„Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. febrúar 2019 19:19 Yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á að komist á leiðarenda með fársjúkt eða slasað fólk. Dæmi eru um að sjúkrabílar hafi bilað í forgangsakstri með sjúkling um borð. Fréttastofan greindi frá því fyrir helgi að opnun útboðs vegna fyrirhugaðra kaupa á tuttugu og fimm sjúkrabílum hafi verið frestað enn og aftur vegna deilu Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Ísland um yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Var þetta í þriðja sinn sem útboðinu er frestað og er ástæðan sú að ríkið hefur ekki aðgang að sjúkrabílasjóði sem Rauði krossinn á Íslandi á og rekur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þar miklir fjármunir, það miklir að hægt væri að fara langleiðina í að endurnýja sjúkrabílaflotann á Íslandi.Sjá einnig: Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deiluEngin lausn í deilu þessara aðila virðist vera í sjónmáli þar sem um er langt samningssamband milli aðila og flókna yfirfærslu á mikilvægri þjónustu sé að ræða og að tímafrekt hafi verið að vinna úr stöðunni frá því að viðræður hófust í mars í fyrra.Sjá einnig: Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Vegna deilunnar var ráðgjafafyrirtækið Capacent fengið til þess að taka saman greinargerð um Sjúkrabílasjóð og yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Greinargerðinni var skilað í síðustu viku og eftir að aðilar málsins höfðu skoðað skýrsluna urðu þeir ásáttir um að ræða ekki efni hennar opinberlega að svo stöddu.Sjúkrabílarnir á Ísafirði eru með þeim elstu í flotanum og eru reglulega á verkstæði.AðsendFréttastofan hefur rætt við umsjónarmenn sjúkrabíla víðsvegar um landið og eru þeir allir sammála um að ástandið á flotanum sé óboðlegt. Engin endurnýjun hefur átt sér stað síðan 2015, þegar samningur um reksturinn rann út. Samkvæmt upplýsingum telur sjúkrabílaflotinn 84 bíla. Í viðmiðurnartölum um aldur og akstur þeirra þyrfti að endurnýja yfir helming flotans á þessu ári, eða um 47 bifreiðar. Dæmum um bilanir á þessum mikilvægu flutningstækjum hefur fjölgað og ekki eru til varabílar sem taka við þurfi aðrir að verkstæðisþjónustu að halda.Sjá einnig: Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru sextán sjúkrabílar á starfssvæðinu, fjórir þeirra 26 ára gamlir. Dæmi eru um að alvarlegar bilanir hafi átt sér stað í sjúkrabílum í miðjum forgangsakstri. „Já því miður þá hafa bílar verið að bila og verið óökuhæfir með sjúkling um borð og við höfum orðið að senda aðra sjúkrabíla á móti til þess að ná í sjúklinganna,“ segir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi.Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands segir ömurlegt að sjúkraflutningamenn geti ekki treyst á bílana sem þeir vinna á.Vísir/JóhannKGísli segir að í tvígang á stuttum tíma hafi hann þurft að óska eftir bílaflutningabíla til þess að ná í sjúkrabíl og flytja þá á verkstæði. Hann segir að endurnýjun á sínu starfssvæði hefðu þurft að hefjast fyrir sex árum. „Ef að þetta dregst áfram í eitt ár í viðbót þá eru flestir bílar okkar komnir á þriðja hundrað þúsund kílómetra og alls ekki traustvekjandi í þessa,“ segir Gísli.Sjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Gísli hefur áhyggjur af þeim skjólstæðingum sem þurfa á þjónustunni að halda og bætir við að það sé og ömurlegt að hans mannskapur þurfi að vinna á tækjum sem að er ekki treystandi að komast á leiðarenda með fársjúkt eða slasað fólk.Sjúkrabíll úr Stykkishólmi á verkstæði á Akranesi. Búist er við því að hann verði úr umferð í að minnsta kosti tvær vikur.Vísir/JóhannK Akranes Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs. 12. september 2018 14:39 Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Velferðarráðuneytið hefur átt í viðræðum við tvo opinbera aðila um yfirtöku á rekstrinum. 21. mars 2018 19:15 Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deilu Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi deila sjúkrabílasjóð vegna yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Þrjú ár síðan síðasta endurnýju átti sér stað og flotinn orðinn gamal 8. febrúar 2019 18:30 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á að komist á leiðarenda með fársjúkt eða slasað fólk. Dæmi eru um að sjúkrabílar hafi bilað í forgangsakstri með sjúkling um borð. Fréttastofan greindi frá því fyrir helgi að opnun útboðs vegna fyrirhugaðra kaupa á tuttugu og fimm sjúkrabílum hafi verið frestað enn og aftur vegna deilu Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Ísland um yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Var þetta í þriðja sinn sem útboðinu er frestað og er ástæðan sú að ríkið hefur ekki aðgang að sjúkrabílasjóði sem Rauði krossinn á Íslandi á og rekur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þar miklir fjármunir, það miklir að hægt væri að fara langleiðina í að endurnýja sjúkrabílaflotann á Íslandi.Sjá einnig: Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deiluEngin lausn í deilu þessara aðila virðist vera í sjónmáli þar sem um er langt samningssamband milli aðila og flókna yfirfærslu á mikilvægri þjónustu sé að ræða og að tímafrekt hafi verið að vinna úr stöðunni frá því að viðræður hófust í mars í fyrra.Sjá einnig: Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Vegna deilunnar var ráðgjafafyrirtækið Capacent fengið til þess að taka saman greinargerð um Sjúkrabílasjóð og yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Greinargerðinni var skilað í síðustu viku og eftir að aðilar málsins höfðu skoðað skýrsluna urðu þeir ásáttir um að ræða ekki efni hennar opinberlega að svo stöddu.Sjúkrabílarnir á Ísafirði eru með þeim elstu í flotanum og eru reglulega á verkstæði.AðsendFréttastofan hefur rætt við umsjónarmenn sjúkrabíla víðsvegar um landið og eru þeir allir sammála um að ástandið á flotanum sé óboðlegt. Engin endurnýjun hefur átt sér stað síðan 2015, þegar samningur um reksturinn rann út. Samkvæmt upplýsingum telur sjúkrabílaflotinn 84 bíla. Í viðmiðurnartölum um aldur og akstur þeirra þyrfti að endurnýja yfir helming flotans á þessu ári, eða um 47 bifreiðar. Dæmum um bilanir á þessum mikilvægu flutningstækjum hefur fjölgað og ekki eru til varabílar sem taka við þurfi aðrir að verkstæðisþjónustu að halda.Sjá einnig: Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru sextán sjúkrabílar á starfssvæðinu, fjórir þeirra 26 ára gamlir. Dæmi eru um að alvarlegar bilanir hafi átt sér stað í sjúkrabílum í miðjum forgangsakstri. „Já því miður þá hafa bílar verið að bila og verið óökuhæfir með sjúkling um borð og við höfum orðið að senda aðra sjúkrabíla á móti til þess að ná í sjúklinganna,“ segir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi.Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands segir ömurlegt að sjúkraflutningamenn geti ekki treyst á bílana sem þeir vinna á.Vísir/JóhannKGísli segir að í tvígang á stuttum tíma hafi hann þurft að óska eftir bílaflutningabíla til þess að ná í sjúkrabíl og flytja þá á verkstæði. Hann segir að endurnýjun á sínu starfssvæði hefðu þurft að hefjast fyrir sex árum. „Ef að þetta dregst áfram í eitt ár í viðbót þá eru flestir bílar okkar komnir á þriðja hundrað þúsund kílómetra og alls ekki traustvekjandi í þessa,“ segir Gísli.Sjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Gísli hefur áhyggjur af þeim skjólstæðingum sem þurfa á þjónustunni að halda og bætir við að það sé og ömurlegt að hans mannskapur þurfi að vinna á tækjum sem að er ekki treystandi að komast á leiðarenda með fársjúkt eða slasað fólk.Sjúkrabíll úr Stykkishólmi á verkstæði á Akranesi. Búist er við því að hann verði úr umferð í að minnsta kosti tvær vikur.Vísir/JóhannK
Akranes Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs. 12. september 2018 14:39 Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Velferðarráðuneytið hefur átt í viðræðum við tvo opinbera aðila um yfirtöku á rekstrinum. 21. mars 2018 19:15 Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deilu Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi deila sjúkrabílasjóð vegna yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Þrjú ár síðan síðasta endurnýju átti sér stað og flotinn orðinn gamal 8. febrúar 2019 18:30 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs. 12. september 2018 14:39
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30
Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Velferðarráðuneytið hefur átt í viðræðum við tvo opinbera aðila um yfirtöku á rekstrinum. 21. mars 2018 19:15
Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deilu Heilbrigðisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi deila sjúkrabílasjóð vegna yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Þrjú ár síðan síðasta endurnýju átti sér stað og flotinn orðinn gamal 8. febrúar 2019 18:30
Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46
Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Velferðarráðuneytið ætlaði sér að nota sjúkrabílasjóð til kaupanna en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins 11. september 2018 18:45