Sigursælustu liðin mætast Hjörvar Ólafsson skrifar 14. febrúar 2019 15:00 Fulltrúar liðanna fjögurra í undanúrslitum Geysisbikars karla. Frá vinstri: Tómas Þórður Hilmarsson (Stjörnunni), Kristófer Acox (KR), Jeb Ivey (Njarðvík) og Sigurður Gunnar Þorsteinsson (ÍR). Mynd/KKÍ KR og Njarðvík eru sigursælustu félögin í bikarkeppninni, en KR-ingar hafa lyft bikarnum 12 sinnum, síðast árið 2017, og Njarðvík átta sinnum, síðast árið 2005. Stjarnan hefur hins vegar átt góðu gengi að fagna í keppninni undanfarinn áratug, en liðið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum á síðustu tíu árum. Fyrst árið 2009, síðan árið 2012 og loks árið 2015. ÍR státar svo af tveimur bikarmeistaratitlum (2001 og 2007).Mynd/KKÍStjarnan mætir til leiks með gott gengi liðsins eftir síðustu þrjá mánuði tæpa í farteskinu. Síðan liðið tapaði fyrir Njarðvík um miðjan nóvember á síðasta ári hefur það farið með sigur af hólmi í tíu leikjum í röð. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ítrekaði það hins vegar í samtali við Fréttablaðið að tölfræði, saga og fyrri afrek myndu ekki hjálpa liðinu á nokkurn hátt í leiknum gegn ÍR í dag. „Stjörnunni hefur vissulega gengið vel í bikarkeppni undanfarin ár og það hefur verið flottur bragur á okkar undanfarið. Það gefur okkur hins vegar ekkert forskot þegar út í þennan leik er komið. Við þurfum að eiga góðan dag til þess að fara í úrslitaleikinn sem er að sjálfsögðu stefnan. Við breytum engu í okkar rútínu frá hefðbundnum deildarleik sem er í mjög föstum skorðum. Það þarf andlegan og líkamlegan styrk til þess að vinna svona leik og ég tel okkur hafa það í okkar vopnabúri,“ segir Arnar. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, sem hefur háð nokkrar rimmur við Arnar og Stjörnumenn á leiktíðinni hefur hins vegar verið að glíma við það að þó nokkur meiðsli hafa verið í leikmannhópi liðsins í vetur. Af þeim sökum hefur ekki náðst mikill stöðugleiki í spilamennsku liðsins. „Leikmenn sem hafa verið meiddir í vetur eru að skríða saman og leikurinn við Val á dögunum er sá fyrsti þar sem við erum með alla þá leikmenn sem við viljum stilla upp heilum á sama tíma. Við erum með sterkt lið sem er til alls líklegt ef allir leikmenn hitta á góðan leik. Það verður að gerast ef við ætlum að leggja sterkt lið Stjörnunnar að velli,“ sagði Borche.Mynd/KKÍNjarðvík og KR hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og það eru margar fallegar sögur og tengingar á milli liðanna. Leikmenn liðanna, sem eru margir hverjir afar reynslumiklir, hafa mætt hvorir öðrum margoft á körfuboltavellinum og það verður líklega fátt sem mun koma á óvart í leik liðanna í kvöld. „Leikmenn og þjálfarar þessara liða þekkjast mjög vel og til dæmis hafa Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson bæði mæst og leikið saman í landsliðinu í fjölda mörg ár. Jeb Ivey var leikmaðu Inga Þórs Steinþórssonar [þjálfara KR] þegar Snæfell varð Íslandsmeistari og fleira og fleira. Við erum með mjög sterkt lið á pappírnum og frammistaða liðsins hefur verið mjög góð heilt yfir í vetur. Mér finnst þetta lið jafn sterkt og mögulega sterkara en það sem var sigursælt undir minni stjórn síðast þegar liðið vann titla. Við þurfum hins vegar að standa okkur á ögurstundu til þess að geta borið okkur saman við það lið,“ segir Einar Árni Jóhannesson, þjálfari Njarðvíkur. Góðvinur hans Ingi Þór, sem er við stjórnvölinn hjá KR, hefur í þó nokkur skipti farið með lið í Laugardalshöllina í undanúrslit og úrslit í bikarkeppni. Hann segir þetta alltaf jafn skemmtilegt og hlakkar til . „Við erum staðráðnir í að fara alla leið og vinna bikarinn, en til þess þurfum við að byrja á að vinna sterkt lið Njarðvíkur. Þeir fóru illa með okkur í deildarleik á dögunum og ég er búinn að liggja yfir þeim leik til þess að átta mig á því hvað fór úrskeiðis. Við munum breyta nálgun okkar í kvöld frá þeim leik, en það kemur svo í ljós hvort sú áherslubreyting dugar til sigurs,“ segir Ingi Þór um kvöldið. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
KR og Njarðvík eru sigursælustu félögin í bikarkeppninni, en KR-ingar hafa lyft bikarnum 12 sinnum, síðast árið 2017, og Njarðvík átta sinnum, síðast árið 2005. Stjarnan hefur hins vegar átt góðu gengi að fagna í keppninni undanfarinn áratug, en liðið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum á síðustu tíu árum. Fyrst árið 2009, síðan árið 2012 og loks árið 2015. ÍR státar svo af tveimur bikarmeistaratitlum (2001 og 2007).Mynd/KKÍStjarnan mætir til leiks með gott gengi liðsins eftir síðustu þrjá mánuði tæpa í farteskinu. Síðan liðið tapaði fyrir Njarðvík um miðjan nóvember á síðasta ári hefur það farið með sigur af hólmi í tíu leikjum í röð. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ítrekaði það hins vegar í samtali við Fréttablaðið að tölfræði, saga og fyrri afrek myndu ekki hjálpa liðinu á nokkurn hátt í leiknum gegn ÍR í dag. „Stjörnunni hefur vissulega gengið vel í bikarkeppni undanfarin ár og það hefur verið flottur bragur á okkar undanfarið. Það gefur okkur hins vegar ekkert forskot þegar út í þennan leik er komið. Við þurfum að eiga góðan dag til þess að fara í úrslitaleikinn sem er að sjálfsögðu stefnan. Við breytum engu í okkar rútínu frá hefðbundnum deildarleik sem er í mjög föstum skorðum. Það þarf andlegan og líkamlegan styrk til þess að vinna svona leik og ég tel okkur hafa það í okkar vopnabúri,“ segir Arnar. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, sem hefur háð nokkrar rimmur við Arnar og Stjörnumenn á leiktíðinni hefur hins vegar verið að glíma við það að þó nokkur meiðsli hafa verið í leikmannhópi liðsins í vetur. Af þeim sökum hefur ekki náðst mikill stöðugleiki í spilamennsku liðsins. „Leikmenn sem hafa verið meiddir í vetur eru að skríða saman og leikurinn við Val á dögunum er sá fyrsti þar sem við erum með alla þá leikmenn sem við viljum stilla upp heilum á sama tíma. Við erum með sterkt lið sem er til alls líklegt ef allir leikmenn hitta á góðan leik. Það verður að gerast ef við ætlum að leggja sterkt lið Stjörnunnar að velli,“ sagði Borche.Mynd/KKÍNjarðvík og KR hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og það eru margar fallegar sögur og tengingar á milli liðanna. Leikmenn liðanna, sem eru margir hverjir afar reynslumiklir, hafa mætt hvorir öðrum margoft á körfuboltavellinum og það verður líklega fátt sem mun koma á óvart í leik liðanna í kvöld. „Leikmenn og þjálfarar þessara liða þekkjast mjög vel og til dæmis hafa Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson bæði mæst og leikið saman í landsliðinu í fjölda mörg ár. Jeb Ivey var leikmaðu Inga Þórs Steinþórssonar [þjálfara KR] þegar Snæfell varð Íslandsmeistari og fleira og fleira. Við erum með mjög sterkt lið á pappírnum og frammistaða liðsins hefur verið mjög góð heilt yfir í vetur. Mér finnst þetta lið jafn sterkt og mögulega sterkara en það sem var sigursælt undir minni stjórn síðast þegar liðið vann titla. Við þurfum hins vegar að standa okkur á ögurstundu til þess að geta borið okkur saman við það lið,“ segir Einar Árni Jóhannesson, þjálfari Njarðvíkur. Góðvinur hans Ingi Þór, sem er við stjórnvölinn hjá KR, hefur í þó nokkur skipti farið með lið í Laugardalshöllina í undanúrslit og úrslit í bikarkeppni. Hann segir þetta alltaf jafn skemmtilegt og hlakkar til . „Við erum staðráðnir í að fara alla leið og vinna bikarinn, en til þess þurfum við að byrja á að vinna sterkt lið Njarðvíkur. Þeir fóru illa með okkur í deildarleik á dögunum og ég er búinn að liggja yfir þeim leik til þess að átta mig á því hvað fór úrskeiðis. Við munum breyta nálgun okkar í kvöld frá þeim leik, en það kemur svo í ljós hvort sú áherslubreyting dugar til sigurs,“ segir Ingi Þór um kvöldið.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira