Leyndarhjúpur laskar traust til lífeyrissjóða Hallgrímur Óskarsson skrifar 14. febrúar 2019 13:30 Af hverju skyldi einhver treysta bankakerfinu, spurði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor, á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins í vikunni. Þetta er réttmæt spurning, enda mælist traust almennings á bankakerfinu mjög lágt. Á svipuðum stað – jafnvel lægra – er traust almennings til lífeyrissjóða og mætti því með sama hætti einnig spyrja af hverju skyldi einhver treysta lífeyriskerfinu? Ástæða þess að bankakerfið skorar örlítið hærra en lífeyriskerfið í mælingum á trausti er að fólk á þar peninga og getur séð skýrar upplýsingar um inneign m.v. inngreiðslur. Lífeyriskerfið er hins vegar sveipað svo miklum þokuhjúp að þrátt fyrir stöðugar inngreiðslur í hverjum mánuði, áratugum saman, veit varla nokkur hvort hann muni fá mikið eða lítið í lífeyri. Hvernig verður tilveran á efri árum, spyrja margir sig? Verður lambalæri á sunnudögum eða skinkusamloka, eins og hina dagana? Lög í landinu skylda alla til að greiða mikla fjármuni inn í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. Á móti ætti lífeyriskerfið að endurgjalda almenningi – herrum sínum – með auðlæsilegum upplýsingum um allt sem lýtur að meðhöndlun fjárins. Allir ættu að geta fengið læsilegar upplýsingar eins og þessar: l Hver er heildarávöxtun lífeyrissjóða? Hvernig er röð þeirra frá ári til árs? l Hverjar eru mínar inngreiðslur í krónutölu frá upphafi, hvernig hefur gengið að ávaxta þær, frá ári til árs? l Í hvaða verkefnum fjárfesta sjóðir? Hvaða verkefni skila ábata og hver ekki? l Hefur minn lífeyrissjóður tapað fé vegna verkefna þar sem fjárfestar fengu sína umbun en lífeyrissjóðir tóku tapið? l Hversu mikill er kostnaður sjóða? Heildarlaun? Með bónusgreiðslum? Hvað greiða þeir mikið til banka og verðbréfafyrirtækja í fjárfestingagjöld? Það napurlegasta í þessu samhengi er að fólk hefur nær ekkert aðgengi að þessum eðlilegu upplýsingum. Kerfið er umvafið leyndarhjúp og samanburður á milli sjóða er eitthvað sem íslenskum lífeyrissjóðum þykir vont að þurfa að taka þátt í. Samt er slíkur samanburður algengur í flestum nágrannalöndum. Það þurfti „menn útí bæ“ nú í desember til að taka saman ávöxtun sjóða síðustu 20 ár af því að lífeyrissjóðir voru enn að þráast við að birta þær upplýsingar á aðgengilegu formi fyrir almenning. Í fljótu bragði er erfitt að ímynda sér lægra stig þjónustu: Sjóðir fá um milljarð á dag frá almenningi en telja sig samt þess umkomna að neita almenningi um upplýsingar hvort gangi vel eða illa að ávaxta þetta fé! Þarna er komin of mikil eigendahugsun í stað þjónustuhugsunar. Hættan við það er að lífeyrissjóðir verði tregir til að taka þátt í verkefnum sem almenningur hefur beina hagsmuni af. Að fókusinn fari í aðrar áttir. Það er því eðlilegt að almenningur beri lítið traust til lífeyrissjóða, slíkur er leyndarhjúpurinn sem sveipaður hefur verið um margt í starfsemi þeirra, árangur, ávöxtun, fjárfestingar og kostnað. Og ekki er það til að opna glufu á þennan hjúp að heyra talsmann lífeyrissjóðakerfisins ræða í útvarpi, rétt fyrir áramót, og segja að lífeyrissjóðir aðhyllist svo sannarlega gagnsæi í sínum störfum því slíkt gagnsæi er erfitt að koma auga á. Tregða til að birta upplýsingar er hins vegar um of til staðar. Það er því ljóst að margt þarf að breytast í hugsun, stefnu og skilaboðum lífeyrissjóða áður en þeir geta vænst þess að þoka sér upp þann kvarða er mælir traust.Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju skyldi einhver treysta bankakerfinu, spurði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor, á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins í vikunni. Þetta er réttmæt spurning, enda mælist traust almennings á bankakerfinu mjög lágt. Á svipuðum stað – jafnvel lægra – er traust almennings til lífeyrissjóða og mætti því með sama hætti einnig spyrja af hverju skyldi einhver treysta lífeyriskerfinu? Ástæða þess að bankakerfið skorar örlítið hærra en lífeyriskerfið í mælingum á trausti er að fólk á þar peninga og getur séð skýrar upplýsingar um inneign m.v. inngreiðslur. Lífeyriskerfið er hins vegar sveipað svo miklum þokuhjúp að þrátt fyrir stöðugar inngreiðslur í hverjum mánuði, áratugum saman, veit varla nokkur hvort hann muni fá mikið eða lítið í lífeyri. Hvernig verður tilveran á efri árum, spyrja margir sig? Verður lambalæri á sunnudögum eða skinkusamloka, eins og hina dagana? Lög í landinu skylda alla til að greiða mikla fjármuni inn í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. Á móti ætti lífeyriskerfið að endurgjalda almenningi – herrum sínum – með auðlæsilegum upplýsingum um allt sem lýtur að meðhöndlun fjárins. Allir ættu að geta fengið læsilegar upplýsingar eins og þessar: l Hver er heildarávöxtun lífeyrissjóða? Hvernig er röð þeirra frá ári til árs? l Hverjar eru mínar inngreiðslur í krónutölu frá upphafi, hvernig hefur gengið að ávaxta þær, frá ári til árs? l Í hvaða verkefnum fjárfesta sjóðir? Hvaða verkefni skila ábata og hver ekki? l Hefur minn lífeyrissjóður tapað fé vegna verkefna þar sem fjárfestar fengu sína umbun en lífeyrissjóðir tóku tapið? l Hversu mikill er kostnaður sjóða? Heildarlaun? Með bónusgreiðslum? Hvað greiða þeir mikið til banka og verðbréfafyrirtækja í fjárfestingagjöld? Það napurlegasta í þessu samhengi er að fólk hefur nær ekkert aðgengi að þessum eðlilegu upplýsingum. Kerfið er umvafið leyndarhjúp og samanburður á milli sjóða er eitthvað sem íslenskum lífeyrissjóðum þykir vont að þurfa að taka þátt í. Samt er slíkur samanburður algengur í flestum nágrannalöndum. Það þurfti „menn útí bæ“ nú í desember til að taka saman ávöxtun sjóða síðustu 20 ár af því að lífeyrissjóðir voru enn að þráast við að birta þær upplýsingar á aðgengilegu formi fyrir almenning. Í fljótu bragði er erfitt að ímynda sér lægra stig þjónustu: Sjóðir fá um milljarð á dag frá almenningi en telja sig samt þess umkomna að neita almenningi um upplýsingar hvort gangi vel eða illa að ávaxta þetta fé! Þarna er komin of mikil eigendahugsun í stað þjónustuhugsunar. Hættan við það er að lífeyrissjóðir verði tregir til að taka þátt í verkefnum sem almenningur hefur beina hagsmuni af. Að fókusinn fari í aðrar áttir. Það er því eðlilegt að almenningur beri lítið traust til lífeyrissjóða, slíkur er leyndarhjúpurinn sem sveipaður hefur verið um margt í starfsemi þeirra, árangur, ávöxtun, fjárfestingar og kostnað. Og ekki er það til að opna glufu á þennan hjúp að heyra talsmann lífeyrissjóðakerfisins ræða í útvarpi, rétt fyrir áramót, og segja að lífeyrissjóðir aðhyllist svo sannarlega gagnsæi í sínum störfum því slíkt gagnsæi er erfitt að koma auga á. Tregða til að birta upplýsingar er hins vegar um of til staðar. Það er því ljóst að margt þarf að breytast í hugsun, stefnu og skilaboðum lífeyrissjóða áður en þeir geta vænst þess að þoka sér upp þann kvarða er mælir traust.Höfundur er verkfræðingur
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun