Er skjátími barna góður eða slæmur? Valgerður Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2019 12:00 Umræða um skjátíma barna er áberandi í samfélaginu, bæði hérlendis og erlendis. Kennarar tala um að símar steli athygli nemenda í kennslu og foreldrar hafa áhyggjur af skjánotkun heima fyrir. Frakkland og Svíþjóð hafa þegar sett í lög sem banna notkun snjallsíma á skólatíma. Mörg sveitarfélög hér á landi hafa verið að móta stefnu um notkun nemenda á snjallsímum á skólatíma. Það er mikilvægt að stjórnvöld, sveitarfélög og heimili ræði hvernig við vinnum með þessa þróun og áhrif þess á samfélagið okkar. Þar er Reykjavíkurborg ekki undanskilin. Það er mikilvægt að við tökum upplýsta afstöðu til skjátíma barna og horfum til reynslu og ólíkra sjónarmiða. Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir fundi um farsíma- og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna í Valhöll klukkan 20:00 í kvöld. Þar munum við ræða gagnsemi og áhættu sem ný tækni hefur á samfélagið okkar. Hvernig er hægt að nýta tækni í skólum og hvernig snýr þetta að félagslegum þáttum í lífi hvers barns. Meðal annars munum við velta velta því fyrir okkur hvenær skjátími er kominn yfir hættumörk?Nauðsynlegt að borgin taki afstöðu Þrír góðir gestir munu flytja erindi til að skoða málin frá ólíkum hliðum. Björn Hjálmarsson, barnalæknir á BUGL, mun ræða um afleiðingar mikillar notkunar og rafræns skjáheilkennis ef netnotkun verður agalaus, sem og mikilvægi þess að jafnvægi sé á skjátíma barna. Þá mun Björn Gunnlaugsson, kennari og fyrrum verkefnisstjóri spjaldtölvuinnleiðingar í Kópavogi tala um gagnsemi nútímatækni fyrir börn og ungmenni og mikilvægi þess að skólastarf taki mið af samfélagsbreytingum til að auka áhuga nemenda á námi. Síðan mun hún Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og og ráðgjafi hjá Þitt virði fjalla um viðhorf barna og hlutverk foreldra þegar kemur að skjátíma og tækjanotkun og hvernig foreldrar geta verið fyrirmyndir. Það verður áhugavert að hlusta á þau erindi sem verða flutt á fundinum. Á sama tíma og tæknin hefur auðveldað samskipti og opnað fyrir nýjum tækifærum þá þarf að læra að fara með og nýta rétt. Ég vil taka málið upp í borgarstjórn Reykjavíkur enda nauðsynlegt að borgin taki afstöðu um farsíma og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna á skólatímum. Mín afstaða er skýr, við eigum að setja reglur sem takmarka notkun farsíma barna á skólatíma. Bæði til að þau verði síður fyrir truflun á meðan kennslu stendur en líka til að efla félagslegu þættina. Skólastarf verður alltaf undir áhrifum tækniþróunar, sem er gott mál, enda mikilvægt að nýta tækni við kennslu, en það þarf líka að finna jafnvægi á milli skjásins og kennslunnar.Valgerður SigurðardóttirBorgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Umræða um skjátíma barna er áberandi í samfélaginu, bæði hérlendis og erlendis. Kennarar tala um að símar steli athygli nemenda í kennslu og foreldrar hafa áhyggjur af skjánotkun heima fyrir. Frakkland og Svíþjóð hafa þegar sett í lög sem banna notkun snjallsíma á skólatíma. Mörg sveitarfélög hér á landi hafa verið að móta stefnu um notkun nemenda á snjallsímum á skólatíma. Það er mikilvægt að stjórnvöld, sveitarfélög og heimili ræði hvernig við vinnum með þessa þróun og áhrif þess á samfélagið okkar. Þar er Reykjavíkurborg ekki undanskilin. Það er mikilvægt að við tökum upplýsta afstöðu til skjátíma barna og horfum til reynslu og ólíkra sjónarmiða. Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir fundi um farsíma- og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna í Valhöll klukkan 20:00 í kvöld. Þar munum við ræða gagnsemi og áhættu sem ný tækni hefur á samfélagið okkar. Hvernig er hægt að nýta tækni í skólum og hvernig snýr þetta að félagslegum þáttum í lífi hvers barns. Meðal annars munum við velta velta því fyrir okkur hvenær skjátími er kominn yfir hættumörk?Nauðsynlegt að borgin taki afstöðu Þrír góðir gestir munu flytja erindi til að skoða málin frá ólíkum hliðum. Björn Hjálmarsson, barnalæknir á BUGL, mun ræða um afleiðingar mikillar notkunar og rafræns skjáheilkennis ef netnotkun verður agalaus, sem og mikilvægi þess að jafnvægi sé á skjátíma barna. Þá mun Björn Gunnlaugsson, kennari og fyrrum verkefnisstjóri spjaldtölvuinnleiðingar í Kópavogi tala um gagnsemi nútímatækni fyrir börn og ungmenni og mikilvægi þess að skólastarf taki mið af samfélagsbreytingum til að auka áhuga nemenda á námi. Síðan mun hún Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og og ráðgjafi hjá Þitt virði fjalla um viðhorf barna og hlutverk foreldra þegar kemur að skjátíma og tækjanotkun og hvernig foreldrar geta verið fyrirmyndir. Það verður áhugavert að hlusta á þau erindi sem verða flutt á fundinum. Á sama tíma og tæknin hefur auðveldað samskipti og opnað fyrir nýjum tækifærum þá þarf að læra að fara með og nýta rétt. Ég vil taka málið upp í borgarstjórn Reykjavíkur enda nauðsynlegt að borgin taki afstöðu um farsíma og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna á skólatímum. Mín afstaða er skýr, við eigum að setja reglur sem takmarka notkun farsíma barna á skólatíma. Bæði til að þau verði síður fyrir truflun á meðan kennslu stendur en líka til að efla félagslegu þættina. Skólastarf verður alltaf undir áhrifum tækniþróunar, sem er gott mál, enda mikilvægt að nýta tækni við kennslu, en það þarf líka að finna jafnvægi á milli skjásins og kennslunnar.Valgerður SigurðardóttirBorgarfulltrúi
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun