héraði í mars. 7. desember 2018 19:45
Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15
Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00