Grindavík tilkynnti í dag að félagið hefði bætt við sig tveimur framherjum fyrir komandi átök í Pepsideild karla í fótbolta í sumar.
Um er að ræða þá Patrick N'Koyi og Vladimir Tufegdzic.
Tufegdzic ættu flestir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi að þekkja en hann hefur spilað á Íslandi síðustu ár, síðast með KA en áður Víkingi Reykjavík. Hann hefur skorað 18 mörk í 68 leikjum á Íslandi.
Patrick N'Koy er 29 ára og kemur frá TOP Oss í hollensku B-deildinni. Hann hefur síðustu ár leikið með Fortuna Sittard, FC Eindhoven, Rapid Bucharest og Dundee United.
Báðir gerðu þeir eins árs samning við Grindvíkinga.
Grindavík endaði í 10. sæti í Pepsideildinni síðasta sumar.
Grindavík fær til sín framherja
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
