Hver er besti vinur fjármálaráðherra? Þórir Garðarsson skrifar 15. febrúar 2019 14:18 Því er fljótsvarað. Það er erlendi ferðamaðurinn. Enginn annar skattgreiðandi skilar jafn miklum tekjum í ríkissjóð þann tíma sem hann dvelur hér. Enginn annar skattgreiðandi kostar ríkissjóð jafn lítið og erlendi ferðamaðurinn. Hvaða fjármálaráðherra kann ekki að meta slíkan gjaldanda? Erlendi ferðamaðurinn kemur hingað með fúlgur fjár. Þetta eru brakandi nýjar tekjur inn í þjóðarbúið. Fyrir aðeins 5 árum höfðum ekki nema brot af þessum tekjum.Virðisaukaskatturinn er kóngurinn Það er fyrst og fremst gegnum virðisaukaskattinn sem erlendi ferðamaðurinn sker sig úr sem skattgreiðandi. Virðisaukaskattur er neytendaskattur. Erlendi ferðamaðurinn er neytandi vöru og þjónustu hér á landi. Hann borgar alla upphæðina og fær lítið sem ekkert til baka. Fyrirtækin sem skila virðisaukaskattinum sjá bara um innheimtuna fyrir ríkissjóð. Þau borga hann ekki, það gerir erlendi ferðamaðurinn.Borga 20% af virðisaukaskattinum Hvernig er hægt að fullyrða að erlendi ferðamaðurinn skili meiri tekjum í ríkissjóð en við hin sem hér búum? Því er til að svara að erlendir ferðamenn eru að jafnaði um 10% af mannfjöldanum á degi hverjum. En þeir borga 20% af virðisaukaskattinum, sem er stærsti tekjustofn ríkissjóðs. Þeir eyða semsagt helmingi meiru á hverjum degi en við heimamenn. Ekkert ósvipað því sem við gerum sjálf á okkar ferðalögum erlendis. Í heildina borgum við íbúar landsins þó auðvitað meginþungann af sköttunum.Tekjurnar hækkuðu með fjölgun ferðamanna Árið 2017 innheimti ríkissjóður 230 milljarða króna í virðisaukaskatt. Af þeirri upphæð greiddu erlendir ferðamenn um 46 milljarða króna, eða 20%. Það skiptir ríkissjóð því afar miklu máli þegar nýir vel borgandi gjaldendur bætast við, eins og raunin er með erlenda ferðamenn. Þetta sést kannski best á því að frá 2013 til 2017 hækkuðu virðisaukaskattstekjur um 43% - á tímabili sem erlendum ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta milli ára.Ruglið í umræðunni Hvers vegna er ég að benda á þetta? Vita ekki allir hvað erlendir ferðamenn skipta þjóðarbúið miklu máli? Nei, því fer fjarri og erfiðast virðast margir stjórnmálamenn með að átta sig á því. Það sem virðist rugla þá í ríminu er hvernig ríkissjóður hagar uppgjöri sínu. Ríkið flokkar þessar tekjur eftir því hvað atvinnugreinar skila, en ekki eftir því hvað þær innheimta. Sú flokkun segir ekkert um það hvar neytendur borga virðisaukaskattinn eða hvort um innlenda eða erlenda neytendur er að ræða. Til að mynda borguðu neytendur 28 milljarða króna í virðisaukaskatt í stórmörkuðum og matvöruverslunum árið 2017. Þau fyrirtæki skiluðu 1,3 milljörðum króna í virðisaukaskatt. Segja skil verslananna eitthvað um virðisaukaskattinn sem neytendur greiddu við kassann? Að sjálfsögðu ekki. Það sama á við um ferðaþjónustuna. Virðisaukaskattsskil fyrirtækja í þeirri atvinnugrein (um 5 milljarðar króna árið 2017) segir ekkert um hvað ferðamennirnir sannanlega greiddu. Þar að auki eiga ferðamenn viðskipti við marga aðra en beint í ferðaþjónustunni, þar á meðal matvöruverslanir og olíufélög.Vanhugsaðar hugmyndir um aukagjöld Þegar stjórnmálamenn og aðrir fara enn einu sinni að tala um þörfina á því að ná meiri peningum af erlendum ferðamönnum með aukagjöldum þá virðist sem þeir hafi engan veginn áttað sig á því hvað ferðamennirnir eru nú þegar drjúg tekjulind fyrir hið opinbera. En um leið er kostnaður ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamanna mjög lítið hlutfall af tekjunum. Þeir eru fyrst og fremst gróðalind. Það er mun mikilvægara að fjárfesta í áframhaldandi komu þessara gesta og tryggja þannig enn meiri tekjur af þeim. Það gerum við ekki með tilviljanakenndri aukagjaldtöku, einfaldlega vegna þess að skattkerfið dugar alveg ágætlega til þessÞórir GarðarssonStjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Því er fljótsvarað. Það er erlendi ferðamaðurinn. Enginn annar skattgreiðandi skilar jafn miklum tekjum í ríkissjóð þann tíma sem hann dvelur hér. Enginn annar skattgreiðandi kostar ríkissjóð jafn lítið og erlendi ferðamaðurinn. Hvaða fjármálaráðherra kann ekki að meta slíkan gjaldanda? Erlendi ferðamaðurinn kemur hingað með fúlgur fjár. Þetta eru brakandi nýjar tekjur inn í þjóðarbúið. Fyrir aðeins 5 árum höfðum ekki nema brot af þessum tekjum.Virðisaukaskatturinn er kóngurinn Það er fyrst og fremst gegnum virðisaukaskattinn sem erlendi ferðamaðurinn sker sig úr sem skattgreiðandi. Virðisaukaskattur er neytendaskattur. Erlendi ferðamaðurinn er neytandi vöru og þjónustu hér á landi. Hann borgar alla upphæðina og fær lítið sem ekkert til baka. Fyrirtækin sem skila virðisaukaskattinum sjá bara um innheimtuna fyrir ríkissjóð. Þau borga hann ekki, það gerir erlendi ferðamaðurinn.Borga 20% af virðisaukaskattinum Hvernig er hægt að fullyrða að erlendi ferðamaðurinn skili meiri tekjum í ríkissjóð en við hin sem hér búum? Því er til að svara að erlendir ferðamenn eru að jafnaði um 10% af mannfjöldanum á degi hverjum. En þeir borga 20% af virðisaukaskattinum, sem er stærsti tekjustofn ríkissjóðs. Þeir eyða semsagt helmingi meiru á hverjum degi en við heimamenn. Ekkert ósvipað því sem við gerum sjálf á okkar ferðalögum erlendis. Í heildina borgum við íbúar landsins þó auðvitað meginþungann af sköttunum.Tekjurnar hækkuðu með fjölgun ferðamanna Árið 2017 innheimti ríkissjóður 230 milljarða króna í virðisaukaskatt. Af þeirri upphæð greiddu erlendir ferðamenn um 46 milljarða króna, eða 20%. Það skiptir ríkissjóð því afar miklu máli þegar nýir vel borgandi gjaldendur bætast við, eins og raunin er með erlenda ferðamenn. Þetta sést kannski best á því að frá 2013 til 2017 hækkuðu virðisaukaskattstekjur um 43% - á tímabili sem erlendum ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta milli ára.Ruglið í umræðunni Hvers vegna er ég að benda á þetta? Vita ekki allir hvað erlendir ferðamenn skipta þjóðarbúið miklu máli? Nei, því fer fjarri og erfiðast virðast margir stjórnmálamenn með að átta sig á því. Það sem virðist rugla þá í ríminu er hvernig ríkissjóður hagar uppgjöri sínu. Ríkið flokkar þessar tekjur eftir því hvað atvinnugreinar skila, en ekki eftir því hvað þær innheimta. Sú flokkun segir ekkert um það hvar neytendur borga virðisaukaskattinn eða hvort um innlenda eða erlenda neytendur er að ræða. Til að mynda borguðu neytendur 28 milljarða króna í virðisaukaskatt í stórmörkuðum og matvöruverslunum árið 2017. Þau fyrirtæki skiluðu 1,3 milljörðum króna í virðisaukaskatt. Segja skil verslananna eitthvað um virðisaukaskattinn sem neytendur greiddu við kassann? Að sjálfsögðu ekki. Það sama á við um ferðaþjónustuna. Virðisaukaskattsskil fyrirtækja í þeirri atvinnugrein (um 5 milljarðar króna árið 2017) segir ekkert um hvað ferðamennirnir sannanlega greiddu. Þar að auki eiga ferðamenn viðskipti við marga aðra en beint í ferðaþjónustunni, þar á meðal matvöruverslanir og olíufélög.Vanhugsaðar hugmyndir um aukagjöld Þegar stjórnmálamenn og aðrir fara enn einu sinni að tala um þörfina á því að ná meiri peningum af erlendum ferðamönnum með aukagjöldum þá virðist sem þeir hafi engan veginn áttað sig á því hvað ferðamennirnir eru nú þegar drjúg tekjulind fyrir hið opinbera. En um leið er kostnaður ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamanna mjög lítið hlutfall af tekjunum. Þeir eru fyrst og fremst gróðalind. Það er mun mikilvægara að fjárfesta í áframhaldandi komu þessara gesta og tryggja þannig enn meiri tekjur af þeim. Það gerum við ekki með tilviljanakenndri aukagjaldtöku, einfaldlega vegna þess að skattkerfið dugar alveg ágætlega til þessÞórir GarðarssonStjórnarformaður Gray Line
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun