Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna.
Átökin áttu sér stað í Pulwarma-héraði, þar sem fjörutíu indverskir hermenn féllu í sjálfsmorðsárás á fimmtudaginn var.
Einn óbreyttur borgari lét einnig lífið í bardaganum í morgun en indverskur hermennirnir höfðu gert húsleit í hverfinu þegar átökin blossuðu upp.
Tveir vígamenn eru sagðir hafa fallið í bardaganum, sem virðist enn standa yfir og hefur almenningi verið ráðlagt að halda sig innandyra.
Sjálfsmorðsárásin í Kasmír á fimmtudag var sú mannskæðasta í héraðinu í áraraðir þrátt fyrir hörð átök þar í gegnum árin.
Indland og Pakistan gera bæði tilkall til Kasmír héraðs, sem er að meirihluta byggt múslimum.
