Telur ögurstundu renna upp í kjaraviðræðum í næstu viku Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. febrúar 2019 08:30 Halldór Benjamín Þorbergsson og Vilhjálmur Birgisson heilsast á fundi hjá ríkissáttasemjara. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það hefur verið vitað allan tímann að stjórnvöld eru ákveðinn lykill að þessu máli. Við erum ekki að fara að semja um launahækkanir ef þær brenna svo bara upp annars staðar, hvort sem það er í skattkerfinu eða á húsnæðismarkaðnum. Hver sú niðurstaða verður á eftir að koma í ljós,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um stöðuna í kjaraviðræðum. Hún segir ýmislegt undir í samtali aðila vinnumarkaðarins við stjórnvöld. „Það er verið að reyna að púsla saman myndinni á mörgum vígstöðvum en ég er ekki búin að sjá neinar tillögur frá stjórnvöldum í skattamálunum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), telur skilaboð stjórnvalda skýr. „Mér finnst stjórnvöld hafa gefið mjög skýrt til kynna að forsenda fyrir aðkomu þeirra sé sú að kjarasamningar séu á lokametrunum og að þeir séu skynsamlegir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það ljóst að krafa sé gerð um að menn hafi í byrjun næstu viku einhverja vitneskju um hvað stjórnvöld ætli að gera. Fundað verður í deilu SA og fjögurra stéttarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag . „Það var talað um að Samtök atvinnulífsins myndu koma með eitthvað varðandi launaliðinn þannig að við verðum bara að sjá hvernig þeir bregðast við þar. Ég held það liggi alveg fyrir að langlundargeð stéttarfélaganna sé nú að verða að þrotum komið og hef trú á því að ögurstund muni renna upp í næstu viku,“ segir Vilhjálmur. Halldór Benjamín var ekki tilbúinn til að greina frá því hvað SA ætli að koma með að borðinu. „Við sjáum hverju fram vindur á fundinum. Það er samt mikilvægt að það verði leitt til lykta hvernig við sjáum þessar kjaraviðræður þróast áfram.“ Efling kynnti í gær niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsmanna sinna. Tæp 80 prósent þeirra telja kröfugerð félagsins sanngjarna og sama hlutfall er hlynnt því að fara í verkfall til að knýja á um þær kröfur. Þá sögðust 63 prósent félagsmanna hafa miklar eða mjög miklar fjárhagsáhyggjur. Vilhjálmur segir þessar niðurstöður segja meira en mörg orð um stöðuna. „Það er í mínum huga alveg ljóst að verkalýðshreyfingin er tilbúin að láta kné fylgja kviði í því að skapa þessu fólki áhyggjulausara umhverfi en það þarf að búa við í dag. Það þurfa allir, atvinnurekendur, stjórnvöld og verkalýðshreyfingin, að vera með í þessari vegferð. Ef menn gera það ekki er alveg ljóst í hvað stefnir. Þetta er engin hótun, þetta er staðreynd.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
„Það hefur verið vitað allan tímann að stjórnvöld eru ákveðinn lykill að þessu máli. Við erum ekki að fara að semja um launahækkanir ef þær brenna svo bara upp annars staðar, hvort sem það er í skattkerfinu eða á húsnæðismarkaðnum. Hver sú niðurstaða verður á eftir að koma í ljós,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um stöðuna í kjaraviðræðum. Hún segir ýmislegt undir í samtali aðila vinnumarkaðarins við stjórnvöld. „Það er verið að reyna að púsla saman myndinni á mörgum vígstöðvum en ég er ekki búin að sjá neinar tillögur frá stjórnvöldum í skattamálunum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), telur skilaboð stjórnvalda skýr. „Mér finnst stjórnvöld hafa gefið mjög skýrt til kynna að forsenda fyrir aðkomu þeirra sé sú að kjarasamningar séu á lokametrunum og að þeir séu skynsamlegir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það ljóst að krafa sé gerð um að menn hafi í byrjun næstu viku einhverja vitneskju um hvað stjórnvöld ætli að gera. Fundað verður í deilu SA og fjögurra stéttarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag . „Það var talað um að Samtök atvinnulífsins myndu koma með eitthvað varðandi launaliðinn þannig að við verðum bara að sjá hvernig þeir bregðast við þar. Ég held það liggi alveg fyrir að langlundargeð stéttarfélaganna sé nú að verða að þrotum komið og hef trú á því að ögurstund muni renna upp í næstu viku,“ segir Vilhjálmur. Halldór Benjamín var ekki tilbúinn til að greina frá því hvað SA ætli að koma með að borðinu. „Við sjáum hverju fram vindur á fundinum. Það er samt mikilvægt að það verði leitt til lykta hvernig við sjáum þessar kjaraviðræður þróast áfram.“ Efling kynnti í gær niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsmanna sinna. Tæp 80 prósent þeirra telja kröfugerð félagsins sanngjarna og sama hlutfall er hlynnt því að fara í verkfall til að knýja á um þær kröfur. Þá sögðust 63 prósent félagsmanna hafa miklar eða mjög miklar fjárhagsáhyggjur. Vilhjálmur segir þessar niðurstöður segja meira en mörg orð um stöðuna. „Það er í mínum huga alveg ljóst að verkalýðshreyfingin er tilbúin að láta kné fylgja kviði í því að skapa þessu fólki áhyggjulausara umhverfi en það þarf að búa við í dag. Það þurfa allir, atvinnurekendur, stjórnvöld og verkalýðshreyfingin, að vera með í þessari vegferð. Ef menn gera það ekki er alveg ljóst í hvað stefnir. Þetta er engin hótun, þetta er staðreynd.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira