Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2025 15:49 Drengirnir fór hér yfir á hlaupahjóli þegar ekið var á þá. Sólin var afar lágt á lofti þegar atvikið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Ekið var á tvö níu ára gömul börn um klukkan 14 í dag á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar. Annað var á reiðhjóli. Um mánuður er síðan ekið var á annað barn á sama stað, á sama tíma, um klukkan 14. Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang samkvæmt upplýsingum frá Árna Friðleifssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þarna var eldri ökumaður sem blindast af sól og sér ekki börn sem eru á gangbrautinni. Vitni á staðnum sögðu sólina hafa verið mjög lágt á lofti og mjög blindandi í þessari akstursátt. Það var minniháttar slys á barninu,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Laugarnesskóli sést hér í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Senda ábendingu á veghaldara Árni segir skýrt verklag hjá lögreglu þegar slys eiga sér stað að senda ábendingar til veghaldara, sérstaklega þegar tvö slys eru á sama stað eða þau varða börn. „Ef það eru slys á börnum þá skoðum við það sérstaklega,“ segir Árni sem á von á því að lögreglan sendi ábendingu og beiðni til borgarinnar um að skoða aðstæður á vettvangi. Árni Friðleifsson segir lögreglu alltaf taka það mjög alvarlega þegar ekið er á börn. Vísir/Ívar Fannar Það verði þó að taka tillit til þess að sól hafi verið lágt á lofti og sem dæmi sé ekki víst að umferðarljós hefðu stöðvað þennan ökumann við þessar tilteknu aðstæður. Hvað varðar hitt slysið, í október, segir hann „glórulaust“ að ökumaður hafi farið af vettvangi. Bæði slys voru tilkynnt til lögreglunnar. Sólin afar lágt á lofti Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla, varð vitni að atvikinu í dag. „Ég var rétt búin að labba yfir með konunni minni og syni og var komin fjóra til fimm metra þegar ég heyrði bílinn nauðhemla,“ segir hann og að bíllinn hafi farið á hjól drengs sem var að fara yfir götuna. Hjólið sé skemmt en drengurinn hafi ekki slasast alvarlega. Hann segir annan dreng hafa verið á staðnum en aðeins var tilkynnt um eitt barn til lögreglu. Guðmundur segir sólina hafa verið lágt á lofti og hann hafi sjálfur sérstaklega gætt að því að ökumenn myndu sjá hann. Ökumaðurinn hafi verið miður sín yfir atvikinu. „Þetta tiltekna atvik er kannski ekki fréttin hérna, heldur er fréttin sú að það er mánuður síðan það var keyrt á annað barn þarna,“ segir hann. Fjallað var um atvikið á Vísi en þá lét ökumaðurinn sig hverfa af vettvangi án þess að stöðva. Vitni láðist að skilja eftir númer. Faðir drengsins sagði hann í áfalli. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan tvö á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Drengurinn, sem er í sjötta bekk, var að hjóla yfir gangbraut við Laugarnesskóla þegar keyrt var á hann. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Frétt uppfærð 16:51 þann 11.11.2025 Í upprunalegri útgáfu var haft eftir lögreglu að barnið hefði verið á hlaupahjóli. Samkvæmt vitni sem fréttastofa ræddi við var barnið á reiðhjóli. Þá kom einnig fram í upprunalegri útgáfu að í tilkynningu til lögreglu hefði aðeins verið talað um að ekið hefði verið á eitt barn. Þau voru tvö, annað á hjóli, og það var síðar leiðrétt. Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Umferðaröryggi Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang samkvæmt upplýsingum frá Árna Friðleifssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þarna var eldri ökumaður sem blindast af sól og sér ekki börn sem eru á gangbrautinni. Vitni á staðnum sögðu sólina hafa verið mjög lágt á lofti og mjög blindandi í þessari akstursátt. Það var minniháttar slys á barninu,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Laugarnesskóli sést hér í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Senda ábendingu á veghaldara Árni segir skýrt verklag hjá lögreglu þegar slys eiga sér stað að senda ábendingar til veghaldara, sérstaklega þegar tvö slys eru á sama stað eða þau varða börn. „Ef það eru slys á börnum þá skoðum við það sérstaklega,“ segir Árni sem á von á því að lögreglan sendi ábendingu og beiðni til borgarinnar um að skoða aðstæður á vettvangi. Árni Friðleifsson segir lögreglu alltaf taka það mjög alvarlega þegar ekið er á börn. Vísir/Ívar Fannar Það verði þó að taka tillit til þess að sól hafi verið lágt á lofti og sem dæmi sé ekki víst að umferðarljós hefðu stöðvað þennan ökumann við þessar tilteknu aðstæður. Hvað varðar hitt slysið, í október, segir hann „glórulaust“ að ökumaður hafi farið af vettvangi. Bæði slys voru tilkynnt til lögreglunnar. Sólin afar lágt á lofti Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla, varð vitni að atvikinu í dag. „Ég var rétt búin að labba yfir með konunni minni og syni og var komin fjóra til fimm metra þegar ég heyrði bílinn nauðhemla,“ segir hann og að bíllinn hafi farið á hjól drengs sem var að fara yfir götuna. Hjólið sé skemmt en drengurinn hafi ekki slasast alvarlega. Hann segir annan dreng hafa verið á staðnum en aðeins var tilkynnt um eitt barn til lögreglu. Guðmundur segir sólina hafa verið lágt á lofti og hann hafi sjálfur sérstaklega gætt að því að ökumenn myndu sjá hann. Ökumaðurinn hafi verið miður sín yfir atvikinu. „Þetta tiltekna atvik er kannski ekki fréttin hérna, heldur er fréttin sú að það er mánuður síðan það var keyrt á annað barn þarna,“ segir hann. Fjallað var um atvikið á Vísi en þá lét ökumaðurinn sig hverfa af vettvangi án þess að stöðva. Vitni láðist að skilja eftir númer. Faðir drengsins sagði hann í áfalli. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan tvö á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Drengurinn, sem er í sjötta bekk, var að hjóla yfir gangbraut við Laugarnesskóla þegar keyrt var á hann. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Frétt uppfærð 16:51 þann 11.11.2025 Í upprunalegri útgáfu var haft eftir lögreglu að barnið hefði verið á hlaupahjóli. Samkvæmt vitni sem fréttastofa ræddi við var barnið á reiðhjóli. Þá kom einnig fram í upprunalegri útgáfu að í tilkynningu til lögreglu hefði aðeins verið talað um að ekið hefði verið á eitt barn. Þau voru tvö, annað á hjóli, og það var síðar leiðrétt.
Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Umferðaröryggi Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira