Þetta var sautjánda tap liðsins í röð og er um félagsmet að ræða. Kadeem Allen skoraði 25 stig fyrir Knicks sem er persónulegt met hjá honum en það dugði ekki til.
Knicks er með verstan árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið hefur unnið tíu leiki í vetur en tapað 46. Enn fremur hefur liðið tapað 30 af síðustu 32 leikjum sínum.
James Harden fór enn og aftur á kostum fyrir Houston sem hafði betur gegn Dallas í baráttu Texas-liðanna. Hann skoraði 31 stig og hefur því afrekað að skora minnst 30 stig í 30 leikjum í röð.
Russell Westbrook bætti met þegar hann var með tvöfalda þrennu í tíunda leiknum í röð, er Oklahoma City vann Portland, 120-111. Westbrook var með 21 stig, fjórtán fráköst og ellefu stoðsendingar. Paul George var líka magnaður og skoraði 47 stig fyrir Oklahoma City.
Kawhi Leonard var hetja Toronto er hann skoraði sigurkörfu liðsins gegn Brooklyn í nótt, þegar 4,2 sekúndur voru til leiksloka. Toronto vann leikinn, 127-125.
Úrslit næturinnar:
Cleveland - New York 107-104
Detroit - Washington 121-112
Indiana - Charlotte 99-90
Toronto - Brooklyn 127-125
Chicago - Milwaukee 99-112
Houston - Dallas 120-104
Minnesota - LA Clippers 130-120
Oklahoma City - Portland 120-111
Denver - Miami 103-87