Körfubolti

Framtíðarstjörnur NBA-deildarinnar létu ljós sitt skína

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hinn nígeríski Josh Okogie reynir að skora í leiknum í nótt en Jarrett Allen er við öllu búinn.
Hinn nígeríski Josh Okogie reynir að skora í leiknum í nótt en Jarrett Allen er við öllu búinn.
Stjörnuliðshelgin er í fullum gangi í NBA-deildinni þessa helgina og í nótt voru það bestu ungu leikmenn deildarinnar sem áttu sviðið.

Það er vanalega mikið um dýrðir þessa helgina vestanhafs en herlegheitin fara fram í Charlotte. Sjálfur stjörnuleikurinn fer fram á morgun en í nótt voru það lið Bandaríkjanna og Heimsliðið skipuð ungum leikmönnum sem mættust.

Kyle Kuzma leikmaður Los Angeles Lakers var valinn maður leiksins þegar lið Bandaríkjanna vann 161-144 sigur. Hann skoraði 35 stig en einungis leikmenn á fyrsta eða öðru ári í deildinni léku í leiknum.

Kyrie Irving, leikmaður Boston Celtics, stjórnaði liði Bandaríkjanna í leiknum þar sem mikið var skorað venju samkvæmt. Bandaríska liðið leiddi allan leikinn og vann að lokum sautján stiga sigur.

Ástralinn Ben Simmons skoraði 28 stig fyrir heimsliðið og Luka Doncic 13 stig auk þess að gefa 9 stoðsendingar. Liðsfélagi Doncic hjá Dallas Mavericks stjórnaði heimsliðinu í leiknum.

Það snýst allt um að skemmta áhorfendum í þessum leikjum og John Collins, leikmaður Atlanta Hawks, sýndi áhorfendum við hverju má búast í stjörnuleiknum í kvöld þegar hann kastaði boltanum í spjaldið og tróð síðan með tilþrifum.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×