Veggjöld? Hvernig Veggjöld? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 11. febrúar 2019 15:21 Nú stefna stjórnvöld að því að taka upp veggjöld á völdum leiðum. Þessi veggjöld eru nokkuð umdeild. Útfærslan hlýtur samt sem áður að skipta sköpum varðandi hvort fólk er hlynnt eða andvígt slíkum gjöldum. Hér eru settar fram fjórar leiðir í mögulegri útfærslu. A. Ríkið tekur lán og fer í vegaframkvæmd. Vegaframkvæmdin getur verð margskonar: jarðgöng, nýr vegur, ný brú, endurnýjaður vegur (t.d. 2+2 í stað 1+1) eða eitthvað annað. Ríkið tekur síðan veggjald af þeim sem nota mannvirkið eftir að það er tilbúið og greiðir þannig niður lánið. Það eru því eingöngu þeir sem njóta nýja mannvirkisins sem greiða fyrir það. Þetta er fyrirkomulagið sem landsmenn þekkja í Hvalfjarðargöngum og Vaðlaheiðargöngum þótt þau mannvirki séu ekki í hreinni eigu ríkisins. B. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir á einhverju svæði til að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu á því svæði. T.d. að veggjöld verði sett á umferð til og frá Höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna uppbyggingu úr 1+1 í 2+2 á þeim leiðum. Eða að veggjöld verði innheimt í jarðgöngum á Mið-Austurlandi til að halda áfram jarðgangagerð þar. Það eru því notendur nokkuð góðra mannvirkja sem greiða fyrir uppbyggingu enn betri samgangna á sama svæði. Því er líklegt að þessir greiðendur njóti líka á einn eða annan hátt mannvirkjanna sem peningarnir eru notaðir í. C. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir án nokkurs fororðs um að tekjurnar verði notaðar í fyrirfram ákveðin verkefni. Þær renni einfaldlega í ríkissjóð og þannig sé t.d. hægt að nota þær til að framkvæma meira í samgönguáætlun á hverju ári. Þetta er fyrirkomulagið sem margir þekkja í akstri í Evrópu. Borga þarf veggjald hér og þar en það fer einfaldlega til ríkissjóðs og pólitísk ákvörðun er hvað gert er við það. D. Í fjórða lagi verður að nefna það fyrirkomulag að sleppa veggjöldum en hækka gjöld á bensín og díselolíu á alla bíla. Allar hafa þessar leiðir kosti og galla. Líklegt er að A mæti minnstri andstöðu þar sem skýrt er hvað vegfarendur eru að borga fyrir. Þeir fá mannvirkið og kosti þess áratugum fyrr en ella með því að borga veggjald. Landsmenn þekkja einnig svona gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. Það hefðu ekki verið nein Hvalfjarðargöng nema vegna gjaldtökunnar. Það er dauðafæri að nota þetta fyrirkomulag um þessar mundir því ríkið getur fengið fé lánað á um 1,7% verðtryggðum vöxtum. Áður fyrr þurfti ríkið að greiða 4-5% verðtryggða vexti af 20 ára lánum. Þess vegna er hægt að borga upp margar framkvæmdir nú með þessu fyrirkomulagi sem ekki var hægt áður einfaldlega vegna lægri vaxta. Leið B ætti líka að eiga upp á pallborðið en hefur líklega ekki sama stuðning og leið A. Ávinningur greiðandans er ekki eins beintengdur og í A. Líklegt má telja að leið C mæti mestri andstöðu þar sem vegfarendur á sumum leiðum þurfa að borga aukalega en aðrir ekki. Það mun mörgum þykja ósanngjarnt og lítið jafnræði þegnanna. Leið D, sem nú er þegar í notkun, samræmis jafnræði við fyrstu sýn. En þetta „jafnræði“ er einnig mesti galli þessarar útfærslu því vegfarendur á handónýtum Vatnsnesvegi þurfa að greiða það sama á km og þeir sem aka nýjan og dýran Keflavíkurveg eða Norðfjarðargöng. Gjald á jarðefnaeldsneyti er hins vegar beinskeyttasta aðferðin til að draga úr notkun þess og því hníga umhverfisrök og Parísarsáttmálinn að því að hafa þau jafnvel hærri en nú. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Jón Þorvaldur Heiðarsson Vegtollar Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nú stefna stjórnvöld að því að taka upp veggjöld á völdum leiðum. Þessi veggjöld eru nokkuð umdeild. Útfærslan hlýtur samt sem áður að skipta sköpum varðandi hvort fólk er hlynnt eða andvígt slíkum gjöldum. Hér eru settar fram fjórar leiðir í mögulegri útfærslu. A. Ríkið tekur lán og fer í vegaframkvæmd. Vegaframkvæmdin getur verð margskonar: jarðgöng, nýr vegur, ný brú, endurnýjaður vegur (t.d. 2+2 í stað 1+1) eða eitthvað annað. Ríkið tekur síðan veggjald af þeim sem nota mannvirkið eftir að það er tilbúið og greiðir þannig niður lánið. Það eru því eingöngu þeir sem njóta nýja mannvirkisins sem greiða fyrir það. Þetta er fyrirkomulagið sem landsmenn þekkja í Hvalfjarðargöngum og Vaðlaheiðargöngum þótt þau mannvirki séu ekki í hreinni eigu ríkisins. B. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir á einhverju svæði til að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu á því svæði. T.d. að veggjöld verði sett á umferð til og frá Höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna uppbyggingu úr 1+1 í 2+2 á þeim leiðum. Eða að veggjöld verði innheimt í jarðgöngum á Mið-Austurlandi til að halda áfram jarðgangagerð þar. Það eru því notendur nokkuð góðra mannvirkja sem greiða fyrir uppbyggingu enn betri samgangna á sama svæði. Því er líklegt að þessir greiðendur njóti líka á einn eða annan hátt mannvirkjanna sem peningarnir eru notaðir í. C. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir án nokkurs fororðs um að tekjurnar verði notaðar í fyrirfram ákveðin verkefni. Þær renni einfaldlega í ríkissjóð og þannig sé t.d. hægt að nota þær til að framkvæma meira í samgönguáætlun á hverju ári. Þetta er fyrirkomulagið sem margir þekkja í akstri í Evrópu. Borga þarf veggjald hér og þar en það fer einfaldlega til ríkissjóðs og pólitísk ákvörðun er hvað gert er við það. D. Í fjórða lagi verður að nefna það fyrirkomulag að sleppa veggjöldum en hækka gjöld á bensín og díselolíu á alla bíla. Allar hafa þessar leiðir kosti og galla. Líklegt er að A mæti minnstri andstöðu þar sem skýrt er hvað vegfarendur eru að borga fyrir. Þeir fá mannvirkið og kosti þess áratugum fyrr en ella með því að borga veggjald. Landsmenn þekkja einnig svona gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. Það hefðu ekki verið nein Hvalfjarðargöng nema vegna gjaldtökunnar. Það er dauðafæri að nota þetta fyrirkomulag um þessar mundir því ríkið getur fengið fé lánað á um 1,7% verðtryggðum vöxtum. Áður fyrr þurfti ríkið að greiða 4-5% verðtryggða vexti af 20 ára lánum. Þess vegna er hægt að borga upp margar framkvæmdir nú með þessu fyrirkomulagi sem ekki var hægt áður einfaldlega vegna lægri vaxta. Leið B ætti líka að eiga upp á pallborðið en hefur líklega ekki sama stuðning og leið A. Ávinningur greiðandans er ekki eins beintengdur og í A. Líklegt má telja að leið C mæti mestri andstöðu þar sem vegfarendur á sumum leiðum þurfa að borga aukalega en aðrir ekki. Það mun mörgum þykja ósanngjarnt og lítið jafnræði þegnanna. Leið D, sem nú er þegar í notkun, samræmis jafnræði við fyrstu sýn. En þetta „jafnræði“ er einnig mesti galli þessarar útfærslu því vegfarendur á handónýtum Vatnsnesvegi þurfa að greiða það sama á km og þeir sem aka nýjan og dýran Keflavíkurveg eða Norðfjarðargöng. Gjald á jarðefnaeldsneyti er hins vegar beinskeyttasta aðferðin til að draga úr notkun þess og því hníga umhverfisrök og Parísarsáttmálinn að því að hafa þau jafnvel hærri en nú. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun