Kæru ráðherrar og alþingismenn Vinstri grænna Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. febrúar 2019 10:00 Enn eru hvalveiðimál á dagskrá, gegn væntingum, þar sem menn töldu, að þeim – langreyðaveiðunum – hefði lokið fyrir fullt og allt í fyrra haust, þegar veiðiheimildir, sem Sigurður Ingi gaf út 2013, runnu út. Réttlætti forsætisráðherra nýjar langreyðaveiðar í fyrra sumar með því, að illt væri að rugla stjórnsýsluna með breytingum á reglugerðum, sem í gildi væru. Þótti sumum það yfirborðskennd skýring. Nú er orðrómur á kreiki um það, að ríkisstjórnin ætli að gefa út ný langreyða veiðileyfi til Hvals hf. Vekur þetta furðu undirritaðs og annarra, sem af þessu hafa heyrt. Trúa menn vart sínum eigin eyrum. Er helzta vonin, að þetta sé – eins og margt – marklaust slúður. Vil ég trúa því, þar til annað kemur á daginn. Ekki þarf að minna ykkur á ykkar eigin samþykktir frá 2015 í þessu máli, en m.a. voruð þið kjörin á þing út á þessa stefnu; friðun hvala. Fyrir einhverju verður „grænt“ líka að standa. Nýlega var haft eftir forsætisráðherra, að hún hefði aðallega gengið í VG af umhverfisástæðum. Túlkar einhver „umhverfi“ bara sem loft? Fyrir undirrituðum er „umhverfisvernd“ og „grænt“; dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Verður þar eitt ekki greint frá öðru. Vonandi geta allir verið sammála um það. Í stjórnarsáttmála er ljómandi ákvæði um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Gladdi það margan manninn. Því miður hefur samt engin breyting orðið í þessum málum, undir ykkar forsæti og stjórn, nema síður sé. Langreyðaveiðar hófust að nýju, í fullum stíl, fleiri hreindýr voru drepin í fyrrahaust, en nokkru sinni fyrr, mest allt kýr, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, ekkert bólar á verndun sela, þó að þeir hafi lengi verið í bráðri útrýmingarhættu, pólarrefurinn er hundeltur og ofsóttur, og til þess varið 100 milljónum árlega af almannafé, þó að enginn skaði liggi fyrir af hans völdum síðustu áratugi, stórfellt og stjórnlaust dráp á villtum fuglum heldur áfram, þó að fimm helztu dýra- og vistfræðingar landsins hafi gert og birt skýrslu í apríl 2016 um það, að 11 fuglategundir, þ.á.m lundi, hrafn og kjói, væru í bráðri útrýmingarhættu, og, að veiðiálag á 6 villtum fuglum væri of hátt og ógnaði tilveru þeirra, þar á meðal grágæs, langvía, álka og rjúpa. Nýlega hlutaðist ríkisstjórnin líka til um það, að 100 milljónum var veitt af fjármunum almennings til þess að styðja taprekstur 12 loðdýrabænda, sem reyndar fara fram á 200 milljónir í viðbót, en þessi „brúgrein“ er eitthvert það heiftarlegasta dýraníð, sem sögur fara af, og er búið að banna hana í flestum siðmenntuðum löndum, meðan að hún er styrkt í stórum stíl með almannafé af þessari ríkisstjórn. Er grænt orðið grátt eða svart? Átak í loftlagsmálum upp á 6,8 milljarða á 6 árum er þakkarvert og ykkur til sóma, en það er því miður það eina, sem þið getið státað af í „grænum málum“. Og, ef fjárhæðin er skoðuð í vissu samhengi, t.a.m. því, að á nákvæmlega sama tíma á að verja 120 milljörðum, nánast tuttugufaldri upphæð, til uppbyggingar flugstöðvarinnar í Keflavík – sem þó er líka gott mál -, þá fer glansinn nokkuð af 1.34 milljarði á ári í loftlagsvernd. Aftur að hvalveiðimálum. Nýlega gaf H.Í. út skýrslu um hvalveiðimál. Jafn illt og það er, þar sem Háskólinn ætti auðvitað að leggja áherzlu á vönduð, hlutlæg og akademísk vinnubrögð, þá er innihald þessarar skýrslu hrein sýndarmennska og út í hött. Útskýri ég það nánar í grein á Vísi, „Datt rektor HI á höfuðið...“ 25.01.19. Í millitíðinni staðfesti Háskóli Íslands við okkur, að hann hefði unnið „þróunarverkefni“ fyrir Hval hf, frá hausti 2017 fram til vors 2018, og fengið sex milljónir króna fyrir. Í beinu framhaldi af því fól sjávarútvegsráðherra HÍ, í nafni ríkisstjórnarinnar, að kanna fýsileika starfsemi Hvals hf. Góð og vönduð vinnubrögð það. Hér má líka nefna, að við höfum - með góðri hjálp lögfræðinga okkar, Ragnars Aðalsteinssonar hrl og hans félaga - kært Hval hf fyrir margvísleg meint lög- og reglugerðarbrot, sem í okkar augum eru augljós og skýr, og er málið nú hjá ríkissaksóknara. Vonumst við til, að hann muni gefa út ákæru á hendur Hval hf innan fárra mánaða. Ef orðrómur um nýjar langreyðaveiðar á við rök að styðjast, er það erindi þessa opna bréfs, að hvetja ykkur til þess, að standa eins og veggur gegn slíkri leyfisveitingu. Standa við samþykktir ykkar og stefnu, án frekari eftirgjafar. Ef það kostar stjórnarslit, þá verður að hafa það. Stefna skal standa, og, það er betra – líka uppbyggilegra til frambúðar –að falla með sóma, heldur en að standa með skömm og vanvirðu. Ekki væri það gott, að minnast 20 ára afmælis með grundvallar svikum við sjálfa sig og fylgjendur sína. Kær kveðja, JARÐARVINIR Ole Anton Bieltvedt, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Enn eru hvalveiðimál á dagskrá, gegn væntingum, þar sem menn töldu, að þeim – langreyðaveiðunum – hefði lokið fyrir fullt og allt í fyrra haust, þegar veiðiheimildir, sem Sigurður Ingi gaf út 2013, runnu út. Réttlætti forsætisráðherra nýjar langreyðaveiðar í fyrra sumar með því, að illt væri að rugla stjórnsýsluna með breytingum á reglugerðum, sem í gildi væru. Þótti sumum það yfirborðskennd skýring. Nú er orðrómur á kreiki um það, að ríkisstjórnin ætli að gefa út ný langreyða veiðileyfi til Hvals hf. Vekur þetta furðu undirritaðs og annarra, sem af þessu hafa heyrt. Trúa menn vart sínum eigin eyrum. Er helzta vonin, að þetta sé – eins og margt – marklaust slúður. Vil ég trúa því, þar til annað kemur á daginn. Ekki þarf að minna ykkur á ykkar eigin samþykktir frá 2015 í þessu máli, en m.a. voruð þið kjörin á þing út á þessa stefnu; friðun hvala. Fyrir einhverju verður „grænt“ líka að standa. Nýlega var haft eftir forsætisráðherra, að hún hefði aðallega gengið í VG af umhverfisástæðum. Túlkar einhver „umhverfi“ bara sem loft? Fyrir undirrituðum er „umhverfisvernd“ og „grænt“; dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Verður þar eitt ekki greint frá öðru. Vonandi geta allir verið sammála um það. Í stjórnarsáttmála er ljómandi ákvæði um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Gladdi það margan manninn. Því miður hefur samt engin breyting orðið í þessum málum, undir ykkar forsæti og stjórn, nema síður sé. Langreyðaveiðar hófust að nýju, í fullum stíl, fleiri hreindýr voru drepin í fyrrahaust, en nokkru sinni fyrr, mest allt kýr, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, ekkert bólar á verndun sela, þó að þeir hafi lengi verið í bráðri útrýmingarhættu, pólarrefurinn er hundeltur og ofsóttur, og til þess varið 100 milljónum árlega af almannafé, þó að enginn skaði liggi fyrir af hans völdum síðustu áratugi, stórfellt og stjórnlaust dráp á villtum fuglum heldur áfram, þó að fimm helztu dýra- og vistfræðingar landsins hafi gert og birt skýrslu í apríl 2016 um það, að 11 fuglategundir, þ.á.m lundi, hrafn og kjói, væru í bráðri útrýmingarhættu, og, að veiðiálag á 6 villtum fuglum væri of hátt og ógnaði tilveru þeirra, þar á meðal grágæs, langvía, álka og rjúpa. Nýlega hlutaðist ríkisstjórnin líka til um það, að 100 milljónum var veitt af fjármunum almennings til þess að styðja taprekstur 12 loðdýrabænda, sem reyndar fara fram á 200 milljónir í viðbót, en þessi „brúgrein“ er eitthvert það heiftarlegasta dýraníð, sem sögur fara af, og er búið að banna hana í flestum siðmenntuðum löndum, meðan að hún er styrkt í stórum stíl með almannafé af þessari ríkisstjórn. Er grænt orðið grátt eða svart? Átak í loftlagsmálum upp á 6,8 milljarða á 6 árum er þakkarvert og ykkur til sóma, en það er því miður það eina, sem þið getið státað af í „grænum málum“. Og, ef fjárhæðin er skoðuð í vissu samhengi, t.a.m. því, að á nákvæmlega sama tíma á að verja 120 milljörðum, nánast tuttugufaldri upphæð, til uppbyggingar flugstöðvarinnar í Keflavík – sem þó er líka gott mál -, þá fer glansinn nokkuð af 1.34 milljarði á ári í loftlagsvernd. Aftur að hvalveiðimálum. Nýlega gaf H.Í. út skýrslu um hvalveiðimál. Jafn illt og það er, þar sem Háskólinn ætti auðvitað að leggja áherzlu á vönduð, hlutlæg og akademísk vinnubrögð, þá er innihald þessarar skýrslu hrein sýndarmennska og út í hött. Útskýri ég það nánar í grein á Vísi, „Datt rektor HI á höfuðið...“ 25.01.19. Í millitíðinni staðfesti Háskóli Íslands við okkur, að hann hefði unnið „þróunarverkefni“ fyrir Hval hf, frá hausti 2017 fram til vors 2018, og fengið sex milljónir króna fyrir. Í beinu framhaldi af því fól sjávarútvegsráðherra HÍ, í nafni ríkisstjórnarinnar, að kanna fýsileika starfsemi Hvals hf. Góð og vönduð vinnubrögð það. Hér má líka nefna, að við höfum - með góðri hjálp lögfræðinga okkar, Ragnars Aðalsteinssonar hrl og hans félaga - kært Hval hf fyrir margvísleg meint lög- og reglugerðarbrot, sem í okkar augum eru augljós og skýr, og er málið nú hjá ríkissaksóknara. Vonumst við til, að hann muni gefa út ákæru á hendur Hval hf innan fárra mánaða. Ef orðrómur um nýjar langreyðaveiðar á við rök að styðjast, er það erindi þessa opna bréfs, að hvetja ykkur til þess, að standa eins og veggur gegn slíkri leyfisveitingu. Standa við samþykktir ykkar og stefnu, án frekari eftirgjafar. Ef það kostar stjórnarslit, þá verður að hafa það. Stefna skal standa, og, það er betra – líka uppbyggilegra til frambúðar –að falla með sóma, heldur en að standa með skömm og vanvirðu. Ekki væri það gott, að minnast 20 ára afmælis með grundvallar svikum við sjálfa sig og fylgjendur sína. Kær kveðja, JARÐARVINIR Ole Anton Bieltvedt, formaður
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun