Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. febrúar 2019 06:30 Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Gunnars Jónssonar. Vísir/Baldur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. Gunnar hefur deilt við sveitarfélagið vegna reksturs á fé í gegn um land hans í tengslum við smölun á haustin. „Það er töluvert stórt mál að loka fyrir leið eins stærsta fjársafns á landinu af afrétti,“ sagði Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, í Fréttablaðinu í nóvember 2017. Gunnar vill viðurkenningu dómstóla á því að sveitarfélagið geti ekki heimilað bændum að fara með fé af fjalli um lönd Króks. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Gunnars, gerir í bréfi kröfu um að Borgarbyggð greiði Gunnari áttatíu prósent af girðingarkostnaðinum, 5,7 milljónir króna, og 400 þúsund í lögmannskostnað. Byggðarráð hafi samþykkt að greiða kröfuna en í stað þess að senda greiðsluna hafi hún verið borguð inn á geymslureikning „þar til niðurstaða liggi fyrir um óskylt efni, það er afnotarétt og eða umferðarrétt um land Króks“. „Þér tókuð þátt í að ákveða girðingarstæðið með þátttöku í matsnefndinni sem ákvað það lögum samkvæmt. Því er of seint að gera fyrirvara um girðinguna,“ skrifar lögmaðurinn. Dómsmálið sem Borgarbyggð vísi til fjalli ekki með neinum hætti um girðingarmálið og breyti engu um skyldu sveitarfélagsins til að taka þátt í kostnaðinum við girðinguna. „Byggðarráð vekur athygli á því að dómsmáli vegna hefðarréttar á hluta af landinu er ekki lokið og ekki liggur fyrir lokaúttekt á verkinu svo sem vegna staðsetningar og gerðar girðingar,“ ítrekar byggðarráðið. Aðalmeðferð í nefndu dómsmáli verður í Héraðsdómi Vesturlands 11. mars næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dómsmál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. Gunnar hefur deilt við sveitarfélagið vegna reksturs á fé í gegn um land hans í tengslum við smölun á haustin. „Það er töluvert stórt mál að loka fyrir leið eins stærsta fjársafns á landinu af afrétti,“ sagði Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, í Fréttablaðinu í nóvember 2017. Gunnar vill viðurkenningu dómstóla á því að sveitarfélagið geti ekki heimilað bændum að fara með fé af fjalli um lönd Króks. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Gunnars, gerir í bréfi kröfu um að Borgarbyggð greiði Gunnari áttatíu prósent af girðingarkostnaðinum, 5,7 milljónir króna, og 400 þúsund í lögmannskostnað. Byggðarráð hafi samþykkt að greiða kröfuna en í stað þess að senda greiðsluna hafi hún verið borguð inn á geymslureikning „þar til niðurstaða liggi fyrir um óskylt efni, það er afnotarétt og eða umferðarrétt um land Króks“. „Þér tókuð þátt í að ákveða girðingarstæðið með þátttöku í matsnefndinni sem ákvað það lögum samkvæmt. Því er of seint að gera fyrirvara um girðinguna,“ skrifar lögmaðurinn. Dómsmálið sem Borgarbyggð vísi til fjalli ekki með neinum hætti um girðingarmálið og breyti engu um skyldu sveitarfélagsins til að taka þátt í kostnaðinum við girðinguna. „Byggðarráð vekur athygli á því að dómsmáli vegna hefðarréttar á hluta af landinu er ekki lokið og ekki liggur fyrir lokaúttekt á verkinu svo sem vegna staðsetningar og gerðar girðingar,“ ítrekar byggðarráðið. Aðalmeðferð í nefndu dómsmáli verður í Héraðsdómi Vesturlands 11. mars næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dómsmál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira