Þöggun á þöggun ofan Bolli Héðinsson skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SVS) telja sig hafa komist í feitt með frásögnum af 30 ára gömlum blaðagreinum eftir mig þó að um leið lýsi það mikilli málefnafátækt að gera mér upp skoðanir sem ég hvorki hef nú né hef nokkurn tíma haft. Sjálfsagt er tilgangurinn að þagga niður gagnrýni mína um að þjóðin fái ekki þann arð af sjávarútvegsauðlindinni sem henni ber. Þekktar aðferðir útgerðanna til að þagga niður í fólki eru að segja því upp skiprúmi eða hringja í vinnuveitendur „óþægilegra“ einstaklinga og krefjast brottrekstrar þeirra. Meira að segja „læk“ á sjónarmið andstæð útgerðinni á Facebook geta sett störf manna í hættu.Sérkennilegar textaskýringar Nú fara aðferðir þeirra í nýjar hæðir þegar leitað er í gömlum blöðum. Ég er SFS þakklátur fyrir að að rifja upp þessar gömlu blaðagreinar og get ég verið ánægður með framsýni mína og skoðanir sem þar birtast. Grein mín í Sjómannablaðinu Víkingi fjallaði um að eftir að kvótakerfinu var komið á þá dugði það eitt og sér ekki til að fækka skipum þannig að greinin yrði arðbær. Enn voru of mörg skip á höttunum eftir of fáum fiskum svo fleira þurfi að koma til. Sú lagfæring kerfisins átti sér stað stuttu síðar. Ef einhverjir vilja kynna sér greinina þá er hana að finna hér: https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=313629&pageId=4882494&lang=is&q=Bolli%20Héðinsson Hins vegar grein í Ægi þar sem ég bendi á að með öllu sé ótækt að Hafrannsóknastofnun sé gerð að blóraböggli rangra stjórnvaldsákvarðana. Stjórnvaldsákvarðanir um hámarksafla verði að vera í höndum kjörinna ráðamanna sem þurfi að standa skil gjörða sinna frammi fyrir kjósendum og að sjálfsögðu eigi þeir að styðjast við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar: https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=290017&pageId=4247565&lang=is&q=Bolli%20Héðinsson Svo að næst þegar á að reyna að koma höggi á mig þá detta mér í hug útvarpserindi mín „um daginn og veginn“ frá áttunda áratugnum, þar er af nógu að taka. Eins gott að SFS eru öflug samtök með nægan pening til að grufla í segulbandasafninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SVS) telja sig hafa komist í feitt með frásögnum af 30 ára gömlum blaðagreinum eftir mig þó að um leið lýsi það mikilli málefnafátækt að gera mér upp skoðanir sem ég hvorki hef nú né hef nokkurn tíma haft. Sjálfsagt er tilgangurinn að þagga niður gagnrýni mína um að þjóðin fái ekki þann arð af sjávarútvegsauðlindinni sem henni ber. Þekktar aðferðir útgerðanna til að þagga niður í fólki eru að segja því upp skiprúmi eða hringja í vinnuveitendur „óþægilegra“ einstaklinga og krefjast brottrekstrar þeirra. Meira að segja „læk“ á sjónarmið andstæð útgerðinni á Facebook geta sett störf manna í hættu.Sérkennilegar textaskýringar Nú fara aðferðir þeirra í nýjar hæðir þegar leitað er í gömlum blöðum. Ég er SFS þakklátur fyrir að að rifja upp þessar gömlu blaðagreinar og get ég verið ánægður með framsýni mína og skoðanir sem þar birtast. Grein mín í Sjómannablaðinu Víkingi fjallaði um að eftir að kvótakerfinu var komið á þá dugði það eitt og sér ekki til að fækka skipum þannig að greinin yrði arðbær. Enn voru of mörg skip á höttunum eftir of fáum fiskum svo fleira þurfi að koma til. Sú lagfæring kerfisins átti sér stað stuttu síðar. Ef einhverjir vilja kynna sér greinina þá er hana að finna hér: https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=313629&pageId=4882494&lang=is&q=Bolli%20Héðinsson Hins vegar grein í Ægi þar sem ég bendi á að með öllu sé ótækt að Hafrannsóknastofnun sé gerð að blóraböggli rangra stjórnvaldsákvarðana. Stjórnvaldsákvarðanir um hámarksafla verði að vera í höndum kjörinna ráðamanna sem þurfi að standa skil gjörða sinna frammi fyrir kjósendum og að sjálfsögðu eigi þeir að styðjast við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar: https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=290017&pageId=4247565&lang=is&q=Bolli%20Héðinsson Svo að næst þegar á að reyna að koma höggi á mig þá detta mér í hug útvarpserindi mín „um daginn og veginn“ frá áttunda áratugnum, þar er af nógu að taka. Eins gott að SFS eru öflug samtök með nægan pening til að grufla í segulbandasafninu.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar