Segir ekkert eðlilegt við réttarhöldin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. febrúar 2019 07:15 Kyrrð var yfir hæstarétti Spánar í gær. Óvíst að staðan verði eins í dag þegar réttarhöldin hefjast. Nordicphotos/AFP Réttarhöld yfir átján leiðtogum katalónsku aðskilnaðarhreyfingarinnar hefjast við hæstarétt Spánar í dag. Búast má við því að þau standi yfir í nokkra mánuði. Saksóknari dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari og þjóðernishyggjuflokkurinn Vox höfða málið. Alls krefjast opinberu aðilarnir tveir fangelsisdóms yfir tólf af hinum ákærðu. Þar af eru tveir aðgerðasinnar, níu fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnarinnar og einn fyrrverandi forseti katalónska þingsins. Málið má rekja aftur til haustsins 2017 en Katalónar gengu til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði þann 1. október. Ákærðu eru sökuð um uppreisn, uppreisnaráróður og jafnvel skipulagða glæpastarfsemi vegna sjálfstæðisatkvæðagreiðslunnar og -yfirlýsingarinnar. Olivier Peter, lögmaður Jordis Cuixart, ákærðs aðskilnaðarsinna sem hefur sætt gæsluvarðhaldi í sextán mánuði, segir í samtali við Fréttablaðið að réttarhöldin séu bæði einstök og afbrigðileg. „Mannréttindadómstóll Evrópu hefur áður fordæmt Spán fyrir hlutdrægni nokkurra dómara sem starfa innan þessa afbrigðilega dómsvalds, GRECO hefur ítrekað gagnrýnt að dómarar séu skipaðir með samkomulagi Sósíalistaflokksins og Lýðflokksins, og einn talsmanna Lýðflokksins viðurkenndi nýverið að flokkurinn stýrði sakamáladeild hæstaréttar „úr bakherbergjunum“,“ segir Peter og bætir við: „Loks er vert að nefna að forseti hæstaréttar sat í ráðuneyti José Maria Aznar og var þannig hluti af íhaldssamasta og þjóðernissinnaðasta væng spænska hægrisins. Þetta eru ekki einfaldlega dómarar sem úrskurða um sekt eða sakleysi. Þetta eru spænskir þjóðernishyggjumenn sem eru að úrskurða um rétt Katalóna til sjálfsákvörðunar. Í ljósi þessara aðstæðna er ljóst að dómurinn yfir hinum ákærðu er löngu ákveðinn.“Olivier Peter, lögmaður. Mynd/AðsendAð sögn Peters hefur sú skylda dómskerfisins að álíta ákærðu saklaus uns sekt er sönnuð verið virt að vettugi. Nefnir hann í því samhengi langt gæsluvarðhald Cuixarts og vangaveltur ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins um möguleikann á því að náða ákærðu ef þau hætta að vinna að pólitísku markmiði sínu. „Spænska ríkið hefur fengið fyrirsjáanleg viðbrögð frá alþjóðlegum mannréttindasamtökum. Amnesty International, World Organization Against Torture, International PEN, Front Line Defenders og fjölmörg önnur samtök hafa gagnrýnt ásakanirnar gegn herra Cuixart og sagt að staðreyndir málsins sýni fram á að hann hafi einungis verið að nýta tjáningarfrelsi sitt. Samtökin hafa kallað eftir því að ákæran verði felld niður og honum sleppt úr haldi tafarlaust,“ segir Peter. Peter segir Spán standa frammi fyrir tveimur valkostum. Annaðhvort dæmi hæstiréttur ákærðu í fangelsi, stilli sér þannig upp með öfgaþjóðernishyggjumönnum og fórni þannig trúverðugleika sínum á alþjóðavettvangi. Ellegar gætu Spánverjar sýknað ákærðu og leyst úr haldi. „Ef dómurinn er nú þegar ákveðinn gæti svo farið að mikil fjöldamótmæli í Katalóníu og þrautseigja alþjóðlegra gagnrýnenda neyði Spán til þess að hugsa sinn gang.“ Aðdragandi réttarhaldanna hefur verið umdeildur. Bæði hafa Katalónar gagnrýnt að lykilvitni þeirra fái ekki að koma fyrir dóm þegar sama gildir ekki um vitni saksóknara og svo féll ákvörðun hæstaréttar um að hafna samtökum um að stunda alþjóðlegt eftirlit í grýttan jarðveg. „Viðvera alþjóðlegra eftirlitsmanna truflar hæstarétt greinilega en það er enn eitt einkenni þess hve afbrigðileg þessi réttarhöld eru. Það að samtökum hafi verið neitað um að stunda eftirlit sýnir eðli hæstaréttar,“ segir Peter. Lögmaðurinn segist ætla að einbeita sér að því að vekja máls á „þeim mörgu brotum“ á grundvallarmannréttindum skjólstæðings síns sem og að tryggja að nauðsynleg skilyrði séu uppfyllt svo hægt sé að fara með málið áfram fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Að lokum segir Peter að ekkert sé eðlilegt við komandi réttarhöld. „Þau eru í raun glæpur gegn pólitískum andstæðingi, framinn í pólitískum tilgangi. Réttarhöldin eru pólitísk. Markmiðið er ekki að framfylgja lögum heldur að fjarlægja pólitíska leikmenn af þinginu og af götunum og þannig veikja málstað þeirra.“ Ekki hefur náðst í Vox né saksóknara hins opinbera þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í grein sem spænska sendiráðið sendi Fréttablaðinu, en reyndist of löng til birtingar, sagði Rafael Arenas García lagaprófessor, að réttarhöldin myndu leiða sannleikann í ljós. García sagði að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði 103 sinnum úrskurðað gegn Spáni en mun oftar gegn til dæmis Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Belgíu. „Spánn er lýðræðisríki þar sem virðing er borin fyrir skiptingu ríkisvalds. Allir alþjóðlegir mælikvarðar sýna að á Spáni ríkir fullt lýðræði og allar ásakanir um að lýðræði sé ábótavant í okkar ríki eða um að mannréttindi séu í hættu þarf að hrekja því þær eru einfaldlega ósannar,“ skrifaði García. Aukinheldur sagði hann að atburðirnir haustið 2017 hefðu verið aðför gegn spænsku stjórnarskránni og að mörgum borgurum, sem aðhylltust ekki hugmyndir aðskilnaðarsinna, hafi þótt sér ógnað. Birtist í Fréttablaðinu Spánn Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Réttarhöld yfir átján leiðtogum katalónsku aðskilnaðarhreyfingarinnar hefjast við hæstarétt Spánar í dag. Búast má við því að þau standi yfir í nokkra mánuði. Saksóknari dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari og þjóðernishyggjuflokkurinn Vox höfða málið. Alls krefjast opinberu aðilarnir tveir fangelsisdóms yfir tólf af hinum ákærðu. Þar af eru tveir aðgerðasinnar, níu fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnarinnar og einn fyrrverandi forseti katalónska þingsins. Málið má rekja aftur til haustsins 2017 en Katalónar gengu til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði þann 1. október. Ákærðu eru sökuð um uppreisn, uppreisnaráróður og jafnvel skipulagða glæpastarfsemi vegna sjálfstæðisatkvæðagreiðslunnar og -yfirlýsingarinnar. Olivier Peter, lögmaður Jordis Cuixart, ákærðs aðskilnaðarsinna sem hefur sætt gæsluvarðhaldi í sextán mánuði, segir í samtali við Fréttablaðið að réttarhöldin séu bæði einstök og afbrigðileg. „Mannréttindadómstóll Evrópu hefur áður fordæmt Spán fyrir hlutdrægni nokkurra dómara sem starfa innan þessa afbrigðilega dómsvalds, GRECO hefur ítrekað gagnrýnt að dómarar séu skipaðir með samkomulagi Sósíalistaflokksins og Lýðflokksins, og einn talsmanna Lýðflokksins viðurkenndi nýverið að flokkurinn stýrði sakamáladeild hæstaréttar „úr bakherbergjunum“,“ segir Peter og bætir við: „Loks er vert að nefna að forseti hæstaréttar sat í ráðuneyti José Maria Aznar og var þannig hluti af íhaldssamasta og þjóðernissinnaðasta væng spænska hægrisins. Þetta eru ekki einfaldlega dómarar sem úrskurða um sekt eða sakleysi. Þetta eru spænskir þjóðernishyggjumenn sem eru að úrskurða um rétt Katalóna til sjálfsákvörðunar. Í ljósi þessara aðstæðna er ljóst að dómurinn yfir hinum ákærðu er löngu ákveðinn.“Olivier Peter, lögmaður. Mynd/AðsendAð sögn Peters hefur sú skylda dómskerfisins að álíta ákærðu saklaus uns sekt er sönnuð verið virt að vettugi. Nefnir hann í því samhengi langt gæsluvarðhald Cuixarts og vangaveltur ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins um möguleikann á því að náða ákærðu ef þau hætta að vinna að pólitísku markmiði sínu. „Spænska ríkið hefur fengið fyrirsjáanleg viðbrögð frá alþjóðlegum mannréttindasamtökum. Amnesty International, World Organization Against Torture, International PEN, Front Line Defenders og fjölmörg önnur samtök hafa gagnrýnt ásakanirnar gegn herra Cuixart og sagt að staðreyndir málsins sýni fram á að hann hafi einungis verið að nýta tjáningarfrelsi sitt. Samtökin hafa kallað eftir því að ákæran verði felld niður og honum sleppt úr haldi tafarlaust,“ segir Peter. Peter segir Spán standa frammi fyrir tveimur valkostum. Annaðhvort dæmi hæstiréttur ákærðu í fangelsi, stilli sér þannig upp með öfgaþjóðernishyggjumönnum og fórni þannig trúverðugleika sínum á alþjóðavettvangi. Ellegar gætu Spánverjar sýknað ákærðu og leyst úr haldi. „Ef dómurinn er nú þegar ákveðinn gæti svo farið að mikil fjöldamótmæli í Katalóníu og þrautseigja alþjóðlegra gagnrýnenda neyði Spán til þess að hugsa sinn gang.“ Aðdragandi réttarhaldanna hefur verið umdeildur. Bæði hafa Katalónar gagnrýnt að lykilvitni þeirra fái ekki að koma fyrir dóm þegar sama gildir ekki um vitni saksóknara og svo féll ákvörðun hæstaréttar um að hafna samtökum um að stunda alþjóðlegt eftirlit í grýttan jarðveg. „Viðvera alþjóðlegra eftirlitsmanna truflar hæstarétt greinilega en það er enn eitt einkenni þess hve afbrigðileg þessi réttarhöld eru. Það að samtökum hafi verið neitað um að stunda eftirlit sýnir eðli hæstaréttar,“ segir Peter. Lögmaðurinn segist ætla að einbeita sér að því að vekja máls á „þeim mörgu brotum“ á grundvallarmannréttindum skjólstæðings síns sem og að tryggja að nauðsynleg skilyrði séu uppfyllt svo hægt sé að fara með málið áfram fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Að lokum segir Peter að ekkert sé eðlilegt við komandi réttarhöld. „Þau eru í raun glæpur gegn pólitískum andstæðingi, framinn í pólitískum tilgangi. Réttarhöldin eru pólitísk. Markmiðið er ekki að framfylgja lögum heldur að fjarlægja pólitíska leikmenn af þinginu og af götunum og þannig veikja málstað þeirra.“ Ekki hefur náðst í Vox né saksóknara hins opinbera þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í grein sem spænska sendiráðið sendi Fréttablaðinu, en reyndist of löng til birtingar, sagði Rafael Arenas García lagaprófessor, að réttarhöldin myndu leiða sannleikann í ljós. García sagði að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði 103 sinnum úrskurðað gegn Spáni en mun oftar gegn til dæmis Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Belgíu. „Spánn er lýðræðisríki þar sem virðing er borin fyrir skiptingu ríkisvalds. Allir alþjóðlegir mælikvarðar sýna að á Spáni ríkir fullt lýðræði og allar ásakanir um að lýðræði sé ábótavant í okkar ríki eða um að mannréttindi séu í hættu þarf að hrekja því þær eru einfaldlega ósannar,“ skrifaði García. Aukinheldur sagði hann að atburðirnir haustið 2017 hefðu verið aðför gegn spænsku stjórnarskránni og að mörgum borgurum, sem aðhylltust ekki hugmyndir aðskilnaðarsinna, hafi þótt sér ógnað.
Birtist í Fréttablaðinu Spánn Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira