El Chapo sakfelldur Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2019 17:59 Glæpaferill Guzman spannar meira en 25 ár og er talið að hann hafi smyglað meira en 200 tonnum af kókaíni inn í Bandaríkin. Vísir/AP Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar í Bandaríkjunum. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður en umfangsmikil glæpasamtök hans smygluðu marijúana, kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Guzman var ákærður í ellefu liðum. Það tók kviðdómendur í New York sex daga að komast að niðurstöðu í máli Guzman. Hún er að hann var dæmdur sekur í fjölda ákæruliða sem snúa að mestu að rekstri glæpasamtaka og fíkniefnasölu. Dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram en talið er að Guzman, sem er 61 árs gamall, muni sitja í fangelsi út líf sitt.Sjá einnig: Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El ChapoÞá verður Guzman settur í fangelsi með gífurlegri öryggisgæslu en hann þykir háll sem áll. Áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Réttarhöldin hafa staðið yfir undanfarna þrjá mánuði og hafa á sjötta tug manna borið vitni gegn Guzman. Þar komu ýmsar upplýsingar fram um hvernig Sinaloa-samtökin, sem Guzman leiddi, öfluðu milljörðum dala með fíkniefnasölu og ofbeldi. Vitni lýstu meðal annars því hvernig Guzman fyrirskipaði launmorð, mútaði embættismönnum og smyglaði fíkniefnum inn í Bandaríkin.Sjá einnig: El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dalaGlæpaferill Guzman spannar meira en 25 ár og er talið að hann hafi smyglað yfir 200 tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna. Málsvörn verjenda hans tók einungis um þrjátíu mínútur. Verjendur hans sögðu ákærurnar gegn honum byggja á sögum glæpamanna sem „ljúgi, steli, svindli, selji fíkniefni og myrði fólk“. Guzman sjálfur tók þá ákvörðun að bera ekki vitni á meðan á réttarhöldunum stóð. Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar Guzman var handtekinn í Mexíkó árið 2016. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 Eiturlyfjabaróninn El Chapo kvartar yfir aðstæðum sínum í bandarísku fangelsi Mexíkanski eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, kvartar sáran yfir meðferð bandarískra fangelsisyfirvalda á sér. 4. febrúar 2017 20:40 Rétt slapp við skotárás mexíkósku mafíunnar Íslenskur plötusnúður var á leið á Blue Parrot-klúbbinn í Mexíkó þegar skothríð hófst í klúbbnum. Fimm lágu í valnum og 15 særðust. 25. janúar 2017 06:00 Lögreglan í Mexíkó skaut nítján úr eiturlyfjagengi El Chapo Lögreglan í Mexíkó skaut nítján vopnaða menn úr einu stærsta eiturlyfjagengi landsins. 1. júlí 2017 19:34 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar í Bandaríkjunum. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður en umfangsmikil glæpasamtök hans smygluðu marijúana, kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Guzman var ákærður í ellefu liðum. Það tók kviðdómendur í New York sex daga að komast að niðurstöðu í máli Guzman. Hún er að hann var dæmdur sekur í fjölda ákæruliða sem snúa að mestu að rekstri glæpasamtaka og fíkniefnasölu. Dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram en talið er að Guzman, sem er 61 árs gamall, muni sitja í fangelsi út líf sitt.Sjá einnig: Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El ChapoÞá verður Guzman settur í fangelsi með gífurlegri öryggisgæslu en hann þykir háll sem áll. Áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Réttarhöldin hafa staðið yfir undanfarna þrjá mánuði og hafa á sjötta tug manna borið vitni gegn Guzman. Þar komu ýmsar upplýsingar fram um hvernig Sinaloa-samtökin, sem Guzman leiddi, öfluðu milljörðum dala með fíkniefnasölu og ofbeldi. Vitni lýstu meðal annars því hvernig Guzman fyrirskipaði launmorð, mútaði embættismönnum og smyglaði fíkniefnum inn í Bandaríkin.Sjá einnig: El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dalaGlæpaferill Guzman spannar meira en 25 ár og er talið að hann hafi smyglað yfir 200 tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna. Málsvörn verjenda hans tók einungis um þrjátíu mínútur. Verjendur hans sögðu ákærurnar gegn honum byggja á sögum glæpamanna sem „ljúgi, steli, svindli, selji fíkniefni og myrði fólk“. Guzman sjálfur tók þá ákvörðun að bera ekki vitni á meðan á réttarhöldunum stóð. Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar Guzman var handtekinn í Mexíkó árið 2016.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 Eiturlyfjabaróninn El Chapo kvartar yfir aðstæðum sínum í bandarísku fangelsi Mexíkanski eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, kvartar sáran yfir meðferð bandarískra fangelsisyfirvalda á sér. 4. febrúar 2017 20:40 Rétt slapp við skotárás mexíkósku mafíunnar Íslenskur plötusnúður var á leið á Blue Parrot-klúbbinn í Mexíkó þegar skothríð hófst í klúbbnum. Fimm lágu í valnum og 15 særðust. 25. janúar 2017 06:00 Lögreglan í Mexíkó skaut nítján úr eiturlyfjagengi El Chapo Lögreglan í Mexíkó skaut nítján vopnaða menn úr einu stærsta eiturlyfjagengi landsins. 1. júlí 2017 19:34 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12
Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43
Eiturlyfjabaróninn El Chapo kvartar yfir aðstæðum sínum í bandarísku fangelsi Mexíkanski eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, kvartar sáran yfir meðferð bandarískra fangelsisyfirvalda á sér. 4. febrúar 2017 20:40
Rétt slapp við skotárás mexíkósku mafíunnar Íslenskur plötusnúður var á leið á Blue Parrot-klúbbinn í Mexíkó þegar skothríð hófst í klúbbnum. Fimm lágu í valnum og 15 særðust. 25. janúar 2017 06:00
Lögreglan í Mexíkó skaut nítján úr eiturlyfjagengi El Chapo Lögreglan í Mexíkó skaut nítján vopnaða menn úr einu stærsta eiturlyfjagengi landsins. 1. júlí 2017 19:34