Aldrei íhugað að beita ofbeldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. febrúar 2019 08:45 Fyrrverandi varaforseti Katalóníu, Oriol Junqueras, með öðrum sakborningum í dómsal í gær. Nordicphotos/AFP Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar héldu áfram á þriðja degi í hæstarétti Spánar í Madríd í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu- og yfirlýsingar haustins 2017 en sækjendur málsins krefjast þungra fangelsisdóma fyrir meinta uppreisn, uppreisnaráróður og skipulagða glæpastarfsemi. Eftir að verjendur sakborninga sögðu brotið á tjáningar-, skoðana- og ýmsu öðru frelsi skjólstæðinga sinna á fyrsta degi og lýstu réttarhöldin pólitísk og sækjendur sögðu það af og frá var komið að hinum ákærðu sjálfum að tjá sig í gær. Oriol Junqueras, varaforseti Katalóníu haustið 2017, er sá sem á yfir höfði sér þyngsta dóminn. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins fer fram á 25 ár, ríkissaksóknari tólf ár og öfgaíhaldsflokkurinn Vox 74 ár. Í ávarpi sínu sagðist Junqueras vera pólitískur fangi. Sú afstaða er ekki nýbreytni en henni lýsti annar ákærður, Jordi Cuixart, til að mynda í viðtali við Fréttablaðið í janúar. „Hér er verið að sækja mig til saka fyrir skoðanir mínar, ekki gjörðir,“ sagði Junqueras og svaraði einvörðungu spurningum frá lögmönnum sínum. Hann neitaði að svara spurningum sækjenda þar sem hann álítur réttarhöldin pólitísk. Þá sagði Junqueras að sjálfsákvörðunarréttinum hefði margoft verið beitt. Katalónar myndu halda áfram að reyna að leika það eftir. Í þessu samhengi er vert að nefna álit mannréttindasviðs lagadeildar Oxford-háskóla frá haustinu 2017. Þar komust fræðimenn að þeirri niðurstöðu að rétturinn til sjálfsákvörðunar, sem tryggður er í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, jafngildi líklega ekki réttinum til þess að lýsa yfir sjálfstæði. Að auki er það brot gegn spænsku stjórnarskránni að lýsa yfir sjálfstæði. „Tilraunir Spánverja til þess að takmarka eða afnema sjálfsstjórn Katalóna, til að mynda með virkjun 155. greinar stjórnarskrárinnar, gætu hins vegar gefið þeim málstað aukið vægi að Katalónar hafi rétt á því að lýsa yfir sjálfstæði þar sem þeir hafi ekki notið fulls sjálfsákvörðunarréttar,“ sagði í álitinu. Saksóknari frá ríkissaksóknaraembættinu sagði á miðvikudaginn að Katalónar hefðu staðið fyrir ofbeldi, meðal annars við mótmæli 20. september 2017 og á þjóðaratkvæðagreiðsludaginn 1. október. Þar með væru uppfyllt skilyrði fyrir uppreisn og uppreisnaráróðri. Aðspurður hvort hann hafi íhugað að beita ofbeldi til að ná sínu fram svaraði Junqueras: „Aldrei, aldrei, aldrei. Við höfum alltaf hafnað ofbeldi. Ekkert sem við gerðum getur talist glæpur. Að nýta kosningaréttinn er ekki glæpur. Að vinna að sjálfstæðri Katalóníu er ekki glæpur. Það er glæpur að hindra lýðræðið,“ sagði hann og bætti við: „Ekki verður leyst úr þessari deilu með því að fangelsa fólk. Flestir Katalónar eru sammála um að við þörfnumst pólitískrar lausnar sem þarf svo að greiða atkvæði um í sátt og samlyndi.“ Junqueras lauk máli sínu með að segjast elska Spán, Spánverja, spænsku og spænska menningu. „Hvernig fer þetta saman við að vera katalónskur lýðveldissinni? Jú, það er einfaldlega best að reyna að lifa í sátt og samlyndi, virða náungann og koma fram við hann á jafningjagrundvelli.“ Joaquim Forn, fyrrverandi innanríkisráðherra, svaraði aftur á móti spurningum tveggja af sækjendunum þremur. Hafnaði sum sé spurningum öfgaflokksins. Forn tók fram að vissulega hafi verið ofbeldi 1. október. Það megi hins vegar alfarið rekja til gjörða lögreglumanna. Ráðherrann sagðist hafa unnið sjálfur að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar en að hann hefði skipað lögreglunni að fara að fyrirmælum dómstóla. Forn hefur verið sakaður um hið gagnstæða, um að gefa fyrirmæli um að hundsa téð fyrirmæli. „Ekkert sem katalónska lögreglan gerði 20. september og 1. október stangaðist á við stjórnarskrá,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar héldu áfram á þriðja degi í hæstarétti Spánar í Madríd í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu- og yfirlýsingar haustins 2017 en sækjendur málsins krefjast þungra fangelsisdóma fyrir meinta uppreisn, uppreisnaráróður og skipulagða glæpastarfsemi. Eftir að verjendur sakborninga sögðu brotið á tjáningar-, skoðana- og ýmsu öðru frelsi skjólstæðinga sinna á fyrsta degi og lýstu réttarhöldin pólitísk og sækjendur sögðu það af og frá var komið að hinum ákærðu sjálfum að tjá sig í gær. Oriol Junqueras, varaforseti Katalóníu haustið 2017, er sá sem á yfir höfði sér þyngsta dóminn. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins fer fram á 25 ár, ríkissaksóknari tólf ár og öfgaíhaldsflokkurinn Vox 74 ár. Í ávarpi sínu sagðist Junqueras vera pólitískur fangi. Sú afstaða er ekki nýbreytni en henni lýsti annar ákærður, Jordi Cuixart, til að mynda í viðtali við Fréttablaðið í janúar. „Hér er verið að sækja mig til saka fyrir skoðanir mínar, ekki gjörðir,“ sagði Junqueras og svaraði einvörðungu spurningum frá lögmönnum sínum. Hann neitaði að svara spurningum sækjenda þar sem hann álítur réttarhöldin pólitísk. Þá sagði Junqueras að sjálfsákvörðunarréttinum hefði margoft verið beitt. Katalónar myndu halda áfram að reyna að leika það eftir. Í þessu samhengi er vert að nefna álit mannréttindasviðs lagadeildar Oxford-háskóla frá haustinu 2017. Þar komust fræðimenn að þeirri niðurstöðu að rétturinn til sjálfsákvörðunar, sem tryggður er í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, jafngildi líklega ekki réttinum til þess að lýsa yfir sjálfstæði. Að auki er það brot gegn spænsku stjórnarskránni að lýsa yfir sjálfstæði. „Tilraunir Spánverja til þess að takmarka eða afnema sjálfsstjórn Katalóna, til að mynda með virkjun 155. greinar stjórnarskrárinnar, gætu hins vegar gefið þeim málstað aukið vægi að Katalónar hafi rétt á því að lýsa yfir sjálfstæði þar sem þeir hafi ekki notið fulls sjálfsákvörðunarréttar,“ sagði í álitinu. Saksóknari frá ríkissaksóknaraembættinu sagði á miðvikudaginn að Katalónar hefðu staðið fyrir ofbeldi, meðal annars við mótmæli 20. september 2017 og á þjóðaratkvæðagreiðsludaginn 1. október. Þar með væru uppfyllt skilyrði fyrir uppreisn og uppreisnaráróðri. Aðspurður hvort hann hafi íhugað að beita ofbeldi til að ná sínu fram svaraði Junqueras: „Aldrei, aldrei, aldrei. Við höfum alltaf hafnað ofbeldi. Ekkert sem við gerðum getur talist glæpur. Að nýta kosningaréttinn er ekki glæpur. Að vinna að sjálfstæðri Katalóníu er ekki glæpur. Það er glæpur að hindra lýðræðið,“ sagði hann og bætti við: „Ekki verður leyst úr þessari deilu með því að fangelsa fólk. Flestir Katalónar eru sammála um að við þörfnumst pólitískrar lausnar sem þarf svo að greiða atkvæði um í sátt og samlyndi.“ Junqueras lauk máli sínu með að segjast elska Spán, Spánverja, spænsku og spænska menningu. „Hvernig fer þetta saman við að vera katalónskur lýðveldissinni? Jú, það er einfaldlega best að reyna að lifa í sátt og samlyndi, virða náungann og koma fram við hann á jafningjagrundvelli.“ Joaquim Forn, fyrrverandi innanríkisráðherra, svaraði aftur á móti spurningum tveggja af sækjendunum þremur. Hafnaði sum sé spurningum öfgaflokksins. Forn tók fram að vissulega hafi verið ofbeldi 1. október. Það megi hins vegar alfarið rekja til gjörða lögreglumanna. Ráðherrann sagðist hafa unnið sjálfur að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar en að hann hefði skipað lögreglunni að fara að fyrirmælum dómstóla. Forn hefur verið sakaður um hið gagnstæða, um að gefa fyrirmæli um að hundsa téð fyrirmæli. „Ekkert sem katalónska lögreglan gerði 20. september og 1. október stangaðist á við stjórnarskrá,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira